Reglur um hatursorðræðu


 
Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.
Note: On June 5, 2019, we announced some changes to our hate speech policies. You can learn more about those changes here. The below policy has been updated with those changes.

Hatursorðræða er ekki leyfð á YouTube. Við leyfum ekki efni sem hvetur til ofbeldis eða haturs gegn einstaklingum eða hópum sem hafa stöðu verndaðs hóps samkvæmt reglum YouTube á grundvelli eftirfarandi eiginleika:

  • Aldur
  • Stétt
  • Fötlun
  • Uppruni
  • Kynvitund og -tjáning
  • Þjóðerni
  • Kynþáttur
  • Staða sem innflytjandi
  • Trú
  • Kyn
  • Kynhneigð
  • Þolendur meiriháttar ofbeldisverknaðar og ættingjar þeirra
  • Staða innan herþjónustu

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef tilgangur efnisins er að gera eitt eða fleira af eftirfarandi:

  • Hvetja til ofbeldis gegn einstaklingum eða hópum byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps. Við leyfum ekki hótanir á YouTube og við meðhöndlum óbeina hvatningu um ofbeldi sem raunverulega ógn. Þú getur lesið nánar um reglur okkar um hótanir og áreitni.
  • Hvetja til haturs gegn einstaklingum eða hópum byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps.

Aðrar tegundir efnis sem brjóta gegn þessum reglum

  • Afmennskun á einstaklingum eða hópum með því að kalla viðkomandi ómennska eða bera þá saman við dýr, skordýr, plágur, sjúkdóma eða annað sem ekki er mennskt byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps.
  • Lof eða upphafning á ofbeldi gegn einstaklingum eða hópum byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps.
  • Níð sem tengist kynþætti, trúarbrögðum eða annað níð eða staðalmyndir sem hvetja til eða upphefja hatur gegn fólki byggt á stöðu þess sem verndaðs hóps. Þetta getur verið orðræða, texti eða myndir sem upphefja þessar staðalmyndir eða láta eins og um staðreyndir sé að ræða.
  • Fullyrðingar um að einstaklingar eða hópar séu líkamlega eða andlega óæðri, skertir eða sýktir byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps. Þar á meðal eru fullyrðingar um að einn hópur sé síðri en annar, þar sem hópurinn er sagður heimskari, síðri eða skemmdur. Þetta nær til hvatningar til undirokunar eða stjórnunar á einstaklingum eða hópum byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps.
  • Efni sem upphefur hatursfulla drottnunarkennd með því að halda fram yfirburðum hóps gagnvart þeim sem hafa stöðu sem verndaður hópur til að réttlæta ofbeldi, mismunun, aðskilnað eða útilokun. Þetta á við um efni sem inniheldur hatursáróður um yfirburði, þar á meðal tilraunir til að fá til liðs við sig nýja meðlimi eða beiðnir um fjárframlög til styrktar hugmyndafræðinnar, og tónlistarvídeó sem upphefja hatursfulla drottnunarkennd í texta, lýsigögnum eða myndum.
  • Samsæriskenningar sem segja að einstaklingar eða hópar séu vondir, spilltir eða illgjarnir á grundvelli stöðu þeirra sem verndaðs hóps.
  • Efni sem afneitar eða þar sem gert er lítið úr vel skjalfestu, meiriháttar ofbeldisverki eða fórnarlömbum slíks atburðar.
  • Árásir á einstaklinga eða hópa byggt á tilfinningalegri, rómantískri og/eða kynferðislegri aðlöðun einstaklings gagnvart öðrum einstaklingum.

Fræðsluefni, heimildaefni, vísindaefni eða listrænt efni

Við gætum leyft efni sem inniheldur hatursorðræðu ef efnið er sett í fræðilegt, heimildalegt, vísindalegt eða listrænt samhengi. Það gæti átt við um efni þar sem hatursorðræða er fordæmd, hún hrakin, efni sem inniheldur andstæðar skoðanir látið fylgja með eða orðræðan birt sem háðsádeila. Þetta er ekki opið leyfi til að dreifa hatursorðræðu. Dæmi eru meðal annars:

  • Heimildamynd um haturshóp: Fræðsluefni sem styður hvorki hópinn né upphefur hugmyndir væri leyft. Heimildamynd sem upphefur ofbeldi eða hatur væri ekki leyft.
  • Heimildamynd um vísindalega rannsókn á mannskepnunni: Heimildamynd um hvernig kenningar hafa breyst með tímanum, jafnvel þó að hún innihaldi kenningar um að ákveðnir hópar séu æðri eða óæðri, væri leyfð vegna þess að hún er fræðandi. Við leyfum ekki heimildamynd sem fullyrðir að til séu vísindalegar sannanir fyrir því í dag að einstaklingur eða hópur sé óæðri eða ómennskur.
  • Sögulegt myndefni af atburði, eins og Seinni heimsstyrjöldinni, sem ekki upphefur ofbeldi eða hatur. 

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Þetta getur falið í sér vefslóðir sem hægt er að smella á, sem beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og aðra tengla. 

Hvað varðar fræði-, heimilda- og vísindalegt eða listrænt efni sem inniheldur hatursorðræðu þá verður samhengið að koma fram í myndefni eða hljóði vídeósins sjálfs. Það er ekki nóg að gefa það upp í titlinum eða lýsingunni.

Tekjuöflun og aðrar refsingar 

Í sumum sjaldgæfum tilvikum gætum við fjarlægt efni eða gefið aðrar refsingar þegar höfundur:

  • Hvetur ítrekað til hegðunar áhorfenda sem telst misnotkun.
  • Beinir, í mörgum upphleðslum, ítrekað móðgunum og misnotkun gegn hópi byggt á stöðu þeirra sem verndaðs hóps.
  • Setur hóp með stöðu verndaðs hóps í hættu á líkamsmeiðingum byggt á staðbundnu félagslegu eða pólitísku samhengi.
  • Býr til efni sem skaðar vistkerfi YouTube með því að hvetja ítrekað til andúðar gegn hópi með stöðu verndaðs hóps í því skyni að hafa fjárhagslegan ávinning af því.

Dæmi

Hér eru dæmi um hatursorðræðu sem ekki er leyfð á YouTube.

  • „Mér finnst gott að [ofbeldisfullur atburður] gerðist. Þau fengu það sem þau áttu skilið [með vísan í einstaklinga úr hópi með stöðu verndaðs hóps].“
  • „[Fólk úr hópi með stöðu verndaðs hóps] eru hundar“ eða „[fólk úr hópi með stöðu verndaðs hóps] eru eins og dýr.“

Fleiri dæmi

  • „Farðu út og lemdu [einstakling úr hópi með stöðu verndaðs hóps].“
  • „Allir [einstaklingar úr hópi með stöðu verndaðs hóps] eru glæpamenn og óþokkar.“
  • „[Einstaklingar úr hópi með stöðu verndaðs hóps] eru úrhrök.“
  • „[Fólk úr hópi með stöðu verndaðs hóps] er sjúkdómur.“
  • „[Fólk úr hópi með stöðu verndaðs hóps] er heimskara en við vegna þess að það er með minni heila.“
  • „[Hópur með stöðu verndaðs hóps] ógnar tilvist okkar og við ættum að reka þau út hvenær sem færi gefst.“
  • „[Hópur með stöðu verndaðs hóps] ætlar sér að ná stjórn á heiminum og losa sig við okkur.“
  • „[Staða verndaðs hóps] er bara geðveiki sem þarf að lækna.“
  • „[Einstaklingur úr hópi með stöðu verndaðs hóps] ætti ekki að fá menntun í skólum vegna þess að hann ætti alls ekki að fá neina menntun.“
  • „Öll þessi svokölluðu fórnarlömb þessa ofbeldisfulla atburðar eru leikarar. Enginn slasaðist og þetta er bara sýndarmennska.“
  • „Fólk lést í atburðinum en fjöldinn var óverulegur.
  • Hrópa „[fólk úr hópi með stöðu verndaðs hóps] er plága!“ að einhverjum, óháð því hvort einstaklingurinn sé úr hópi með stöðu verndaðs hóps eða ekki. 
  • Video game content which has been developed or modified (“modded”) to promote violence or hatred against a group with any of the attributes noted above.

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað regluþjálfun til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. Níutíu daga tímabilið hefst eftir þjálfunina, ekki þegar viðvörunin er gefin. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Ef við teljum að efni sé nálægt því að vera hatursorðræða gætum við takmarkað YouTube-eiginleika sem tiltækir eru fyrir það efni. Þú getur fengið meiri upplýsingar um takmarkaða eiginleika hér.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7569140040007409130
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false