Leiðbeiningar um framsetningu fyrirtækis á Google

Þú getur búið til fyrirtækjaprófíl á Google ef fyrirtækið þitt er með raunverulega staðsetningu sem viðskiptavinir geta heimsótt eða býður viðskiptavinum upp á aðsenda þjónustu. Til að stofna vel heppnaðan fyrirtækjaprófíl og forðast að honum verði lokað þarftu að:

Skilningur á grundvallarreglum

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum fyrir staðbundin fyrirtæki til að viðhalda hágæðaupplýsingum á Google. Leiðbeiningarnar geta hjálpað þér að koma í veg fyrir algeng vandamál, þ.m.t. að upplýsingum um fyrirtækið verði breytt eða, í einhverjum tilfellum, fjarlægðar af Google.

Til að stjórna fyrirtækjaprófílnum með sem bestum árangri:

  • Kynntu fyrirtækið þitt í samræmi við raunverulega framsetningu þess á skiltum, bréfsefni og öðru markaðsefni.
  • Gakktu úr skugga um að heimilisfangið þitt og/eða þjónustusvæði sé rétt og nákvæmt.
  • Veldu eins fáa flokka og mögulegt er til að lýsa almennri starfsemi fyrirtækisins.
  • Fyrirtæki skal eingöngu vera með einn prófíl þar sem annað getur valdið vandamálum við birtingu upplýsinga í Google-kortum og Leit.

Ábendingar:

  • Ef þú vilt fá einkaviðtal til að fá leiðbeiningar og sérsniðna ráðgjöf um hvernig þú getur nýtt prófílinn þinn sem best skaltu bóka tíma hjá „Ráðgjafar fyrir smærri fyrirtæki“.
  • Þessi þjónusta er aðeins í boði fyrir söluaðila í Bandaríkjunum eins og stendur.

Nánar um efnisreglur fyrirtækjaprófíla

Efnið sem birt er ætti að tilgreina það sem skapar fyrirtækinu þínu sérstöðu. Farðu í yfirlit yfir reglur Google-fyrirtækjaprófíls til að fá frekari upplýsingar.

Eins og tiltekið er í reglum okkar um bannað ogtakmarkað efni þá leyfum við ekki efni eða beiðnir um efni sem inniheldur lokaðar upplýsingar eða trúnaðarupplýsingar á við persónulegar upplýsingar um fjárhag, opinber skilríki, samskiptaupplýsingar sem tengjast nafni, viðkvæmar upplýsingar, myndir eða tengla sem innihalda persónuupplýsingar.

Söluaðilar mega birta samskiptaupplýsingar (heiti á samfélagsmiðlum, tölvupóst, símanúmer) fyrir eigin fyrirtæki í fyrirtækjaprófílnum sínum eða sem svar við umsögn, í Spurt og svarað o.s.frv. Hins vegar leyfum við ekki beiðnir um persónu- eða trúnaðarupplýsingar.

Ráð: Ef breytingunni á prófílnum þínum eða færslunni er hafnað skaltu Kynna þér nokkrar ástæður fyrir því að innsendu efni er hafnað.

Lýsing á fyrirtæki

Notaðu reitinn fyrir lýsingu fyrirtækis til að veita gagnlegar upplýsingar um þá þjónustu og vörur sem þú býður upp á sem og markmið og sögu fyrirtækisins.

Veittu skýrar og heiðarlegar upplýsingar og leggðu áherslu á viðeigandi og gagnlegt efni svo viðskiptavinir skilji hvað fyrirtækið þitt gengur út á. Efni sem kemur fyrirtækinu ekki við eða hefur engin skýr tengsl við það er ekki leyfilegt.

Til viðbótar við reglur okkar um bannað og takmarkað efni skaltu gæta þess að lýsingin á fyrirtækinu innihaldi ekki eftirfarandi:

  • Efni sem er af lélegum gæðum, óviðeigandi eða truflandi. Til dæmis stafsetningarvillur, bellibrögð í notkun stafa, hrognamál o.s.frv.
  • Efni sem leggur aðaláherslu á sérstakar kynningar, verð og tilboð. Dæmi um efni sem er ekki leyfilegt er til dæmis: „Allt á 50% afslætti“ og „Bestu beyglurnar í bænum fyrir aðeins 5 USD!“
  • Tengla. Engir tenglar eru leyfðir.
Heiti

Skráðu rétt heiti fyrirtækisins til að auðvelda viðskiptavinum að finna fyrirtækið þitt á netinu. Heitið ætti að vera það sama og raunverulegt heiti fyrirtækisins, líkt og það birtist á afgreiðslustað, vefsvæði og merkingum og viðskiptavinir þekkja.

Bættu við viðbótarupplýsingum á borð við heimilisfangþjónustusvæðiafgreiðslutíma og flokki í öðrum hlutum fyrirtækjaupplýsinga. 

Ef þú stofnar til dæmis fyrirtækjaprófíl fyrir kaffihúsið „Kaffihús Sollu“ sem er opið allan sólarhringinn í miðbæ Reykjavíkur, ættirðu að færa upplýsingarnar inn á eftirfarandi hátt:

  • Heiti fyrirtækis: Kaffihús Sollu
  • Heimilisfang: Blómagata 122, 101 Reykjavík
  • Opnunartími: Opið allan sólarhringinn
  • Flokkur: Kaffihús

Ekki er leyfilegt að tilgreina óþarfa upplýsingar í heiti fyrirtækis. Ef það er gert getur það leitt til þess að fyrirtækjaprófílnum verði lokað. Skoðaðu dæmin sem tekin eru hér að neðan til að sjá hvað þú mátt og mátt ekki hafa með í heiti fyrirtækisins.

Dæmi um heiti fyrirtækis

Í dæmunum hér að neðan eru skáletruð heiti og hlutar heita ekki leyfð.

Heitið má ekki innihalda:

Ekki leyfilegt:

Leyfilegt
Slagorð í markaðsskyni
  • TD Bank, Þægilegasti banki Bandaríkjanna
  • GNC Lifðu í vellíðan
  • TD Bank
  • GNC
Verslunarkóða
  • The UPS Store – 2872
  • The UPS Store

Tákn fyrir vörumerki/skrásetningu

  • Burger King®
  • Burger King

Orð rituð með hástöfum

  • SUBWAY
  • Subway, KFC, IHOP, JCPenney

Upplýsingar um afgreiðslutíma

  • Regal Pizzeria Opið allan sólarhringinn
  • Sears Outlet (Lokað)
  • Regal Pizzeria
  • Sears Outlet

Símanúmer eða vefslóðir vefsvæða

  • Airport Direct 1-888-557-8953
  • webuyanycar.com
  • Airport Direct
  • 1-800-Got-Junk

Sérstafi (t.d. %$@/") eða óviðeigandi skilmála

  • Shell Pay@Pump
  • Re/Max, LLC
  • LAZ Parking Ltd
  • Shell
  • Re/Max
  • LAZ Parking
  • Toys ’’R’’ Us
  • H&M
  • T.J.Maxx

Upplýsingar um vörur eða þjónustu

  • Verizon Wireless 4G LTE
  • Midas Sérfræðingar í bifreiðaþjónustu
  • Verizon Wireless
  • Midas
  • Best Buy Mobile
  • Advance Auto Parts
  • JCPenney Portrait Studios

Staðsetningarupplýsingar

  • Holiday Inn (I-93 á afrein 2)
  • U.S. Bank-hraðbanki – 7th & Pike – nálægt lyftunni í anddyri bílastæðahúss
  • Equinox nálægt SOHO
  • Holiday Inn Salem
  • U.S. Bank-hraðbanki
  • Equinox SOHO
  • Kaliforníuháskóli í Berkeley

Upplýsingar um útibú inni í verslun

  • Chase-hraðbanki (inni í Duane Reade)
  • Apple-verslun í Stanford-verslunarmiðstöðinni
  • Benefit Brow Bar – Bloomingdales
  • Sam’s Club Tire & Battery (hluti af Sam’s Club)
  • Geek Squad (inni í Best Buy)
  • Chase-hraðbanki
  • Apple-verslun
  • Benefit Brow Bar
  • Sam’s Club Tire & Battery
  • Geek Squad
Sjá viðbótarleiðbeiningar fyrir verslanir með margar staðsetningar (keðjur og vörumerki), deildir og sjálfstætt starfandi sérfræðinga (t.d. lækna, lögfræðinga og fasteignasala) hér að neðan.
Heimilisfang

Notaðu nákvæmt og rétt heimilisfang og/eða þjónustusvæði til að lýsa staðsetningu fyrirtækisins. Ekki er leyfilegt að skrá pósthólf eða póstkassa á fjarlægum stöðum.

  • Búðu til fyrirtækjaprófíl fyrir raunverulega staðsetningu fyrirtækisins.
    • Leyfilegt er að tilgreina upplýsingar um íbúðarnúmer, hæðir, byggingar o.s.frv. Tilgreindu eingöngu upplýsingar á borð við gatnamót og nálæg kennileiti ef opinbert heimilisfang vísar ekki á nákvæma staðsetningu fyrirtækisins.
    • Ef nauðsynlegt er að tilgreina póstkassa eða íbúðarnúmer:
      • Skráðu heimilisfangið sem „Lína heimilisfangs 1“.
      • Skráðu póstkassa eða íbúðarnúmer sem „Lína heimilisfangs 2“.
    • Ef fyrirtækið þitt leigir skrifstofu með raunverulega staðsetningu en starfar ekki þar, einnig þekkt sem „sýndarskrifstofa“, er ekki hægt að skrá staðsetninguna á fyrirtækjaprófílnum.
    • Fyrirtæki geta ekki skráð skrifstofu á sameiginlegu vinnusvæði nema skrifstofan sé vel merkt, viðskiptavinir geti mætt á afgreiðslutíma og starfsfólk fyrirtækisins sé á staðnum á afgreiðslutíma.
  • Ekki skrá upplýsingar í línur fyrir heimilisföng sem vísa ekki í nákvæma staðsetningu fyrirtækisins, t.d. vefslóðir eða leitarorð.
  • Ekki búa til fleiri en eina síðu fyrir hverja staðsetningu fyrirtækisins, hvorki á sama né ólíkum reikningum.
    • Sjálfstætt starfandi sérfræðingar og deildir innan fyrirtækja, háskóla, sjúkrahúsa og ríkisstofnana geta verið með eigin síðu. Farðu í sérstakar leiðbeiningar fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga og deildir til að fá frekari upplýsingar.
  • Fyrirtæki sem birta heimilisfang sitt á Google skulu viðhalda varanlegum merkingum með heiti fyrirtækisins á viðkomandi heimilisfangi.
  • Ef húsnúmer er ekki hluti af heimilisfanginu eða ef kerfið finnur það ekki geturðu merkt staðsetningu fyrirtækisins á kortinu.

Þjónustusvæðisfyrirtæki

Þjónustusvæðisfyrirtæki eða fyrirtæki sem þjónusta viðskiptavini þar sem þeir eru staddir skulu vera með einn prófíl fyrir höfuðstöðvar sínar eða staðsetningu innan ákveðins þjónustusvæðis. Þjónustusvæðisfyrirtæki geta ekki skráð „sýndarskrifstofu“ nema starfsfólk fyrirtækisins sé á staðnum á afgreiðslutíma.

Sum fyrirtæki eru blönduð þjónustusvæðisfyrirtæki, t.d. bifreiðaverkstæði sem eru með verkstæði fyrir viðgerðir og bjóða einnig upp á aðsenda vegaþjónustu. Þessi fyrirtæki geta birt staðsetningu afgreiðslustaðarins og tilgreint þjónustusvæði á fyrirtækjaprófílnum sínum. Ef þú þjónustar viðskiptavini á skráðu heimilisfangi og vilt tilgreina þjónustusvæði þarf starfsfólk að vera á staðnum til að geta veitt viðskiptavinum þjónustu á afgreiðslutíma.

Google ákvarðar hvernig best er að birta heimilisfang fyrirtækisins þíns byggt á upplýsingum þínum um fyrirtækið sem og upplýsingum frá öðrum.

Fyrirtæki með afgreiðslustað í samanburði við þjónustusvæðisfyrirtæki

Ef fyrirtækið þitt er ekki með vel merktan afgreiðslustað, heldur þjónustar viðskiptavini þar sem þeir eru, geturðu verið með einn fyrirtækjaprófíl fyrir þjónustusvæðisfyrirtæki.

Ef fyrirtækið þitt er með margar staðsetningar með mismunandi þjónustusvæðum og starfsfólk á hverjum stað, geturðu verið með prófíl fyrir hverja staðsetningu. Umfang þjónustusvæðis ætti ekki að vera lengra frá fyrirtæki en það sem nemur 2 klukkustunda akstri frá skráðri staðsetningu fyrirtækisins. Stærra þjónustusvæði kann að eiga við sum fyrirtæki.

Nánar um þjónustusvæðisfyrirtæki.

Ef fyrirtækið þitt er þjónustusvæðisfyrirtæki skaltu fela heimilisfang fyrirtækisins fyrir viðskiptavinum. 

  • Ef þú ert til dæmis pípari og heimilisfangið þitt er skráð sem staðsetning fyrirtækisins skaltu fjarlægja heimilisfangið af fyrirtækjaprófílnum.

Kynntu þér hvernig þú bætir við eða breytir heimilisfangi fyrirtækis.

Vefsvæði og sími

Gefðu upp símanúmer sem er tengt við tiltekna staðsetningu fyrirtækisins eða vefsvæði sem sýnir nákvæma staðsetningu þess.

  • Notaðu staðbundið símanúmer í stað númers sem er tengt við þjónustuver þegar það er mögulegt.
  • Ekki gefa upp símanúmer eða vefslóðir sem framsenda eða vísa notendum á lendingarsíður eða símanúmer annarra en fyrirtækisins sjálfs, þ.m.t. síður á samfélagsmiðlum.
  • Fyrirtækið verður að vera með beina stjórn á símanúmerinu.
  • Hægt er að skrá fleiri símanúmer á vefsvæðum Google-fyrirtækjaprófílsins og öðrum staðbundnum vettvöngum.
  • Þjónustunúmer eru ekki leyfileg. Slík símanúmer rukka hringjanda um hátt mínútugjald.
Afgreiðslutími

Gefðu upp venjulegan afgreiðslutíma fyrirtækisins. Þú getur notað gildandi árstíðabundinn afgreiðslutíma sem venjulegan afgreiðslutíma ef það á við. Þú getur einnig tilgreint sérstakan afgreiðslutíma fyrir ákveðna daga, t.d. hátíðisdaga eða sérstaka viðburði.

Tilteknar gerðir fyrirtækja ættu ekki að gefa upp afgreiðslutíma, þar með talið þau sem eru með mismunandi afgreiðslutíma (t.d. dagskrá ýmissa viðburða, þ.m.t. sýningartímar, tilbeiðsluþjónustur eða námskeið) og þau sem starfa aðeins samkvæmt tímabókunum. Dæmi um fyrirtæki sem ættu ekki að skrá afgreiðslutíma eru meðal annars, en takmarkast ekki við:

  • Dvalarstaðir innanhúss á borð við: Hótel, vegahótel og fjölbýlishús/blokkir
  • Skólar og háskólar
  • Kvikmyndahús
  • Samgönguþjónustur og flugvellir
  • Viðburðastaðir og náttúruminjar

Ef deildir eru innan fyrirtækisins skaltu gefa upp afgreiðslutíma hverrar deildar á aðskildum fyrirtækjaprófíl viðkomandi deildar og gefa upp afgreiðslutíma aðalfyrirtækisins á aðalfyrirtækjaprófílnum. Nánar um deildir.

Mismunandi afgreiðslutímar

Ef mismunandi afgreiðslutímar gilda innan sama fyrirtækis skaltu skoða eftirfarandi leiðbeiningar fyrir tilteknar atvinnugreinar:

  • Bankar: Nota skal afgreiðslutíma anddyris ef hægt er. Að öðrum kosti skal nota afgreiðslutíma bílalúgu. Hraðbanki sem tilheyrir banka getur verið með eigin fyrirtækjaprófíl og eigin afgreiðslutíma sem er annar en afgreiðslutími bankans.
  • Bílasölur: Nota skal afgreiðslutíma bílasölu. Ef afgreiðslutími fyrir sölu nýrra bíla er annar en afgreiðslutími fyrir sölu notaðra bíla skal nota afgreiðslutíma fyrir sölu nýrra bíla.
  • Bensínstöðvar: Nota skal afgreiðslutíma bensíndæla.
  • Veitingastaðir: Nota skal afgreiðslutímann þegar viðskiptavinir geta sest niður og borðað á veitingastaðnum. Að öðrum kosti skal nota afgreiðslutímann þegar hægt er að taka matinn með. Ef hvorugt er mögulegt skal nota afgreiðslutíma bílalúgu eða, ef ekkert annað er hægt, afgreiðslutíma heimsendingarþjónustu.
  • Geymsluþjónustur: Nota skal skrifstofutíma. Að öðrum kosti skal nota afgreiðslutíma aðgangshliðs.
  • Til að tilgreina afgreiðslutíma fyrir tilteknar þjónustur er einnig hægt að stilla Fleiri afgreiðslutíma.
    • Almennt skal stilla „Fleiri afgreiðslutíma“ sem viðbót við aðalafgreiðslutíma.

Árstíðabundinn afgreiðslutími

​Ef fyrirtækið er með árstíðabundinn afgreiðslutíma skal notast við eftirfarandi leiðbeiningar:

  • Stilla skal venjulegan opnunartíma fyrirtækisins fyrir þá árstíð sem fyrirtækið er opið. Einnig er hægt að stilla sérstakan afgreiðslutíma fyrir hátíðisdaga, tímabundnar lokanir eða aðra viðburði.
    • Einnig er hægt að tilgreina að fyrirtækið sé aðeins opið yfir ákveðið, árstíðabundið tímabil í lýsingu fyrirtækisins.
  • Þegar fyrirtækið er lokað er hægt að merkja það sem lokað tímabundið.
    • Stilla skal venjulegan afgreiðslutíma þegar fyrirtækið opnar á ný.
Flokkar

Flokkar auðvelda viðskiptavinum að finna nákvæmar og réttar niðurstöður fyrir þá þjónustu sem þeir hafa áhuga á. Til að halda upplýsingum um fyrirtækið þitt réttum og uppfærðum skaltu ganga úr skugga um að:

  • Nota eins fáa flokka og hægt er til að lýsa grunnþáttum fyrirtækisins á meðfylgjandi lista.
  • Velja flokka sem eru eins nákvæmir og hægt er en endurspegla á sama tíma aðalstarfsemi fyrirtækisins.
    • Nota ekki flokka eingöngu sem leitarorð eða til að lýsa tilteknum þáttum fyrirtækisins.
    • Nota ekki flokka sem eiga við önnur nálæg eða tengd fyrirtæki, t.d. fyrirtæki sem eru með raunverulega staðsetningu innan þíns fyrirtækis eða fyrirtæki sem þitt fyrirtæki er staðsett innan.

Veldu flokk

Veldu flokkana sem lýsa því hvernig fyrirtækið ER frekar en því sem fyrirtækið BÝÐUR UPP Á. Markmiðið er að lýsa fyrirtækinu á heildrænan hátt frekar en að telja upp þær þjónustur, vörur eða aðstöðu sem það býður upp á.

Leggðu áherslu á að velja sem nákvæmasta flokka fyrir fyrirtækið og við sjáum um rest. Þegar þú velur sértækan flokk, t.d. „Golfdvalarstaður“, bætir Google almennari flokkum sjálfkrafa við, t.d. „Dvalarhótel“, „Hótel“ og „Golfvöllur“. Þú getur sleppt því að bæta við flokkum sem eiga ekki við og bætt sértækari flokkum við í staðinn. Ef þú finnur ekki flokk sem passar við fyrirtækið þitt geturðu valið almennari flokk. Google getur einnig greint upplýsingar um flokka á vefsvæðinu þínu og þar sem minnst er á fyrirtækið þitt á netinu.

Aðstæður

Réttur flokkur

Rangur flokkur

„Papa John’s“ býður upp á að sækja pítsur eða fá þær heimsendar en það er ekki hægt að borða á staðnum.

  • Heimsending á pítsu
  • Pítsa sótt á staðinn
  • Veitingastaður með heimsendingarþjónustu
  • Veitingastaður þar sem hægt er að sækja mat

„Navy Federal Credit Union“

  • Samvinnubanki
  • Banki

„Super 8“ er vegahótel með sundlaug á staðnum.

  • Vegahótel
  • Hótel
  • Sundlaug

„24-Hour Fitness“

  • Heilsuræktarstöð
  • Líkamsrækt
  • Sundlaug
„A1 Check Cashing“
  • Þjónusta fyrir innlausn ávísana
  • Bankar og fjármál
„Wendy’s“ er skyndibitastaður sem býður upp á hamborgara og úrval eftirrétta.
  • Skyndibitastaður
  • Hamborgarastaður
  • Eftirréttastaður

Ef starfsemin þín felur í sér annað fyrirtæki sem er ekki í eigu og rekstri fyrirtækisins þíns skaltu aðeins nota flokka sem lýsa þínu fyrirtæki.

Dæmi:

  • „Starbucks“ er staðsett inni í „Barnes and Nobles.“
    • Flokkur fyrir „Starbucks“: Kaffihús
    • Flokkur fyrir „Barnes and Nobles“: Bókabúð. Hér ætti ekki að bæta við flokknum „Kaffihús“.
  • „Cardtronics-hraðbanki“ er staðsettur inni í „7-Eleven.“
    • Flokkur fyrir „Cardtronics-hraðbanka“: Hraðbanki
    • Flokkur fyrir „7-Eleven“: Matvöruverslun. Hér ætti ekki að bæta við flokknum „Hraðbanki“.
  • „Nobu“ er staðsettur inni á „Hard Rock Hotel“.
    • Flokkur fyrir „Nobu“: Veitingastaður
    • Flokkur fyrir „Hard Rock Hotel“: Hótel. Hér ætti ekki að bæta við flokknum „Veitingastaður“.

Eftirfarandi tegundir fyrirtækja sem deila staðsetningu með öðrum fyrirtækjum ættu að vera með sinn eigin prófíl. Ef þú þarft að nota báða flokkana fyrir sömu staðsetningu fyrirtækis skaltu búa til tvo prófíla. Vertu viss um að nota mismunandi heiti fyrir fyrirtækin. Nánar um deildir.

  • Veitingastaður/kaffihús/bar á hóteli/vegahóteli
  • Apótek í stórmarkaði/matvöruverslun
  • Bensínstöð við hliðina á stórmarkaði/matvöruverslun
Valmynd

Til eru tvenns konar valkostalistar; matseðlar og þjónustulistar:

  • Matseðlar eiga við staði sem bjóða upp á mat og drykk (s.s. veitingastaðir og kokteilbarir). Á þeim kemur fram heildarlisti yfir þann mat og drykk sem fyrirtækið býður upp á.
  • Þjónustulistar eiga við þjónustufyrirtæki á borð við hárgreiðslustofur, heilsulindir eða bifreiðaverkstæði. Á þeim kemur fram heildarlisti yfir þær þjónustur sem fyrirtækið býður upp á.
Báðir matseðlar þurfa að samræmast eftirfarandi reglum:
  • Matseðillinn ætti að sýna rétti og þjónustu sem viðskiptavinum stendur til boða. Allur matseðillinn getur verið fyrir ákveðna tegund af máltíð (t.d. morgun-, hádegis- eða kvöldverð) og innihaldið tengla á aðra matseðla. Þú gætir til dæmis valið að sýna kvöldverðarmatseðilinn sem inniheldur tengla á matseðla fyrir morgun- og hádegisverð.
  • Sýnishorn af matseðli sem sýnir eingöngu „vinsæla rétti“ (eða álíka útdrætti) eru ekki leyfileg.
  • Vefslóð matseðils má ekki vera beinn tengill á pöntunar- eða heimsendingarþjónustu þriðja aðila.
  • Þriðju aðilar sem stjórna fyrirtækjaprófílum fyrir hönd fyrirtækis þurfa að láta eiganda fyrirtækisins vita og fá samþykki fyrir því að birta slóð á matseðil.
Vörur

Ef þú stundar smásöluviðskipti í gjaldgengu landi (Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og Írlandi) geturðu gert þau sem leita á netinu að viðskiptavinum með því að sýna sjálfkrafa vörur í versluninni þinni á fyrirtækjaprófílnum þínum.

Til að bæta við vörum í versluninni þinni:

Fylgja þarf eftirfarandi leiðbeiningum óháð aðferðinni sem er notuð:

  • Vörur sem er bætt við sjálfkrafa með vöruritlinum eru háðar reglum um auglýsingar fyrir verslun. Nánar um reglur um auglýsingar fyrir verslun.
  • Við leyfum ekki efni tengt eftirlitsskyldum vörum og þjónustum á borð við áfengi, tóbak, fjárhættuspil, fjármálaþjónustur, lyf, ósamþykkt fæðubótarefni eða sjúkra- eða lækningatæki.
  • Ef vörum sem brjóta gegn reglum Google er hlaðið upp kunnum við að fjarlægja allan vörulistann, þ.m.t. vörur sem brjóta ekki gegn reglum.

Leiðbeiningar fyrir keðjur, deildir og sjálfstætt starfandi sérfræðinga

Keðjur og vörumerki

Viðhaltu samræmi heita og flokka allra staðsetninga fyrirtækisins til að auðvelda viðskiptavinum að þekkja fyrirtækið þitt í Google-kortum og í leitarniðurstöðum.

Allar staðsetningar verða að vera með sama heiti nema raunveruleg framsetning fyrirtækisins sé að heiti séu mismunandi eftir staðsetningum. Allar staðsetningar verða einnig að vera í sama flokki ef þær veita sömu þjónustu.

Hefjast handa við fyrirtækjaprófíl fyrir keðjur.

Samræmi heita

Allar staðsetningar sama fyrirtækis innan sama lands verða að vera með sama heiti á öllum staðsetningum. Sem dæmi ættu allar staðsetningar Home Depot að nota heitið „The Home Depot“ frekar en „Home Depot“ eða „Home Depot í Springfield“.

Tvær undantekningar eru á þessari reglu:

  • Ef þú ert með margar gerðir fyrirtækja, undirvörumerki, margar deildir eða ýmsar gerðir starfsemi á borð við smásölu og heildsölu má nota ólík heiti að því gefnu að samræmis sé gætt við notkun viðkomandi heitis fyrir allar staðsetningar viðkomandi fyrirtækis.
    • Samþykkt tilbrigði heitis: „Walmart Supercenter“ og „Walmart Express“; „Nordstrom“ og „Nordstrom Rack“; „Gap“ og „babyGap“
  • Ef tilteknar staðsetningar nota alltaf annað heiti á afgreiðslustað, vefsvæði eða á bréfsefni mega viðkomandi staðsetningar nota annað heiti.
    • Samþykkt tilbrigði heitis: „Intercontinental Mark Hopkins San Francisco“ og „Intercontinental New York Barclay“; „PFK“ (fyrir staðsetningar í Quebec) og „KFC“ (fyrir staðsetningar í Bandaríkjunum og annars staðar í Kanada)

Samræmi flokka

Allar staðsetningar sama fyrirtækis verða að tilheyra einum flokki sem lýsir fyrirtækinu best. Ef þú ert með margar gerðir staðsetninga (t.d. undirvörumerki, margar deildir eða ýmsar gerðir starfsemi á borð við smásölu, vörudreifingu og skrifstofu) gildir reglan aðeins innan hvers undirflokks.

  • Allar staðsetningar „Gap Kids“ eru í flokknum „Barnafataverslun“
  • Allar staðsetningar „Goodyear Auto Service Center“ eru í flokknum „Dekkjaverkstæði“ og einnig í flokknum „Bílaverkstæði“
  • Allar staðsetningar „PetSmart“ eru í flokknum „Gæludýravöruverslun“ en sumar staðsetningar geta verið í öðrum flokkum („Gæludýraverslun“, „Hundaleikskóli“)

Tvö eða fleiri vörumerki á sama stað

Ef tvö eða fleiri vörumerki eru notuð á staðsetningu fyrirtækisins skaltu ekki skrá mismunandi vörumerki á sama fyrirtækjaprófíl. Þess í stað skaltu velja eitt vörumerki til að skrá á fyrirtækjaprófílnum. Ef starfsemi vörumerkjanna er aðskilin getur hvert vörumerki verið með eigin prófíl á viðkomandi staðsetningu.

Ef margar veitingaþjónustur á netinu eru á sömu staðsetningu skal notast við leiðbeiningar sem eiga sérstaklega við veitingaþjónustur í hlutanum Veitingaþjónustur á netinu hér fyrir neðan.

  • Ekki samþykkt: „KFC / Taco Bell“ eða „Dunkin' Donuts / Baskin Robbins
  • Samþykkt: „Taco Bell“, „KFC“, „Dunkin’ Donuts“, „Baskin Robbins“

Ef fyrirtækið þitt selur vöru(r) eða þjónustu(r) sem tilheyra vörumerki annars fyrirtækis skal aðeins nota heiti fyrirtækisins, ekki heiti vörumerkisins sem selt er, en það má ekki vera með fyrirtækjaprófíl fyrir þessa staðsetningu.

  • Ekki samþykkt: „Staples / UPS“, „America’s Tire / Firestone
  • Samþykkt: „Staples“, „America’s Tire“

Ef fyrirtækið er hins vegar vottaður og sérhæfður söluaðili vörumerkjavörunnar eða -þjónustunnar, kallast einnig „sérleyfishafi“, er þér heimilt að nota undirliggjandi vörumerkisheiti þegar þú stofnar fyrirtækjaprófíl.

  • Samþykkt: „TCC Verizon Wireless Premium Retailer“, „U-Haul Neighborhood Dealer“

Veitingaþjónustur á netinu

Veitingaþjónustur á netinu eru leyfðar með ákveðnum skilyrðum.

Veitingaþjónustur sem deila staðsetningu með öðrum fyrirtækjum og bjóða viðskiptavinum að sækja veitingar

  • Veitingaþjónustur sem deila staðsetningu með öðrum fyrirtækjum þurfa að vera með eigin, varanlegar merkingar. Heimilisfang skal eingöngu birt ef veitingaþjónustan býður öllum viðskiptavinum að sækja veitingar.
    • Veitingaþjónustur sem bjóða eingöngu upp á heimsendingu (ekki hægt að sækja á staðinn) úr sameiginlegum eldhúsum skulu fela heimilisfangið sitt og bæta við þjónustusvæðum fyrir fyrirtækið sitt til að koma í veg fyrir rugling.

Veitingaþjónustur sem bjóða eingöngu upp á heimsendingu

  • Veitingaþjónustur sem bjóða eingöngu upp á heimsendingu (þ.e. þær sem aðeins eru starfræktar í gegnum netið) eru leyfðar með því skilyrði að þær séu með sitt eigið vefsvæði og vel merktar umbúðir.
  • Leyfilegt er að skrá mörg netfyrirtæki sem eru starfrækt á sama stað en þau eru háð viðbótarskrefum fyrir staðfestingu.
  • Veitingaþjónustur sem bjóða eingöngu upp á heimsendingu skulu bæta við þjónustusvæðum og fela heimilisfangið á fyrirtækjaprófílnum sínum til að koma í veg fyrir rugling.
  • Ef um er að ræða samstarf þar sem veitingaþjónustuvörumerki hefur veitt netveitingaþjónustu heimild til að veita þjónustu sína getur netveitingaþjónustan stjórnað fyrirtækjaprófílum viðkomandi vottaðra vörumerkja þegar búið er að staðfesta slíka heimild.
  • Aðstaðan sem hýsir veitingaþjónustur sem bjóða eingöngu upp á heimsendingu, þ.e. Doordash Kitchens, getur verið með sinn eigin fyrirtækjaprófíl. Eingöngu aðili sem tengist aðstöðunni getur búið til og staðfest prófílinn.

Endurmörkun

Fyrirtækjaprófíllinn þinn kann að uppfylla skilyrði fyrir endurmörkun (skilgreind sem gjaldgeng nafnabreyting án þess að nýr fyrirtækjaprófíll sé stofnaður) ef þú gerir minniháttar nafnabreytingu, að því gefnu að sérnöfnum og þjónustum sem lýst er í heiti og tegund fyrirtækisins sé haldið óbreyttum.

Þú kannt einnig að uppfylla skilyrði fyrir endurmörkun ef heiti fyrirtækisins er breytt og fyrirtækið er með margar staðsetningar.

Ef fyrirtækið uppfyllir ofangreind skilyrði fyrir endurmörkun geturðu uppfært heiti fyrirtækisins þegar þú breytir fyrirtækjaupplýsingunum. 

Ef fyrirtækið skiptir um heiti en uppfyllir ekki ofangreind skilyrði telst það nýtt fyrirtæki. Í því tilfelli þarftu að loka núverandi fyrirtækjaprófíl og búa til nýjan með nýja heitinu. Kynntu þér hvernig þú lokar prófíl.

Ef upp koma vandamál varðandi endurmörkun skaltu hafa samband við þjónustudeildina

Ábending: Ef þú tekur við eignarhaldi fyrirtækjaprófíla þarftu að byrja á því að biðja fyrri eiganda um að bæta þér við sem eiganda og flytja eignarhaldið yfir á þig.

Deildir innan annarra fyrirtækja, háskóla eða stofnana

Deildir innan fyrirtækja, háskóla, sjúkrahúsa og ríkisstofnana geta verið með eigin fyrirtækjaprófíl á Google.

Sérstakar reglur gilda um bílasölur og heilbrigðisþjónustur. Þú getur hafist handa með fyrirtækjaprófíl fyrir bílasölu eða heilbrigðisþjónustu.

Opinberar deildir sem starfa sjálfstætt ættu að vera með eigin síðu. Nákvæmt heiti hverrar deildar þarf að vera annað en heiti aðalfyrirtækisins og annarra deilda. Almennt eru slíkar deildir með aðskilinn inngang fyrir viðskiptavini og hver deild ætti að tilheyra ólíkum flokki. Afgreiðslutími deilda getur verið annar en aðalfyrirtækisins.

  • Samþykkt (sem aðskildir fyrirtækjaprófílar):
    • „Walmart Vision Center“
    • „Sears Auto Center“
    • „Massachusetts General Hospital Department of Dermatology“
  • Ekki samþykkt (sem aðskildir fyrirtækjaprófílar):
    • Deild fyrir Apple-vörur í Best Buy
    • Deild fyrir heitan mat í Whole Foods Market

Flokkurinn sem lýsir hverri deild best verður að vera annar en flokkur aðalfyrirtækisins og annarra deilda.

  • Aðalfyrirtækið „Wells Fargo“ er í flokknum „Banki“ en deildin „Wells Fargo Advisors“ er í flokknum „Fjármálaráðgjafi“.
  • Aðalfyrirtækið „South Bay Toyota“ er í flokknum „Söluaðili Toyota“ en „South Bay Toyota Service & Parts“ er í flokknum „Bifreiðaverkstæði“ (og í flokknum „Bílavarahlutaverslun“).
  • Aðalfyrirtækið „GetGo“ er í flokknum „Matvöruverslun“ (og í flokknum „Samlokuverslun“) en deildin „GetGo Fuel“ er í flokknum „Bensínstöð“ og deildin „WetGo“ er í flokknum „Bílaþvottastöð“.
Sjálfstætt starfandi sérfræðingur

Sjálfstætt starfandi sérfræðingar starfa í þágu almennings og eru yfirleitt með ákveðinn hóp viðskiptavina. Læknar, tannlæknar, lögfræðingar, fjármálaráðgjafar og trygginga- eða fasteignasalar teljast til sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Fyrirtækjaprófílar sjálfstætt starfandi sérfræðinga geta innihaldið titla eða vottun á námi (t.d. dr., MD-gráða, JD-gráða, lögfræðipróf, CFA-vottun).

Sjálfstætt starfandi sérfræðingur skal búa til sinn eigin fyrirtækjaprófíl ef:

  • Viðkomandi starfar í þágu almennings. Starfsfólk sem vinnur hjá slíkum aðilum ætti ekki að stofna eigin fyrirtækjaprófíl.
  • Hægt er að hafa beint samband við viðkomandi á staðfestri staðsetningu á tilgreindum afgreiðslutíma.

Sjálfstætt starfandi sérfræðingur skal ekki vera með marga fyrirtækjaprófíla fyrir mismunandi sérhæfingu. Sölufulltrúar og fulltrúar sölutækifæra hjá fyrirtækjum eru ekki sjálfstætt starfandi sérfræðingar og uppfylla því ekki skilyrði til að vera með eigin fyrirtækjaprófíl.

Margir sérfræðingar á einum stað

Ef sérfræðingur er einn af mörgum sem starfa í þágu almennings á þessum stað:

  • Fyrirtækið skal búa til fyrirtækjaprófíl fyrir staðsetninguna, aðskilinn fyrirtækjaprófíl sérfræðingsins.
  • Titillinn á fyrirtækjaprófíl sérfræðingsins ætti eingöngu að innihalda nafn sérfræðingsins og ekki heiti fyrirtækisins.

Sjálfstætt starfandi sérfræðingar sem tilheyra fyrirtækjum með vörumerki

Ef sérfræðingur er sá eini sem starfar í þágu almennings á tiltekinni staðsetningu og er fulltrúi fyrirtækis er best að sérfræðingurinn deili fyrirtækjaprófíl með fyrirtækinu. Búðu til einn fyrirtækjaprófíl með heiti á eftirfarandi sniði: [vörumerki/fyrirtæki]: [nafn sérfræðings].

Leyfilegt: „Allstate: Jón Magnússon“ (ef Jón er eini sérfræðingurinn sem starfar í þágu almennings á þessari staðsetningu Allstate)

Markaðssetning, kynningar og aðrar keppnir eða leikir

Allar kynningar, markaðssetning, keppnir eða gjafaleikir verða að fela í sér tengil á viðkomandi skilmála þar sem fram koma skýrar reglur og skilyrði fyrir gjaldgengi. Öll viðeigandi loforð skulu uppfyllt, hvort sem þeim er lofað beint að þau gefin í skyn.

Mikilvægt: Google áskilur sér rétt til að loka á aðgang einstaklinga eða fyrirtækja að fyrirtækjaprófílum á Google eða öðrum Google-þjónustum ef þeir brjóta gegn þessum fyrirmælum og getur haft samband við lögreglu ef um lögbrot er að ræða.

Tengd gögn

Þarftu frekari hjálp?

Prófaðu næstu skref:

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
18255671989594592587
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
99729
false
false
false