Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Reglur um skaðlegt eða hættulegt efni

Þann 18. mars 2024 uppfærum við reglur okkar um skaðlegt og hættulegt efni þar sem við gerum strangari kröfur til lagalegra fyrirvara gagnvart áhorfendum og uppfærum leiðbeiningar til að auðvelda mat á athæfi sem gæti verið hættulegt.
YouTube leyfir ekki efni sem hvetur til hættulegra eða ólöglegra athafna sem hætta er á að geti valdið alvarlegum líkamlegum skaða eða dauða.
 
Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það

 

Farðu beint í ákveðna hluta greinarinnar:

Mikilvægt: Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar vörur eða eiginleika YouTube. Þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Þetta á meðal annars við um vefslóðir sem hægt er að smella á, efni þar sem áhorfendum er munnlega beint á önnur vefsvæði í vídeóinu og fleira.

Reglur um skaðlegt eða hættulegt efni

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Athugaðu: Listinn hér að neðan er ekki tæmandi. Ekki birta efni ef þú heldur að það gæti brotið gegn þessum reglum.
Eftirfarandi efni er ekki leyft á YouTube:

Skaðlegar eða hættulegar athafnir, áskoranir og hrekkir

  • Mjög hættulegar áskoranir: Áskoranir sem geta valdið bráðri hættu á líkamsmeiðslum.
  • Hættulegir eða ógnandi hrekkir: Hrekkir sem fá fórnarlömb til að halda að þau séu í bráðri hættu á alvarlegum líkamsmeiðslum eða sem valda tilfinningalegu uppnámi hjá ólögráða einstaklingum.
  • Skaðlegar eða hættulegar athafnir: Athafnir framkvæmdar af fullorðnum sem fylgir mikil hætta á alvarlegum líkamsmeiðslum eða dauða.
  • Ólögráða einstaklingar sem taka þátt í hættulegum athöfnum: Efni sem stofnar tilfinningalegri og líkamlegri velferð ólögráða einstaklinga í hættu. Skoðaðu reglur okkar um öryggi barna til að fá frekari upplýsingar.

Efni tengt vopnum

  • Leiðbeiningar um að drepa eða meiða: Leiðbeiningar sem sýna eða segja áhorfendum hvernig þeir geti framkvæmt aðgerðir sem ætlað er að drepa eða alvarlega skaða aðra.
  • Sprengiefni: Að gefa leiðbeiningar um hvernig sprengjur eða sprengiefni er búið til í þeim tilgangi að skaða eða drepa fólk.
  • Skotvopn: Skoðaðu reglur okkar um skotvopn til að fá frekari upplýsingar.

Efni tengt stafrænu öryggi

  • Leiðbeiningar um þjófnað: Vídeó með leiðbeiningum um þjófnað sem sérstaklega er ætlað til að stela einhverju eða komast hjá því að borga fyrir eitthvað.
  • Hökkun: Að sýna hvernig á að nota tölvur eða upplýsingatækni í þeim tilgangi að stela skilríkjum, ná persónuupplýsingum eða valda öðrum alvarlegum skaða.
  • Sneiða hjá greiðslu á stafrænu efni eða þjónustum: Efni sem sýnir áhorfendum hvernig þeir geta fengið óleyfilegan aðgang að efni, hugbúnaði eða þjónustu sem krefjast yfirleitt greiðslu.
  • Vefveiðar: Efni sem reynir að ná í eða gefur leiðbeiningar um hvernig hægt sé að ná í persónugreinanlegar upplýsingar áhorfenda sem ekki eru opinberar með því að blekkja þá.
    • Vefveiðar á rafmynt: Beiðnir um rafmynt eða upplýsingar sem tengjast rafmynt sem hluti af ráðabruggi á sviði vefveiða.

Ólöglegar eða eftirlitsskyldar vörur eða þjónusta

Dæmi um skaðlegt eða hættulegt efni

Hér eru nokkur dæmi um skaðlegt eða hættulegt efni sem ekki er leyft á YouTube. 

Athugaðu: Listinn hér að neðan er ekki tæmandi.

Mjög hættulegar áskoranir

  • Köfnun: Allt athæfi sem kemur í veg fyrir öndun eða getur leitt til köfnunar. Til dæmis:
    • Leikir með köfnun, drukknun eða hengingu
    • Að borða hluti sem ekki eru matur
  • Misnotkun á vopnum: Að nota vopn, eins og byssur eða hnífa, án viðeigandi varúðarráðstafana eða á þann hátt að slíkt gæti valdið líkamsskaða. Þetta á meðal annars við um „No Lackin“-áskorunina.
  • Að innbyrða skaðleg efni: Að borða, neyta eða setja inn hluti sem ekki eru matur eða kemísk efni sem gætu valdið veikindum eða eitrun. Þetta á meðal annars við um áskoranir um að borða þvottaefni.
  • Að brenna, frysta og veita rafstuð: Athæfi þar sem mikil hætta er á alvarlegum brunasárum, frystingu, kalsárum eða raflosti. Þetta á meðal annars við um áskoranir með eld og heitt vatn.
  • Limlesting og áverkar af völdum bitlausra hluta: Til dæmis:
    • Sjálflimlesting
    • Að halda sig frá venjulegum heilbrigðisvenjum
    • Fall, stjaksetning, árekstur, áverkar af völdum bitlausra hluta eða að kremjast

Athugaðu: Við gætum sett aldurstakmark á efni sem sett er í fræðilegt eða heimildarlegt samhengi.

Hættulegir eða ógnandi hrekkir

  • Að vísvitandi valda líkamsmeiðslum: Að skaða grunlaus fórnarlömb hrekkja líkamlega. Til dæmis:
    • Að ráðast á fólk og kýla það
    • Að setja hægðalosandi lyf í mat eða drykki
    • Að hrekkja fólk með rafstuði
  • Að fá einhvern til að halda að viðkomandi sé í bráðri hættu: Að plata fólk þannig að það haldi að það sé í raunverulegri hættu, jafnvel þó að engin hætta sé á líkamsmeiðslum. Til dæmis: 
    • Ógnun með vopnum
    • Sprengjuhrekkir
    • Löðrunganir eða símahrekkir í 112
    • Falskar innrásir eða rán á heimilum
    • Fölsk mannrán
  • Að koma ólögráða einstaklingum í tilfinningalegt uppnámAllir hrekkir sem koma börnum eða öðrum sem eru í viðkvæmri stöðu í tilfinningalegt uppnám eða valda ótta um líkamlegt öryggi. Til dæmis: 
    • Sviðsettur dauði eða sjálfsvíg
    • Sviðsett ofbeldi
    • Láta eins og foreldri eða forráðamaður muni yfirgefa barn
    • Sýna foreldri eða forráðamann atyrða eða skamma barn

Athugaðu: Við gætum sett aldurstakmark á hrekkjaefni með fullorðnum sem ekki brýtur gegn reglum okkar.

Skaðlegar eða hættulegar athafnir

  • Geta orsakað alvarleg meiðsl eða dauða: Fullorðnir sem hegða sér á hátt sem getur orsakað alvarleg meiðsl eða dauða, sérstaklega ef sá sem horfir gæti hermt eftir því eða ef efnið hvetur til hættulegs athæfis eða upphefur það. Til hættulegs athæfis telst allt, en einskorðast ekki við, sem talið er upp á listanum yfir mjög hættulegar áskoranir hér fyrir ofan, svo sem athæfi þar sem hætta er á köfnun eða raflosti.
    • Við leyfum heldur ekki efni þar sem ólögráða einstaklingar sýna hættulegar athafnir. Þetta á við um efni þar sem ólögráða einstaklingar sjást:
      • Drekka áfengi
      • Nota rafrettur, tóbak eða marijúana
      • Nota flugelda á rangan hátt
      • Nota skotvopn án eftirlits
  • Mjög hættulegur akstur: Að nota ökutæki á hátt sem setur ökumanninn eða aðra í bráða hættu á alvarlegum meiðslum eða dauða. Til dæmis:
    • Myndefni tekið upp á farsíma þar sem ökumaður mótorhjóls ekur vísvitandi á móti umferð á miklum hraða. Rödd í vídeóinu sem segir: „Vá, þetta var klikkað!“
    • Að keyra bíl á miklum hraða á gangstétt.

Leiðbeiningar um að valda skaða

  • Sprengjugerð: Að sýna áhorfendum hvernig á að búa til sprengju sem ætlað er að skaða eða drepa aðra. Til dæmis:
    • Rörasprengjur
    • Pakkasprengjur
    • Sprengjuvesti
    • Bensínsprengjur
  • Ofbeldi sem tengist börnum: Öll raunveruleg slagsmál eða ofbeldi milli barna. Skoðaðu reglur okkar um öryggi barna til að fá frekari upplýsingar.

Athugaðu: Við gætum sett aldurstakmark á efni sem sett er í heimildarlegt eða fræðilegt samhengi.

Efni með aldurstakmarki

Athugaðu: Listinn hér að neðan er ekki tæmandi.
Stundum brýtur efni ekki gegn reglum okkar en er ekki við hæfi áhorfenda undir 18 ára.
Við gætum sett takmarkanir á efni í stað þess að fjarlægja það ef það uppfyllir eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða:
  • Efninu fylgir fræðandi, heimildalegt, vísindalegt eða listrænt samhengi, til dæmis upplýsingar um áhætturnar tengdar athöfninni. Þetta á til að mynda við um útskýringar á því hvers konar meiðsl geta hlotist af athöfninni eða hvers konar meiðsl þú hefur sjálf(ur) hlotið í kjölfar athafnarinnar. Þetta getur líka átt við um útskýringar á því hvers konar varúðarráðstafanir eða þjálfun er nauðsynleg til að framkvæma athöfnina á öruggan hátt og til að komast hjá meiðslum. Það er ekki nóg að segja „Ekki reyna þetta heima hjá þér“.
  • Athöfnin felur ekki í sér hættu á alvarlegum meiðslum.
  • Efnið hvetur ekki til athafnarinnar sem sýnd er. Þetta á við um bæði hvatningu og að upphefja athöfnina eða gefa leiðbeiningar um hvernig skuli framkvæma hana.

Nánar um efni með aldurstakmarki og hvernig þú horfir á vídeó með aldurstakmarki.

Dæmi um efni með aldurstakmarki

  • Hrekkjaefni með fullorðnum þar sem mikið gerviblóð eða hryllileg fölsk meiðsli eru sýnd.
  • Myndefni með lýsingu þar sem fólk sést taka þótt í hættulegri áskorun þar sem fram kemur hversu margir slösuðust.
  • Efni þar sem sjá má fullorðna nota flugelda á rangan hátt.
  • Efni þar sem fullorðnir sjást nota rafbyssur á sjálfa sig eða aðra þátttakendur sem taka þátt af fúsum og frjálsum vilja.
  • Efni þar sem fullorðinn parkour-íþróttamaður bregst við vídeóum þar sem áhugamenn framkvæma hættuleg áhættuatriði og talar um hætturnar á meiðslum.

Fræðsluefni, heimildaefni, vísindaefni eða listrænt efni

Stundum leyfum við efni að vera áfram á YouTube þó að það brjóti gegn reglum ef það er sett í fræðilegt, heimildalegt, vísindalegt eða listrænt samhengi (EDSA, e. Educational, Documentary, Scientific, or Artistic). Nánar um það hvernig YouTube metur EDSA-efni.

Athugaðu: Í sumum tilfellum gæti aldurstakmark verið sett á EDSA -efni. Sumt efni er ekki leyfilegt á YouTube þó að það sé sett í EDSA-samhengi, svo sem efni þar sem seld eru fíkniefni eða eftirlitsskyld lyf án lyfseðils.

Dæmi um EDSA-efni

  • Frétt um hættur kyrkingarleikja gæti verið leyfileg en birting á bútum úr sömu frétt án samhengis er það ef til vill ekki.
  • Vídeó þar sem atvinnuáhættuleikari sýnir hættulegt stökk á mótorhjóli þar sem áhorfendum er sýnt hvaða varúðarráðstafanir eru gerðar við undirbúning stökksins, svo sem að hjúkrunarfólk sé á staðnum og hlífðarbúnaður notaður.
  • Heimildarmynd þar sem áhrif fíkniefnanotkunar á ákveðið samfélag eru sýnd og þar sem áhorfendur sjá notkun eiturlyfja um leið og áhorfendur eru hvattir til að nota ekki fíkniefni og ekki eru gefnar upplýsingar um hvernig efnin eru búin til eða hvernig hægt er að nálgast þau.
  • Vídeó þar sem hættulegur akstur eða árekstrar ökutækja eru sýndir í stýrðu umhverfi til að upplýsa áhorfendur um öruggan akstur og öryggisbúnað ökutækja.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Kynntu þér allar reglur netsamfélagsins.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
6852815370129764519
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false