YouTube notkunarleiðbeiningar

Notkun á Content ID

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.

Content ID er sjálfvirkt og stækkanlegt kerfi YouTube sem gerir eigendum höfundarréttar kleift að auðgreina YouTube vídeó sem innihalda efni frá þeim.

YouTube leyfir bara eigendum höfundarréttar sem uppfylla ákveðin skilyrði að nota Content ID. Til að fá samþykki þarft þú að eiga einkarétt á umtalsverðu magni upprunalegs efnis sem oft er hlaðið upp af notendasamfélaginu á YouTube.

YouTube er einnig með skýrar leiðbeiningar um hvernig á að nota Content ID. Við vöktum stöðugt notkun og ágreining vegna Content ID til að tryggja að leiðbeiningunum sé fylgt.

Sem eigandi höfundarréttar veitirðu YouTube tilvísunarafrit af efni frá þér. YouTube notar tilvísunina til að skanna upphlaðin vídeó eftir efni með samsvörun. Þegar samsvörun finnst notar YouTube reglurnar þínar: til að afla tekna af, vakta eða loka vídeóið sem í hlut á.

Helstu skref þegar þú notar Content ID eru:

  1. Settu upp eiganda efnis hjá þér.

    Þegar þú hefur fengið samþykki fyrir Content ID býr fulltrúi samstarfsaðila hjá YouTube til eiganda efnis sem er fulltrúi þinn í efnisstjórnunarkerfi YouTube og veitir þér aðgang að verkfærum efnisstjóra í Creator Studio. Þú þarft að stilla reikning eiganda efnis. Eftir því hverjar þarfir þínar eru geturðu tengt AdSense fyrir YouTube-reikning við efniseigandann eða veitt öðrum notendum aðgang að verkfærum efnisstjórans.

  2. Afhenda efni á YouTube.

    Þú bætir við höfundarréttarvörðu efni í efnisstjórnunarkerfi YouTube með því að senda tilvísunarskrár (hljóð, myndefni, hljóð- og myndefni) og lýsigögn sem lýsa efninu og á hvaða landsvæðum þú ert með eignarhald.

    Fyrir hvern hlut sem þú sendir býr YouTube til eign í efnisstjórnunarkerfinu. Eftir því um hvaða tegund efnis er að ræða og völdum sendingarmáta býr YouTube líka til YouTube vídeó sem hægt er að horfa á, tilvísun fyrir samsvörun við Content ID, eða bæði.

  3. Content ID skannar upphleðslur notanda og finnur samsvaranir.

    Content ID ber stöðugt nýjar upphleðslur saman við tilvísanirnar fyrir eignirnar þínar. Sjálfkrafa er gert tilkall til vídeóa með samsvörun fyrir hönd eiganda og tilgreind samsvörunarregla þín er notuð á vídeó sem gert hefur verið tilkall til áður en þau eru birt á YouTube.

    Content ID gerir einnig „skönnun á eldra efni“ til að auðgreina samsvarandi vídeó sem hlaðið var upp áður en eignin var búin til. Nýlegar upphleðslur og vinsæl vídeó eru skönnuð fyrst.
  4. Stjórnaðu og vaktaðu efnið þitt.

    Efnisstjóri er með verkefnalista fyrir aðgerðir eins og hvernig rétt er að skoða tilköll ogleysa úr eignarhaldsárekstrum. Þú hefur líka aðgang að greiningu, tekjuskýrslum miklu magni efnisstjórnunarverkfæra.

 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7118064717399098908
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false