Algengar spurningar um uppgötvun og árangur

Kerfi YouTube fyrir leit og uppgötvun hjálpar áhorfendum að finna vídeóin sem þeir eru líklegastir til að horfa á og hámarka ánægju áhorfenda til langs tíma. Algengu spurningarnar hér á eftir geta hjálpað þér að fá svör við spurningum um árangur vídeóanna og rásarinnar þinnar.

YouTube-leit og uppgötvun: Algengar spurningar um „reikniritið“ og árangur

Fáðu ráð um uppgötvanir á vídeóum fyrir höfunda.

Algengar spurningar um uppgötvun

Hvernig velur YouTube vídeó í tillögur?

Tillögukerfið okkar velur bestu vídeóin til að sýna áhorfendum með hliðsjón af:
  • Á hvað þeir horfa
  • Á hvað þeir horfa ekki
  • Hverju þeir leita að
  • Lækum og dissum
  • Ábendingum „Hef ekki áhuga“

Hvernig get ég látið vídeóin mín ná til stærri áhorfendahóps?

Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í reikniritum eða greiningu til að ná árangri á YouTube. Einbeittu þér frekar að því að þekkja áhorfendur þína. Tillögukerfið okkar auglýsir ekki vídeó til áhorfenda þinna heldur finnur það vídeó fyrir áhorfendur þegar þeir koma á YouTube. Vídeóum er raðað eftir árangri og vægi fyrir áhorfendurna og ekki öll vídeó eru gjaldgeng í tillögur.

Hvernig er vídeóum raðað á Heim-skjánum?

Heim er skjárinn sem áhorfendur sjá þegar þeir opna YouTube-forritið eða fara á YouTube.com. Þar reynum við að sýna sérsniðnar tillögur sem eru mest viðeigandi fyrir hvern áhorfanda. Þegar áhorfendur fara í Heim-skjáinn sýnir YouTube vídeó frá áskriftum. Vídeó sem svipaðir áhorfendur horfa á og ný vídeó eru líka sýnd. Valið á vídeóum byggist á eftirfarandi:
  • Árangri -- Hversu vel vídeóinu þínu tókst að vekja áhuga og ánægju svipaðra áhorfenda, ásamt öðrum þáttum.
  • Áhorfs- og leitarferli -- Hversu oft áhorfendur horfa á rás eða umfjöllunarefni og hversu oft við höfum sýnt hvert vídeó.

Hafðu í huga að ekki er allt efni gjaldgengt í tillögur á upphafssíðu YouTube.

Hvernig eru vídeó valin í flokkinn Vinsælt núna?

Skoðaðu þessa grein um hvernig Vinsælt núna virkar.

Hvernig er vídeóum raðað í Tillögur í flokknum „Næst“?

Tillögur að vídeóum eru sýndar í „Næst“ með vídeóinu sem áhorfendur eru að horfa á. Tillögum að vídeóum er raðað til að bjóða áhorfendum upp á vídeó sem þeir eru líklegastir til að horfa á næst. Þessi vídeó tengjast oft vídeóinu sem áhorfendur eru að horfa á, en þau geta líka verið sérsniðin eftir áhorfsferli.
Hafðu í huga að ekki er allt efni gjaldgengt í tillögur á síðunum Horfa næst.

Hvernig er vídeóum raðað í Leit?

YouTube leit svipar til Google leitarvélarinnar að því leyti að hún reynir að finna mest viðeigandi niðurstöðurnar fyrir orðin sem leitað er að. Vídeóum er raðað samkvæmt eftirfarandi þáttum:
  • Hversu vel titillinn, lýsingin og efni vídeósins passa við leit áhorfandans.
  • Hvaða vídeó eru virkust í leitum.
Athugaðu: Leitarniðurstöður eru ekki listi yfir vídeóin með mesta áhorfið fyrir tiltekna leit.

Er hægt að breyta röðun vídeós í reikniritinu með því að breyta titli þess eða smámynd?

Kannski, en það er vegna þess að kerfi okkar svara því hvernig áhorfendur bregðast öðruvísi við vídeóinu, frekar en vegna þess að titli eða smámynd vídeósins var breytt. Þegar vídeóið lítur öðruvísi út fyrir áhorfendur breytir það viðbrögðum þeirra þegar það birtist þeim. Það getur verið gott að breyta titli og smámynd vídeós til að fá fleiri áhorf en ekki breyta því sem virkar.

Hvernig get ég fínstillt titilinn og smámyndina fyrir uppgötvun?

Þú getur notað þessi ráð til að fínstilla titilinn og smámyndina fyrir uppgötvun:

  • Passaðu að smámyndin samræmist reglum um smámyndir.
  • Notaðu áhugaverða titla fyrir vídeóin sem eru lýsandi fyrir efni þeirra.
  • Búðu til smámyndir sem eru lýsandi fyrir efnið.
  • Forðastu að nota titla og smámyndir sem eru:
    • Villandi, smellibeitur eða æsifengin: passa ekki við efni vídeósins
    • Hneykslandi: innihalda móðgandi eða hneykslandi orðfæri
    • Viðbjóðsleg: innihalda grófar eða viðbjóðslegar myndir
    • Tilefnislaust ofbeldi: upphefja ofbeldi eða misnotkun að óþörfu
    • Ósæmileg: gefa til kynna kynferðislega eða klúra hegðun
    • Hávaðasöm: nota HÁSTAFI eða !!!!! til að leggja ofuráherslu á heiti

Þessar aðferðir geta snúið mögulegum nýjum áhorfendum frá efninu þínu og gætu, í sumum tilvikum, valdið því að það verði fjarlægt vegna brota gegn reglum netsamfélagsins.

Hefur staða tekjuöflunar (gult tákn) áhrif á uppgötvun á vídeóinu?

Nei, leitar- og tillögukerfið veit ekki hvaða vídeó eru með tekjuöflun. Áhersla okkar er á að koma með tillögur að vídeóum sem áhorfendum finnast ánægjuleg, sama hvort þau séu með tekjuöflun eða ekki. Ef vídeóið þitt er með ofbeldisfullt eða gróft efni gæti tekjuöflun af því verið fjarlægð. Það gæti einnig verið sýnt færri áhorfendum vegna þess að það er ekki viðeigandi. Í þessu dæmi var vídeó birt sjaldnar í tillögum vegna efnisins í því, ekki vegna þess að tekjuöflun af því var fjarlægð.

Hversu mikilvæg eru merki?

Ekki mikilvæg. Merki eru aðallega notuð til að hjálpa við að leiðrétta algengar stafsetningarvillur (til dæmis YouTube eða U Tube eða You-tube).

Get ég stillt staðsetningu rásarinnar minnar á ákveðið land/landsvæði til að hjálpa mér að ná til fleiri áhorfenda þar? (t.d. að breyta staðsetningu í Bandaríkin þótt ég sé í Brasilíu)

Nei, staðsetningarstillingar eru ekki notaðar til að hafa áhrif á það hvaða vídeó eru birt í tillögum á YouTube.

Hefur fjöldi þeirra sem lækar/dissar áhrif á hvernig vídeóið mitt birtist í tillögum?

Að dálitlu leyti. Læk og diss eru hluti af þeim hundruðum merkja sem við höfum í huga við röðun. Tillögukerfi okkar lærir af því hvort áhorfendur velji að horfa á vídeó. Kerfið lærir hversu lengi áhorfandi horfir á vídeóið og hvort hann sé ánægður. Heildarárangur vídeósins er ákvarðaður út frá samantekt þessara þátta.

Hefur það neikvæð áhrif á árangur vídeós ef ég hleð inn vídeói sem óskráðu og breyti því seinna í opinbert?

Nei, það sem skiptir máli er hvernig áhorfendur bregðast við eftir að vídeóið er birt.

Algengar spurningar um árangur

Hefur það neikvæð áhrif á rásina ef eitt af vídeóunum mínum nær minni árangri en venjulega?

Það sem skiptir máli er hvernig áhorfendur svara hverju vídeói þegar það er birt þeim í tillögum. Kerfin okkar reiða sig meira á merki frá vídeóum og áhorfendum til að ákveða hvaða vídeó henta best í tillögur fyrir áhorfendur. Ef áhorfendur hætta að horfa á flest vídeóin þín þegar þau birtast í tillögum þeirra getur það leitt til þess að heildaráhorf á rásina minnki.

Hefur það neikvæð áhrif á árangur rásarinnar minnar ef ég tek mér pásu frá því að hlaða upp efni?

Við hvetjum þig til að taka þér pásu þegar þú þarfnast þess. Við rannsökuðum þúsundir rása sem tóku sér pásu og fundum enga tengingu á milli lengdar pásunnar og breytinga á áhorfi. Hafðu í huga að það gæti tekið tíma að vekja aftur áhuga áhorfenda þegar þeir fara aftur í venjulegu áhorfsrútínuna sína.

Þarf ég að hlaða inn efni daglega eða að minnsta kosti einu sinni í viku?

Nei, við höfum gert greiningar yfir árin og komumst að því að aukning áhorfs tengist ekki tímanum á milli þess sem efni er hlaðið upp. Margir höfundar hafa myndað traust samband við áhorfendur sína með því að leggja áherslu á gæði fram yfir magn. Við hvetjum þig til að hugsa vel um þig til að koma í veg fyrir að þú brennir út. Það er mikilvægt fyrir áhorfendur og vellíðan þína.

Hvenær er besti tíminn til að birta vídeó?

Birtingartími er ekki talinn hafa áhrif á langtímaárangur vídeós. Tillögukerfið okkar miðar að því að sýna réttu áhorfendunum réttu vídeóin, óháð því hvenær vídeóinu var hlaðið upp. Birtingartími er þó mikilvægur fyrir snið eins og vídeó í beinni og frumsýningar. Skoðaðu skýrsluna um hvenær áhorfendur þínir eru á YouTube í YouTube greiningu til að skilja hvenær er best að skipuleggja frumsýningu eða næsta beinstreymi.
Birting vídeóa þegar áhorfendur eru virkastir gæti verið jákvæð fyrir áhorf í byrjun en ekki er vitað til þess að hún hafi áhrif á áhorf til langs tíma.

Hvort er mikilvægara, meðaláhorfshlutfall eða meðallengd áhorfs?

Uppgötvunarkerfi okkar notar algildan og hlutfallslegan áhorfstíma sem merki við ákvörðun á virkni áhorfenda og við hvetjum þig til að gera hið sama. Við viljum að bæði stuttum og löngum vídeóum gangi vel, þannig að við hvetjum þig til að hafa vídeóin þín í þeirri lengd sem hæfir efninu. Almennt talað er hlutfallslegur áhorfstími mikilvægari fyrir stutt vídeó og algildur áhorfstími er mikilvægari fyrir löng vídeó. Þú getur notað áhorfendaheldni til að skilja hversu lengi áhorfendur vilja horfa og stilla efnið þitt eftir því.

Hvers vegna er ég með færri áhorf en fjöldi áskrifenda?

Fjöldi áskrifenda sýnir hversu margir áhorfendur hafa gerst áskrifendur að YouTube rásinni þinni Talan táknar ekki þann fjölda áhorfenda sem horfir á vídeóið þitt. Áhorfendur eru yfirleitt með áskrift að fjölda rása og horfa ekki alltaf á öll ný vídeó á rásum sem þeir eru áskrifendur að. Það er líka algengt að áhorfendur séu með áskrift að rásum sem þeir eru hættir að horfa á. Kynnstu áhorfendahópnum þínum með YouTube-greiningu.

Hvers vegna fær rásin mín minni umferð frá Heim eða Tillögur?

Það eru margar ástæður fyrir því að áhorf á rás eykst eða minnkar með tímanum. Hér eru nokkrar algengustu ástæðurnar fyrir minni umferð frá tillögum:
  • Áhorfendur horfa meira á önnur vídeó og rásir á YouTube.
  • Áhorfendur verja minni tíma á YouTube.
  • Þú varst með nokkur vídeó sem náðu góðum árangri eða vídeó sem fór á flug á netinu, en áhorfendur þeirra komu ekki aftur til að horfa á meira.
  • Þú hleður upp efni sjaldnar en venjulega.
  • Efnið sem vídeóin þín fjalla helst um eru að dala í vinsældum.
Mundu að áhugasvið áhorfenda getur breyst með tímanum. Það er mikilvægt að þú prófir þig áfram með ný umfjöllunarefni og snið. Höfundar þurfa að halda í fyrirliggjandi áhorfendur og laða nýja áhorfendur til sín til að byggja upp áhorfendahóp.

Gamalt vídeó fór á algert flug. Hvers vegna?

Það er algengt að áhorfendur fari að sýna meiri áhuga á gömlum vídeóum. Margir áhorfendur horfa ekki á vídeó í réttri tímaröð eða ákveða hvað þeir vilja horfa á út frá því hvenær vídeó var birt. Ef áhorfendur sýna meiri áhuga á gömlu vídeó getur það verið vegna þess að:
  • Umfjöllunarefni vídeósins er að verða vinsælla.
  • Nýir áhorfendur uppgötva rásina þína og eru að lotuglápa á öll gömlu vídeóin þín.
  • Fleiri áhorfendur velja að horfa á vídeóið þitt þegar það birtist í tillögum.
  • Þú gafst út nýtt vídeó í syrpu, sem fékk áhorfendur til að fara til baka og horfa á eldri þætti.
Þegar eldra vídeó fer að fá meiri umferð skaltu hugsa um hvað þú gætir birt næst sem gæti lokkað þessa áhorfendur til að koma aftur og horfa á meira.

Hvaða áhrif hefur merkingin „Ætlað börnum“ á árangur vídeós?

Líklegra er að tillögur um vídeó fyrir börn hafi að geyma vídeó sem eru með stillinguna ætlað börnum. Efni sem er ekki rétt merkt birtist mögulega ekki í tillögum með öðrum svipuðum vídeóum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8778281725647469456
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false