Stofnaðu AdSense fyrir YouTube-reikning til að fá greitt á YouTube

Í ljósi yfirstandandi stríðsástands í Úkraínu höfum við tímabundið lokað á birtingu Google- og YouTube-auglýsinga fyrir notendur sem staðsettir eru í Rússlandi. Nánar.

Ef þú aflar tekna á YouTube skaltu tengja samþykktan AdSense fyrir YouTube-reikning til að afla tekna og fá greitt.

Mikilvægt: Þú mátt einungis hafa einn AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning á sama heiti viðtakanda greiðslu samkvæmt skilmálum AdSense eða þjónustuskilmálum AdSense fyrir YouTube, eftir því sem við á. Tvíteknir reikningar verða ekki samþykktir og slökkt verður á tekjuöflun fyrir tengdu YouTube-rásina. Þegar þú býrð til nýjan AdSense fyrir YouTube-reikning skaltu eingöngu gera það í gegnum YouTube Studio. Það mun ekki virka að gera það á öðru vefsvæði (til dæmis á heimasíðu AdSense).

Stofnaðu og tengdu AdSense fyrir YouTube-reikning

Þú færð borgað á YouTube í gegnum AdSense for YouTube-reikning sem tengdur er við rásina þína. Athugaðu að ef þú ert nú þegar í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila geturðu breytt tengda AdSense fyrir YouTube-reikningnum þínum ef þú þarft. Þú getur líka aflað tekna af fleiri en einni YouTube-rás með því að nota sama AdSense fyrir YouTube-reikning.

Hafðu í huga að þú getur bara skipt um tengdan AdSense fyrir YouTube-reikning einu sinni á hverju 32 daga tímabili.

 AdSense fyrir YouTube-höfunda

Fáðu áskrift að YouTube-höfundarásinni til að fá nýjustu fréttir, uppfærslur og ábendingar.

 

Þú getur stofnað nýjan AdSense fyrir YouTube-reikning og tengt hann við rásina þína:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu flipann Tekjur í vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á BYRJA á spjaldinu Stofna AdSense fyrir YouTube-reikning.
  4. Þegar þú færð beiðni þar um skaltu færa inn aðgangsorð YouTube-reiknings og auðkenna aftur þegar þess er krafist.
  5. Veldu hvaða Google-reikning þú vilt nota fyrir AdSense fyrir YouTube.
    • Athugaðu: Ef þú notar AdSense nú þegar af öðrum ástæðum utan YouTube skaltu skrá þig inn með Google-reikningnum sem þú notar með AdSense-reikningnum þínum.
  6. Þú ert nú í AdSense fyrir YouTube. Staðfestu að netfangið efst á síðunni sé rétt. Ef það er rangt skaltu smella á Nota annan reikning til að skipta um reikning.
  7. Haltu áfram að setja upp reikninginn þinn. Skráðu samskiptaupplýsingar þínar og sendu inn umsókn þína um AdSense fyrir YouTube-reikning.

Þegar þú hefur lokið við skrefin hér fyrir ofan verður farið með þig aftur á YouTube Studio þar sem skilaboð birtast til að staðfesta móttöku á umsókn þinni um AdSense fyrir YouT u be-reikning. AdSense mun tilkynna þér í tölvupósti þegar búið er að samþykkja reikninginn þinn. Það getur tekið nokkra daga. Eftir samþykki muntu sjá staðfestingu í YouTube Studio á spjaldinu Stofna Google AdSense fyrir YouTube-reikning um að AdSense fyrir YouTube-reikningurinn þinn sé samþykktur og virkur.

Rásanet: Ef þú ert hlutdeildarrás í samstarfi við rásanet þarftu að tengja þinn eigin AdSense fyrir YouTube-reikning við rásina þína. Notkun á AdSense fyrir YouTube-reikningi þriðja aðila, jafnvel með leyfi hans, er brot á þjónustuskilmálum AdSense eða AdSense fyrir YouTube, eftir því sem við á.

Ég veit ekki hvort ég er nú þegar með AdSense fyrir YouTube-reikning

Leitaðu í pósthólfunum þínum að tölvupóstum frá „adsense-noreply@gmail.com“.
Þú mátt einungis vera með einn AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning á sama heiti viðtakanda greiðslu samkvæmt skilmálum AdSense eða þjónustuskilmálum AdSense fyrir YouTube, eftir því sem við á. Ef í ljós kemur að þú ert með tvítekinn reikning verður AdSense fyrir YouTube-reikningurinn þinn ekki samþykktur og þú færð beiðni um að loka öðrum tengdum reikningum.
Ég er nú þegar með samþykktan AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning
  1. Skráðu þig inn á YouTube-reikninginn þinn og farðu á https://studio.youtube.com/channel/UC/monetization
  2. Smelltu á Byrja á spjaldinu „Stofna AdSense fyrir YouTube-reikning“.
  3. Þú þarft að skrifa aðgangsorðið fyrir YouTube-reikninginn þinn og auðkenna þig aftur. Kynntu þér hvernig þú auðkennir YouTube-reikninginn þinn aftur.
  4. Veldu þann Google-reikning sem þú vilt nota til að skrá þig inn á AdSense fyrir YouTube. Ef þú ert nú þegar með AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning þarftu að skrá þig inn með Google-reikningnum sem þú notar til að opna núverandi reikning. Þessi reikningur getur verið annar en þau innskráningarskilríki sem þú notar til að skrá þig inn á YouTube.
  5. Farið verður með þig á innskráningarsíðu AdSense fyrir YouTube. Staðfestu að rétt netfang birtist efst á síðunni. Ef reikningurinn sýnir rangt netfang skaltu smella á „Nota annan reikning“ til að skipta um reikning.
  6. Smelltu á Samþykkja tengingu.
  7. Farið verður með þig á síðuna Tekjur í YouTube Studio.
  8. Þegar þú hefur tengt AdSense fyrir YouTube-reikninginn merkjum við þetta skref með grænu „Lokið“-tákni á spjaldinu „Stofna AdSense fyrir YouTube-reikning“.

Uppsetning á AdSense fyrir YouTube með reikningi efnisstjóra

Ef þú hefur fengið réttindi til að stjórna reikningi efnisstjóra geturðu tengt AdSense fyrir YouTube-reikning við hann.
  1. Skráðu þig inn á reikning efnisstjóra.
  2. Farðu í Stillingar.
  3. Hægt er að sjá AdSense fyrir YouTube í yfirlitshlutanum (þú gætir þurft að fletta til að sjá það).
  4. Smelltu á Breyta.
  5. Smelltu á Halda áfram á AdSense fyrir YouTube.
  6. Þú þarft að skrifa aðgangsorðið fyrir YouTube-reikninginn þinn og auðkenna þig aftur. Kynntu þér hvernig þú auðkennir YouTube-reikninginn þinn aftur.
  7. Veldu þann Google-reikning sem þú vilt nota til að skrá þig inn á AdSense fyrir YouTube. Ef þú ert nú þegar með AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning þarftu að skrá þig inn með Google-reikningnum sem þú notar til að opna núverandi reikning.
  8. Skrifaðu aðgangsorðið fyrir AdSense fyrir YouTube-reikninginn þinn þegar beðið er um það. Þessar upplýsingar geta verið aðrar en þau skilríki sem þú notar til að skrá þig inn á YouTube.
  9. Staðfestu YouTube-rásina sem þú vilt tengja AdSense fyrir YouTube-reikninginn við og veldu aðaltungumálið fyrir rásina. Þótt þú veljir eina YouTube-rás til að ljúka við AdSense fyrir YouTube-tenginguna mun YouTube birta auglýsingar á öllum rásum sem eru tengdar við efnisstjóra þinn.
  10. Smelltu á Samþykkja tengingu og bættu við greiðsluupplýsingunum þínum ef þú færð beiðni um það.
Þegar þessu ferli er lokið verður farið með þig aftur á YouTube. Nánar um biðtíma fyrir yfirferð AdSense-umsóknar.

Algeng vandamál

Notaðu eftirfarandi upplýsingar til að leysa úr algengum vandamálum þegar þú reynir að tengja AdSense fyrir YouTube-reikning við rásina þína.

Ég stofnaði nýjan AdSense fyrir YouTube-reikning en hann var ekki samþykktur þar sem ég er þegar með AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning

Þú mátt einungis hafa einn AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning á sama heiti viðtakanda greiðslu samkvæmt skilmálum AdSense eða þjónustuskilmálum AdSense fyrir YouTube, eftir því sem við á. Ef þú reynist vera með tvítekna reikninga verður nýi AdSense-reikningurinn ekki samþykktur.

Leitaðu í pósthólfunum þínum að tölvupósti með efninu „Þú ert nú þegar með AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning“. Þessi skilaboð innihalda upplýsingar um fyrirliggjandi AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikninginn þinn. Með þessar upplýsingar fyrir hendi hefur þú tvö úrræði:

Notaðu fyrirliggjandi (eldri) reikninginn

  1. Skráðu þig inn á YouTube Studio og smelltu á Breyta tengingu.
  2. Veldu Google-reikninginn sem notar fyrirliggjandi (eldri) AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikninginn í reikningsvalmyndinni.
  3. Smelltu á Samþykkja tengingu.

Farið verður með þig í YouTube Studio þar sem þú getur séð reikninginn sem er tengdur við rásina þína.

Notaðu nýja reikninginn sem þú bjóst til

Fyrst þarftu að loka fyrirliggjandi (eldri) reikningnum

  1. Skráðu þig inn á fyrirliggjandi AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning, eftir því sem við á.
  2. Farðu eftir skrefunum hérna til að loka reikningnum.

Þegar búið er að loka reikningnum skaltu skrá þig inn á nýja AdSense fyrir YouTube-reikninginn til að staðfesta að þú hafir lokað þeim eldri.

Athugaðu: Það getur tekið nokkra daga þar til nýi AdSense fyrir YouTube-reikningurinn er samþykktur og tengdur við YouTube-rásina þína.

Vandamál varðandi staðfestingu heimilisfangs (PIN-númer)

Nauðsynlegt er að ljúka við staðfestingu heimilisfangs (með PIN-númeri) á AdSense fyrir YouTube-reikningnum þínum til að afla áfram tekna af rás og fá greiðslur.

Ef þú tengdir nýjan AdSense fyrir YouTube-reikning við rásina þína verður bréf með PIN-númeri sent á heimilisfang þitt þegar inneign þín nær 10 USD. Þetta bréf mun innihalda PIN-númer sem þú þarft að skrá á reikninginn þinn til að staðfesta heimilisfang þitt.

Ef þú ert nú þegar með tengingu við AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning gætirðu þurft að bíða í að minnsta kosti 3 vikur þar til bréfið með PIN-númerinu berst þér. Ef þú hefur ekki fengið bréfið eftir 3 vikur geturðu beðið um nýtt PIN-númer.

Gakktu úr skugga um að heimilisfangið sem er á skrá á AdSense fyrir YouTube-reikningnum þínum sé það sama og skráð er hjá póstþjónustunni. Að hafa rétt heimilisfang hjálpar póstinum við afhendingu. Ef það er misræmi í heimilisfanginu verðurðu að breyta greiðsluheimilisfanginu á reikningnum þínum til að þau séu eins.

Ef þú þarft aðstoð við staðfestingu á heimilisfangi (með PIN-númeri) skaltu skoða þessar upplýsingar:

Hvað gerist ef ég staðfesti ekki heimilisfangið mitt?

Ef þú staðfestir ekki heimilisfang þitt innan fjögurra mánaða verður slökkt á tekjuöflun fyrir rásina þína. Það felur í sér að gert verður hlé á aðgangi að eiginleikum á borð við:

  • Rásaraðildir
  • Super Chat og fleira

Aftur verður opnað á tekjuöflun fyrir rásina þína þegar þú staðfestir heimilisfang.

Önnur vandamál

„Úbbs! Eitthvað fór úrskeiðis“ birtist á YouTube Studio

Þessi villuboð geta birst þegar þú reynir að gera breytingar með netföngum sem YouTube Studio þekkir ekki. Prófaðu eftirfarandi til að leysa þessi vandamál:

  • Þegar þú tengir AdSense fyrir YouTube-reikning mun YouTube Studio biðja þig um að Staðfesta hver þú ert. Passaðu að gera það með því að nota netfangið sem þú notar til að skrá þig inn á YouTube.
  • Næst muntu fá beiðni um að velja Google-reikning til að halda áfram á AdSense fyrir YouTube. Þá geturðu valið annað netfang en það sem þú notar til að skrá þig inn á YouTube Studio.
  • Ef rásin þín er tengd við vörumerkisreikning ættirðu að skrá þig inn með netfanginu sem var notað til að búa til rásina þína. Ef þú getur ekki skráð þig inn með því netfangi skaltu endurheimta reikninginn þinn með því að fara eftir ráðum okkar til að endurheimta reikning..

AdSense fyrir YouTube biður mig um vefslóð vefsvæðis til að stofna reikning.

Þegar þú tengir nýjan AdSense fyrir YouTube-reikning við YouTube-rásina þína skaltu ekki búa til reikning á google.com/adsense eða adsense.com í þessum tilgangi. Ef þú gerir það verður reikningnum hafnað og slökkt verður á tekjuöflun fyrir YouTube-rásina þína. Þess í stað skaltu stofna AdSense fyrir YouTube-reikning beint í YouTube Studio.

Aðrar villur

Ef þú færð aðrar tæknilegar villur sem ekki er lýst á þessari síðu skaltu prófa eftirfarandi:

  • Lokaðu öllum vafraflipum.
  • Hreinsaðu skyndiminni og fótspor vafrans.
  • Notaðu lokaðan glugga eða huliðsglugga (til að vera viss um að engir aðrir Google-reikningar séu innskráðir).

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14683393300296333347
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false