Reglur um áreitni og neteinelti

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.

Við leyfum ekki efni sem beinist að öðrum með langdregnum svívirðingum eða niðrandi orðum um eðlislæga eiginleika þeirra eða byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps, eins og aldur, fötlun, uppruna, kyn, kynhneigð eða kynþátt. Við leyfum ekki heldur aðra skaðlega hegðun á við hótanir eða skjaldrögun. Hafðu í huga að við tökum harðar á efni sem beinist að ólögráða börnum.

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú finnur mörg vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina. Til að fá ráð til að tryggja öryggi þitt, halda reikningnum öruggum og tryggja persónuvernd þína skaltu skoða Öryggismiðstöð höfunda og Tryggðu öryggi þitt á YouTube.

Ef þú færð beinar hótanir og þér finnst þú ekki örugg(ur) skaltu tilkynna það beint til lögregluyfirvalda á staðnum.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Efni sem inniheldur langdregnar svívirðingar eða niðrandi orð byggð á eðlislægum eiginleikum fólks. Meðal þessara eiginleika eru staða verndaðs hóps, líkamlegir eiginleikar, staða sem þolandi kynferðisofbeldis, þolandi dreifingar á kynferðislegu myndefni án samþykkis, heimilisofbeldis, barnaníðar og fleira.
  • Efni sem ætlað er að niðurlægja, blekkja eða móðga ólögráða barn. Þetta þýðir að láta ólögráða barn upplifa óþægilegar tilfinningar á við uppnám, skömm eða láta það finnast það vera einskis virði; ásetningur um að blekkja viðkomandi til að sýna hegðun sem getur skaðað viðkomandi eða eignir hans eða uppnefningar. Yngri en 18 ára teljast ólögráða einstaklingar.
Aðrar tegundir efnis sem brjóta gegn þessum reglum
  • Efni sem deilir, hótar að deila eða hvetur aðra til að deila persónugreinanlegum upplýsingum sem ekki eru opinberar. 
    • Persónugreinanlegar upplýsingar eru, en takmarkast ekki við, heimilisfang, netfang, innskráningarupplýsingar, til dæmis notandanafn eða aðgangsorð, símanúmer, vegabréfsnúmer, sjúkraskrár eða bankareikningsupplýsingar.
    • Þetta á ekki við um birtingu upplýsinga sem eru opinberar, eins og símanúmer á skrifstofu opinbers starfsmanns eða símanúmer fyrirtækis. 
    • Reglurnar ná yfir það þegar þú deilir eigin persónugreinanlegum upplýsingum, deilir persónugreinanlegum upplýsingum annars einstaklings og tilvik þar sem þú deilir persónugreinanlegum upplýsingum óvart.
    • Efnið verður að gefa skýrt til kynna þegar fölskum persónugreinanlegum upplýsingum er deilt. Til dæmis þegar falskar innskráningarupplýsingar eru notaðar sem hluti af þjálfun.
  • Efni sem hvetur til ósæmilegrar hegðunar eins og hópáreitni. Hópáreitni er þegar einstaklingur hvetur til skipulagðrar árásar á auðkennanlegan einstakling á eða utan YouTube.
  • Efni sem kynnir skaðlegar samsæriskenningar eða beinist að einhverjum með því að fullyrða að viðkomandi sé þátttakandi í skaðlegri samsæriskenningu. Skaðleg samsæriskenning er samsæriskenning sem hefur verið tengd við beinar hótanir eða ofbeldisverk.
  • Efni þar sem einstaklingi sem hægt er að bera kennsl á eða eignum hans er hótað. Þar á meðal eru óbeinar hótanir sem tilgreina ekki tíma eða stað en geta sýnt vopn, til dæmis.
  • Efni sem sýnir sviðsettan fund sem er notaður til að ásaka auðkennanlegan einstakling um grófa misnotkun á ólögráða barni, án þess að löggæsluyfirvöld séu á staðnum.
  • Efni sem veltir sér upp úr eða hæðir dauða eða alvarleg líkamsmeiðsli einstaklings sem hægt er að bera kennsl á.
  • Efni sem hermir á sannfærandi hátt eftir látnum, ólögráða börnum eða fórnarlömbum meiriháttar ofbeldisbrota sem eru vel skrásett þar sem dauða þeirra eða ofbeldinu er lýst.
  • Efni sem sýnir höfunda herma eftir alvarlegum ofbeldisverkum gegn öðrum. Til dæmis aftökur, pyndingar, limlestingar, barsmíðar og fleira.
  • Efni sem inniheldur ofsóknir gegn einstaklingi sem hægt er að bera kennsl á.
  • Efni sem afneitar eða gerir lítið úr hlutverki einhvers sem fórnarlambs vel skjalfestra hamfara af mannavöldum.
  • Efni sem inniheldur ósamþykkta kyngervingu einstaklings sem hægt er að bera kennsl á. Þar á meðal:
    • Efni þar sem fólki er lýst á klúran, niðrandi og kynferðislegan hátt
    • Efni sem deilir, biður um eða sýnir hvernig á að dreifa einkalífsmyndum án samþykkis viðkomandi
    • Efni þar sem lýst er draumum um, hótunum um eða stuðningi við kynferðisárás.

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða eiginleika. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á, það að beina áhorfendum vídeósins munnlega á önnur vefsvæði, sem og aðra tengla.

Undantekningar

Ef efnið er aðallega ætlað í fræðslu-, heimildar- eða vísindaskyni eða í listrænum tilgangi getum við leyft efni sem inniheldur áreitni. Undantekningarnar eru ekki leyfi til að áreita aðra manneskju. Sem dæmi má nefna:

  • Rökræður þekktra opinberra persóna eða leiðtoga: Efni sem sýnir rökræður eða samræður um málefni sem eru efst á baugi þar sem í hlut eiga einstaklingar í valdastöðum, til dæmis háttsettir opinberir embættismenn eða forstjórar stórra fjölþjóðlegra fyrirtækja.
  • Flutningur eftir handriti: Móðganir sem eru gerðar í listrænu samhengi, til dæmis satíra eftir handriti, uppistandsgrín eða tónlist (til dæmis disslag). Athugaðu: Þessi undantekning er ekki leyfi til að áreita aðra manneskju og fullyrða „Ég var að grínast“.
  • Fræðsla eða upplýsingagjöf um áreitni: Efni sem sýnir raunverulega eða leikna áreitni í heimildarmyndaskyni eða með þátttakendum sem taka þátt af fúsum og frjálsum vilja (til dæmis leikarar) til að fást við neteinelti eða vekja fólk til vitundar.

Athugaðu: Við tökum harðar á efni sem er með skaðlegar móðganir í garð einstaklings sem tilheyrir hópi sem hefur stöðu verndaðs hóps, óháð því hvort einstaklingurinn er vel þekktur eða ekki.

Tekjuöflun og aðrar refsingar

Í sumum sjaldgæfum tilvikum gætum við fjarlægt efni eða gefið aðrar refsingar þegar höfundur:

  • Hvetur ítrekað til hegðunar áhorfenda sem telst misnotkun.
  • Beinir, í mörgum upphleðslum, sjónum ítrekað að einstaklingi sem hægt er að bera kennsl á með móðgunum og misnotkun byggt á eðlislægum eiginleikum einstaklingsins.
  • Setur einstakling í hættu á að þola líkamleg meiðsl byggt á félagslegu eða pólitísku samhengi á þeim stað.
  • Býr til efni sem skaðar YouTube-samfélagið með því að valda ítrekað úlfúð milli höfunda í því skyni að hafa fjárhagslegan ávinning af slíku.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube:

  • Að sýna ítrekað myndir af einhverjum og koma síðan með staðhæfingar eins og „Sjáðu tennurnar á dýrinu, þær eru svo ógeðslegar!“ með svipaðri frásögn þar sem eðlislægir eiginleikar eru skotspónninn í vídeóinu öllu.
  • Að beina sjónum að einstaklingi byggt á aðild viðkomandi að vernduðum hópi, til dæmis með því að segja: „Sjáið þennan [níðyrði gegn vernduðum hópi]!”
  • Að beina sjónum að einstaklingi og fullyrða að viðkomandi sé tengdur mansali í samhengi við skaðlega samsæriskenningu þar sem samsærið tengist beinum hótunum eða ofbeldisverknaði.
  • Að nota grófar móðganir til að ómanngera einstakling byggt á eðlislægum eiginleikum viðkomandi. Til dæmis: „Sjáið þessa konu, hún er tík! Hún er ekki einu sinni manneskja – hún hlýtur að vera stökkbrigði eða dýr!“
  • Að beina sjónum að einstaklingi og tjá ósk um dauða viðkomandi eða alvarleg meiðsl: „Ég hata hana svo mikið. Ég vildi óska þess að hún yrði fyrir vörubíl og myndi deyja.”
  • Að sýna einstakling sem hægt er að bera kennsl á vera myrtan eða alvarlega slasaðan. Til dæmis: Vídeó sýnir bút úr kvikmynd þar sem persóna er skotin og drepin. Vídeóinu er breytt og mynd af raunverulegum einstaklingi er sett yfir andlit leikarans.
  • Að hóta líkamlegu öryggi einhvers. Þar á meðal eru beinar hótanir eins og „Ég ætla að drepa þig þegar ég sé þig á laugardaginn.” Þetta felur líka í sér að gefa í skyn ofbeldi með því að segja hluti eins og „Þú skalt passa þig, ég næ í þig” á meðan viðkomandi heldur á vopni.
  • Að birta persónugreinanlegar upplýsingar einstaklings sem ekki eru opinberar, eins og símanúmer, heimilisfang eða netfang, í því skyni að beina misnotkun á athygli eða umferð að viðkomandi. Til dæmis með því að segja „Ég fékk símanúmer viðkomandi. Hringið og skiljið eftir skilaboð þar til viðkomandi tekur upp símann!”
  • Að „gera árás“ eða beina skaðlegri misnotkun að einstaklingum sem hægt er að bera kennsl á gegnum raddspjall í leik eða skilaboð í streymi.
  • Beina notendum á að skilja eftir móðgandi ummæli í ummælasvæði annars höfundar.
  • Tenglar á vefsvæði utan verkvangs sem hýsa eða birta einkalífsmyndir án samþykkis viðkomandi.
  • Að biðja aðra notendur um að hafa samband og deila einkalífsmyndum án samþykkis viðkomandi.
  • „Löðrungun“ eða aðrir símahrekkir til neyðar- eða hamfaramiðstöðva eða hvatning til áhorfenda um að stunda þetta eða annað athæfi sem telst áreitni.
  • Ofsóknir eða tilraunir til að kúga notendur.
  • Efni í tölvuleikjum sem hefur verið þróað eða breytt til að hvetja til ofbeldis gegn einstaklingi.

Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
2151150463829771098
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false