Vinsælt núna á YouTube

Vinsælt núna hjálpar áhorfendum að sjá hvað er að gerast á YouTube og í heiminum. Vinsælt núna vekur athygli á vídeóum og Shorts sem breiðum hópi áhorfenda gæti þótt áhugaverð. Stundum er þróunin fyrirsjáanleg, til dæmis ef um er að ræða nýtt lag frá vinsælum flytjanda eða ný kvikmyndastikla. Stundum kemur hún á óvart, til dæmis þegar vídeó verður netfluga.

Vinsælt er ekki sérsniðið og sýnir sama lista yfir vídeó sem eru vinsæl fyrir alla áhorfendur í sama landi og þess vegna gætirðu séð vídeó og Shorts í Vinsælt sem eru ekki á sama tungumáli og vafrinn þinn. En Vinsælt núna á Indlandi sýnir lista yfir niðurstöður fyrir 9 algengustu indversku tungumálin.

Í sumum löndum gætu vinsæl Shorts verið sérbirt á hillu eða flipa innan vinsældasíðunnar eða þú gætir séð Shorts birt sem Vinsælt í straumnum eða á vendisíðunum. 

Listinn yfir vídeó sem eru vinsæl núna er uppfærður á um það bil 15 mínútna fresti. Í hverri uppfærslu getur vídeó færst upp, niður eða haldist á sama stað á listanum.

Hvað ræður því hvort vídeó birtist á Vinsælt núna?

Vinsælt núna getur á hverjum degi bara sýnt takmarkaðan fjölda af þeim mörgu og frábæru nýju vídeóum sem eru á YouTube. Vinsælt núna vekur athygli á vídeóum sem:

  • Höfða til breiðs hóps af áhorfendum
  • Eru ekki villandi, smellibeitur eða í æsifréttastíl
  • Ná yfir allt það sem er að gerast á YouTube og í heiminum
  • Sýna höfunda af margvíslegu tagi
  • Vekja helst forvitni eða eru nýstárleg

Vinsælt núna reynir að taka tillit til allra þessara þátta. Til að ná yfir allt þetta horfir Vinsælt núna til margra þátta, þar á meðal (en takmarkast ekki við):

  • Áhorfs
  • Hversu fljótt vídeóið nær áhorfi (þ.e. „hitastigi“)
  • Hvaðan áhorf kemur, þar á meðal annars staðar frá en YouTube
  • Aldurs vídeósins
  • Árangurs vídeósins samanborið við aðrar nýlegar upphleðslur frá sömu rás

Við horfum á alla þessa þætti þegar við búum til lista yfir vídeó sem sýna hvað er í gangi á YouTube en skipta um leið máli fyrir áhorfendur og endurspegla efnið á verkvangnum. Það þýðir að vídeóið sem er með mest áhorf á einhverjum degi er ef til vill ekki #1 á Vinsælt núna og vídeó með meira áhorf gætu birst fyrir neðan vídeó með minna áhorf.

Við pössum mjög upp á öryggi þess sem birtist á Vinsælt núna og við erum með síur sem tryggja að við sýnum ekki vídeó sem þar sem mikið er af blótsyrðum, efni fyrir fullorðna eða ofbeldi eða vídeó sem eru að öðru leyti óviðeigandi, til dæmis vídeó sem eru niðrandi fyrir aðra sem tilheyra samfélaginu. Í Bandaríkjunum og á öðrum stöðum erum við með starfsfólk sem tekur lokaákvörðun en þannig tryggjum við að vídeóin séu örugg og viðeigandi.

YouTube þiggur ekki greiðslu fyrir að setja efni á Vinsælt núna og hyglir ekki tilteknum höfundum. Við látum ekki áhorf í YouTube auglýsingum ráða því hvaða vídeó eru valin í Vinsælt núna. Á flestum helstu markaðssvæðum tryggjum við að minnsta kosti helmingur vídeóanna á vinsælt núna komi frá höfundum sem eru aðallega að búa til efni fyrir YouTube.

Birtingarstillingar fyrir vídeó sem eru vinsæl núna

Vídeó getur bara birst á flipanum Vinsælt núna ef birtingarstilling þess er opinber. Tiltekin vídeó gætu verið falin á síðunni vinsælt núna ef kveikt er á takmörkunarstillingunni. Nánar um takmörkunarstillinguna hér

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
2701313048544441541
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false