Skilningur á árangri þínum sem flytjandi á YouTube

YouTube-greining fyrir flytjendur sýnir þér og þínu teymi greiningar sem eru sérstaklega sniðnar að þínu tónlistarefni. Öðlastu skilning á frammistöðu þinni á YouTube – hvar sem tónlistin þín kemur fyrir.

Ef þú hefur aðgang til að stjórna að minnsta kosti tveimur opinberum flytjendarásum geturðu notað verkfærið fyrir flytjendaskrána til að fara á milli og skoða flytjendurna þína. Kynntu þér hvernig þú getur stjórnað skránni og hafist handa.

Að hvaða leyti er Greining fyrir flytjendur einstök?

Með Greiningu fyrir flytjendur geturðu séð hvernig tónlistinni þinni og vídeóum vegnar á YouTube. Í greiningunni sérðu:

  • Upplýsingar um notkun á lögum í lengri vídeóum og Shorts
  • Tölur af rásunum þínum og öðrum rásum þar sem tónlistin þín er spiluð
  • Innsýn í rauntíma (bara hægt í YouTube Studio-forritinu)

Með greiningu á lögum færðu yfirlit yfir frammistöðu laga þinn í vídeóum sem:

  • Innihalda lagið þitt að hluta til eða í heild
  • Eru með lagið þitt sem aðalefni
  • Nefna nafnið á þér, plötunni þinni eða laginu þínu í lýsigögnum sem notendur leggja inn

Hafist handa með Greiningu fyrir flytjendur

Til að fá aðgang að Greiningu fyrir flytjendur þarftu að eiga eða stjórna opinberri flytjandarás. Sjáðu hvernig þú býrð til opinbera flytjandarás eða uppfærir rásarheimildirnar þínar til að gefa öðrum aðgang að greiningunum þínum.

Svona finnurðu YouTube-greiningu fyrir flytjendur:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio í vafra eða í YouTube Studio-snjallforritinu í Android eða Apple-tæki.
  2. Veldu Greining úr vinstri valmyndinni.

Eiginleikar í flytjandagreiningu

Yfirlit yfir frammistöðu þína

Flipinn Yfirlit sýnir samantekt á frammistöðu þinni á YouTube. Þar finnurðu skýrslur yfir:

  • Heildarframmistöðu þína: Heildaráhorfstíma, heildarfjölda áhorfa og fjölda stakra áhorfenda fyrir lög og vídeó.
  • Virkni í rauntíma: Mælir frammistöðu nýrra laga. Veldu tímamörk til að sjá áætlað áhorf á lag eða vídeó á síðustu 60 mínútum eða tveimur sólahringum.
  • Heildarfjöldi áskrifenda: Skoðaðu hvernig heildarfjöldi áskrifenda hefur þróast með tímanum.

Efni

Flipinn Efni sýnir greiningar eftir tegundum efnis – vídeó, lög, Shorts, í beinni, færslur og hlaðvörp. Hér finnurðu upplýsingar sem voru áður voru í sérflipa fyrir útbreiðslu og virkni, svo sem:

Bara í farsíma:

Flipinn Efni sýnir líka greiningar á lögum. Í greiningum á lögum er safnað saman upplýsingum úr opinberum tónlistarvídeóum, kyrrmyndum, vídeóum með lagatextum og öðrum vídeóum sem búin eru til af notendum. Vídeó reiknast með í greiningum á lögum ef:

  • Öll hljóðupptakan eða meirihluti hennar er í vídeóinu
  • Lagið er aðalefni vídeós sem búið er til af notanda
  • Nafnið þitt, titill plötunnar eða lagsins kemur fyrir í lýsingu með vídeóinu
  • Þinn flutningur á laginu er aðalefnið í Short-vídeói

Til að finna greiningar á lögum

  1. Opnarðu YouTube Studio-forritið á snjalltækinu þínu.
  2. Farðu í Efni > Lög.
  3. Veldu það lag af listanum sem þú vilt skoða.

Áhorfendur

Flipinn Áhorfendur sýnir þér hverjir það eru sem horfa og hlusta á tónlistina þína. Sjáðu hverjir eru áskrifendur eða fáðu upplýsingar um gamla, nýja og staka áhorfendur. Hér finnurðu líka skýrslur yfir:

  • Í hvaða löndum eða á hvaða svæðum áhorfendur þínir búa
  • Hvaða tungumál áhorfendur velja oftast
  • Aldur og kyn áhorfenda
  • Hvenær áhorfendur þínir eru á YouTube
Athugaðu: Það er ekki víst að áhorfendaflipinn sýni alla þína umferð. Gögnin í þessum flipa gætu verið byggð á hluta áhorfenda.

Tekjur

Flipinn Tekjur hjálpar þér að skilja hvaðan tekjur þínar á YouTube koma. Þessi flipi stendur þeim höfundum til boða sem eru í þjónusta YouTube fyrir samstarfsaðila og sýnir þér yfirlit yfir þær tekjur sem þú hefur aflað með vídeóunum þínum.

Tekjuyfirlitið sýnir áætlaðar tekjur þínar, fjölda vídeóa í þinni eigu sem afla tekna og áætlaðar meðalbrúttótekjur fyrir hverjar 1.000 spilanir. Hér finnurðu líka skýrslur yfir:

  • Áætlaðar mánaðartekjur: Tekjur rásarinnar síðustu 6 mánuði. Tekjuskýrslur fyrir tímabil sem ekki er búið að loka sýna áætlaðar tekjur og geta tekið breytingum.
  • Tekjuhæstu vídeóin: Vídeóin með mestu áætluðu tekjurnar á gefnu tímabili.
  • Uppruni tekna: Sundurliðun á því hvar á YouTube þú aflar þér tekna.
  • Auglýsingategundir: Snið auglýsinga og valinn kaupverkvangur. Þessi sundurliðun er bara í boði fyrir YouTube-auglýsingatekjur og mæligildi byggð á birtingum.
  • Færslutekjur: Áætlaðar nettótekjur af færslum, til dæmis af söluvarningi og súperspjalli. Búið er að draga frá skuldfærslur vegna endurgreiðslna til samstarfsaðila í þessu yfirliti.

Síaðu gögnin

Notaðu síur til að sundurliða gögnin og skilja áhorfendur þína betur. Síurnar hér að neðan hjálpa þér að bera saman frammistöðu þína eftir rásum, tegundum vídeóa eða YouTube-vörum.

Til að beita síu velurðu viðfangsefni í flipanum Greining í YouTube Studio.

Heildarútbreiðsla

Heildarútbreiðsla gefur þér góða yfirsýn yfir frammistöðu þína á YouTube, þar á meðal yfir:

  • Vídeó sem þú eða þitt merki hafa hlaðið upp
  • Samstarf þar sem aðrar rásir hafa hlaðið upp tónlistinni þinni
  • Vídeó með tónlistinni þinni sem aðdáendur hafa hlaðið upp.
Athugaðu: Greiningin sýnir heildarútbreiðslu nema annað hafi verið sérstaklega valið.

Opinber flytjandarás

Þessi sía sýnir tölur fyrir tónlistarvídeó og önnur vídeó sem hlaðið hefur verið upp á opinbera rás þína sem flytjanda, VEVO eða merki. Tölur fyrir YouTube-kyrrmyndir er líka að finna hér.

Aðrar rásir

Notaðu þess síu til að sjá frammistöðu tónlistarinnar þinnar á öðrum rásum á YouTube. Þessi sía inniheldur:

  • Samstarf við aðra flytjendur
  • Vídeó sem aðrir hafa hlaðið og innihalda heila eða næstum því heila hljóðupptöku í þinni eigu
  • Vídeó þar sem lagið þitt er aðalefni vídeósins eða nafn þitt, plötu- eða lagaheiti kemur fyrir í lýsingunni sem fylgir með vídeóinu

Samantekt á lagi

Samantekt á lagi sýnir heildarframmistöðu lags á YouTube. Þessi sía inniheldur:

  • Opinber tónlistarvídeó
  • Kyrrmyndir
  • Vídeó með lagatextum
  • Lifandi flutning
  • Vídeó sem aðrir hafa hlaðið og innihalda heila eða næstum því heila hljóðupptöku í þinni eigu
  • Vídeó þar sem lagið þitt er aðalefni vídeósins eða nafn þitt, plötu- eða lagaheiti kemur fyrir í lýsingunni sem fylgir með vídeóinu
Athugaðu: Aðrar útgáfur og endurblandanir eru ekki reiknaðar með í samantekt á lagi.

Til að sjá samantekt á lagi smellirðu á Ítarlegt í Greiningu fyrir flytjendur.

YouTube Music

Notaðu YouTube Music-síuna til að aðskilja frammistöðu á YouTube Music frá frammistöðu á YouTube. Þessi þjónustutengda sía gefur þér yfirsýn yfir áhorfstíma og áhorf í gegnum YouTube Music-forritið.
Athugaðu: Þú getur bara síað YouTube Music-gögnin þín frá og með mars 2021. Fyrri gögn innihalda einnig mæligildi frá YouTube.
Finndu hápunkta og fagnaðu áföngum frá árinu með Samantekt á listamanni. Kynntu þér hvernig aðdáendur tengjast tónlistinni þinni á YouTube. Deildu síðan árangrinum á samfélagsmiðlum með því að nota sérsniðin gagnaspjöld.
Kynntu þér hvernig þú getur séð og deilt samantekt fyrir lok ársins.

 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11812070244981118641
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
5030828
false
false