Áríðandi upplýsingar fyrir foreldra um YouTube Kids

YouTube Kids var hannað til að vera skemmtilegur og fjölskylduvænn vettvangur fyrir krakka og fjölskyldur. YouTube Kids-forritið býður upp á vinsæl vídeó fyrir börn og fjölbreytt, nýtt efni sem er sett fram þannig að börn eigi auðvelt með að njóta þess. 

Þú getur valið hvaða YouTube-upplifun hentar best fyrir þína fjölskyldu. Nánari upplýsingar um upplifun með eftirliti á YouTube.

Áður en barnið þitt hefst handa eru nokkur atriði sem við viljum að þú vitir:

Prófílar í YouTube Kids

Í YouTube Kids geta foreldrar sem hafa skráð sig inn búið til sérstakan prófíl fyrir hvert barn á heimilinu. Hver prófíll er með sínar eigin áhorfsstillingar og tillögur þannig að hvert barn geti notið YouTube Kids-forritsins á sinn hátt.

Hægt er að nota prófíla í tækjum þar sem:

  • Foreldri hefur skráð sig inn og
  • YouTube Kids-forritið er uppsett.

Þú getur búið til allt að átta prófíla. Lærðu að búa til prófíl.

Athugaðu: Þú getur líka notað YouTube Kids án þess að skrá þig inn.
Hvernig eru vídeó í YouTube Kids valin?

Einn kostur er að leyfa barninu þínu að kanna öll vídeó í YouTube Kids. Foreldrar geta valið milli þriggja aldurstengdra efnisstillinga: 

  • Leikskólaaldur (4 ára og yngri)
  • Yngri (5 til 8 ára)
  • Eldri (9 til 12 ára)

Sjálfvirk kerfi hjá okkur velja efni úr þeim aragrúa af vídeóum sem eru á YouTube. Við gerum okkar besta til að útiloka efni sem hentar ekki börnum. Við getum þó ekki farið handvirkt yfir öll vídeó og sjálfvirk kerfi eru aldrei fullkomin. Ef þú finnur óviðeigandi efni geturðu lokað á það eða tilkynnt efnið og það verður skoðað fljótt.

Annar kostur er að handvelja efni sem barnið þitt hefur aðgang að (samþykkja efni sjálf(ur)). Ef þú velur þann kost getur barnið þitt ekki leitað að efni. Ef þú vilt vita meira um hvernig þessi kostur virkar geturðu skoðað leiðbeiningar YouTube Kids um barnalæsingar og foreldrastillingar.

Veldu þann kost sem hentar barninu best. Þú getur breytt stillingunum hvenær sem er. Við bjóðum líka upp á margvísleg verkfæri og stillingar sem lýst er hér að neðan og þú getur notað til að hafa betri stjórn á upplifun barnsins. Nánar um barnalæsingar og stillingar.
 

Hvernig finnur barn vídeó í YouTube Kids?

Vídeó í YouTube Kids er hægt að finna á ýmsa vegu:

Leit

Þegar þú kveikir á Leit leyfirðu barninu að finna og horfa á milljónir vídeóa sem finna má á YouTube Kids. Þessi vídeó eru valin af sérstöku algrími sem er ætlað að skila niðurstöðum sem hæfa börnum.
Vídeóin sem koma fram við Leit eru ekki yfirfarin af starfsfólki. Gríðarlegt magn af ólíku efni fer stöðugt inn á YouTube. Þótt við vinnum hörðum höndum að því að tryggja að allt sé í lagi gæti barnið þitt fundið efni sem þú vilt ekki að það sjái.
Ef þú vilt takmarka þau vídeó sem barnið þitt hefur aðgang að geturðu slökkt á Leit í foreldrastillingum. Ef þú slekkur á leit hefur barnið einungis aðgang að rásum sem YouTube Kids hefur staðfest. Hafðu í huga að óháð því hverjar stillingarnar í Leit eru í forritinu er alltaf möguleiki að barnið þitt finni efni sem þú vilt ekki að það sjái.
Athugaðu: Þegar þú slekkur á Leit munu Áhorfsferill og Leitarferill verða hreinsaðir, sem og vídeó í Mælt með og Horfa aftur.
Auk þess að slökkva á Leit býður YouTube Kids upp á frekari barnalæsingar þannig að þú getir valið þá upplifun sem þér finnst henta barninu. Nánar um barnalæsingar og stillingar.

Vídeó á heimaskjánum

Vídeó á heimaskjánum eru sett í flokka eins og „Þættir“ og „Tónlist“. YouTube Kids getur af og til sett inn tímabundna flokka, til dæmis „Lestur“ þegar það er lestrarátak. Vídeóin eru valin af forritinu sem notar sérstakt algrím og einhverja yfirferð starfsfólks. Vídeóin gætu verið flokkuð með hliðsjón af því efni sem barnið hefur horft á eða leitað að. Þau eru einungis hluti þeirra milljóna vídeóa sem eru tiltæk í YouTube Kids.
Ef þú hefur valið „Samþykkt efni eingöngu“ mun barnið þitt einungis sjá einn flokk á heimaskjánum. Þessi flokkur kallast „Samþykkt fyrir þig“ og inniheldur efnið sem þú valdir.

Vídeó sem mælt er með

Vídeó sem mælt er með eru valin af algrími okkar og eru ekki alltaf yfirfarin af starfsfólki. Vídeó sem mælt er með sjást þegar slökkt og kveikt er á Leit og þau birtast sem viðbótarflokkur á heimaskjánum eftir að horft hefur verið á nokkur vídeó í YouTube Kids. Vídeó sem mælt er með geta einnig birst í fjórum flokkum vídeóa á heimaskjánum og sem tillögur fyrir barnið, eftir að það hefur horft á vídeó á heimaskjánum eða leitað að vídeóum. Vídeó sem mælt er með eru valin með hliðsjón af efni sem horft hefur verið á eða leitað að í forritinu og eru alltaf valin úr öllum þeim fjölda vídeóa sem tiltæk eru í YouTube Kids.
Þú getur endurstillt vídeó í flokknum Mælt með með því að hreinsa feril forritsins í foreldrastillingum. Athugaðu að þegar þú slekkur á leit munu vídeó verða hreinsuð úr flokknum Mælt með , en einnig áhorfs- og leitarferill.
Þegar kveikt er á Gera hlé á skráningu ferils hættir forritið að nota ný vídeó sem horft er á eða leitarorð til að velja vídeó í flokkinn Mælt með. Hægt er að slökkva eða kveikja á Gera hlé á skráningu ferils í foreldrastillingum.
Þú getur búið til prófíl fyrir barnið þitt og hvert barn getur svo fengið sínar eigin tillögur.
Ef prófíll barnsins þíns er stilltur á Einungis heimilað efni eru vídeóin sem mælt er með einungis valin úr því efni sem þú hefur samþykkt fyrir barnið þitt. Nánar um Vídeó sem mælt er með.

Horfa aftur

Horfa aftur gerir barninu kleift að velja vídeó sem áður hefur verið horft á í forritinu.
Þú getur endurstillt vídeó í flokknum Horfa aftur með því að hreinsa feril forritsins í foreldrastillingum. Athugaðu að þegar þú slekkur á leit munu vídeó verða hreinsuð úr flokknum Horfa aftur, en einnig áhorfs- og leitarferill.
Þegar kveikt er á Gera hlé á skráningu ferils hættir forritið að nota ný vídeó sem horft er á eða leitarorð til að velja vídeó í flokkinn Horfa aftur. Hægt er að slökkva eða kveikja á Gera hlé á skráningu ferils í foreldrastillingum.
Þú getur búið til prófíl fyrir barnið þitt og hvert barn getur svo fengið sínar eigin tillögur.

Hvaða barnalæsingar eru tiltækar í YouTube Kids?

Við erum með eiginleika sem gera þér kleift að sérsníða upplifun barnsins þíns í YouTube Kids. Til dæmis geturðu stillt tímamæli og þannig takmarkað áhorf barnsins í forritinu. Aðrar stillingar eru meðal annars:

Nánar um barnalæsingar og stillingar.

Hvers kyns auglýsingar birtast í YouTube Kids?

Við leyfum takmarkaðar greiddar auglýsingar („greiddar auglýsingar“) í forritinu svo hægt sé að bjóða upp á það án greiðslu. Þegar barnið þitt spilar vídeó í forritinu gæti það séð greidda auglýsingu, merkta „Auglýsing“, á eftir stuttri auglýsingakynningu. Greiddar auglýsingar þurfa að samræmast auglýsingareglum okkar sem útiloka til dæmis ákveðna auglýsingaflokka, eins og þá sem tengjast mat og drykk. Nánar um Auglýsingar í YouTube Kids og auglýsingareglur okkar.

Vídeó sem notendur hlaða upp á YouTube eru ekki greiddar auglýsingar og eru því hvorki merkt sem auglýsingar né heyra undir auglýsingareglur okkar. Þar með talið getur verið efni um eða frá fyrirtækjum sem einnig hafa keypt auglýsingar í forritinu. Til dæmis gæti leit að lestum komið með niðurstöður sem sýna teiknimyndir og lög um lestir og vídeó af raunverulegum lestum sem notandi eða fyrirtæki sem selur leikfangalestir hleður upp, en ekkert af þessu telst greidd auglýsing því efnið fellur ekki undir auglýsingakerfi YouTube Kids. Eins getur leit að súkkulaði skilað niðurstöðu sem sýnir vídeó sem notandi hlóð upp þar sem súkkulaði er búið til þó að við leyfum ekki greiddar auglýsingar frá fyrirtækjum sem framleiða súkkulaði. Nánar um vídeó í YouTube Kids.

Ef þú vilt horfa á vídeó án greiddra auglýsinga með barninu þínu geturðu prófað YouTube Kids-forritið með YouTube PremiumNánar.

Söfnun og notkun upplýsinga og persónuupplýsinga í YouTube Kids

Ítarlegar upplýsingar um gagnameðhöndlun okkar má finna í upplýsingum um persónuvernd fyrir YouTube Kids. Þessar upplýsingar má finna á kids.youtube.com/t/privacynotice eða í stillingum forritsins, í hlutanum Persónuvernd.
Við gerum okkar besta til að vernda persónuupplýsingar notenda forritsins. Mikilvægt er að foreldri eða forsjáraðili barnsins sem notar forritið lesi þessar upplýsingar áður en notkun hefst. Ef þú ert ekki foreldri eða forsjáraðili barns sem ætlar að nota YouTube Kids, eða ert foreldri eða forsjáraðili en samþykkir ekki vinnureglur okkar um persónuvernd, skaltu ekki leyfa barninu að nota forritið.
Þetta forrit er starfrækt af Google LLC, sem hefur aðsetur á: 1600 Amphitheatre Pkwy, Mountain View, CA 94043, Bandaríkjunum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9793686330459040011
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
false
false