Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Aðrar lagalegar kvartanir

YouTube skoðar einungis lagalegar kvartanir þegar viðkomandi aðili eða viðurkenndur lagalegur fulltrúi hans hefur samband.

Ef einhver birtir persónugreinanlegar upplýsingar um þig eða hleður upp vídeói af þér án þíns leyfis, þar á meðal í viðkvæmum aðstæðum eða í einkalífi þínu, skaltu biðja upphleðsluaðilann um að fjarlægja efnið. Ef upphleðsluaðilinn er ekki samvinnuþýður eða ef þér finnst óþægilegt að hafa samband við viðkomandi skaltu leggja fram kvörtun í gegnum ferlið á síðu um persónuverndarreglur YouTube. Persónuupplýsingar geta verið mynd af þér, nafn, kennitala, reikningsnúmer, samskiptaupplýsingar eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar. Fáðu meiri upplýsingar um skilyrðin tengd fjarlægingu á efni vegna persónuverndarbrota.

Ef kvörtunin tengist ekki persónuvernd skaltu velja land/svæði deilunnar frá valmyndinni og fylgja leiðbeiningunum.

Fylltu út þetta eyðublað.

Ef þú finnur ekki landið/svæðið í valmyndinni að ofan

YouTube.com fellur undir gildissvið bandarískra laga. Hafðu í huga að við tökum ekki við lagalegum kvörtunum frá landinu/svæðinu þar sem réttindi þín gilda. Við mælum með því að þú beinir öllum kröftum sem þú kannt að hafa beint að þeim sem birti efnið. Þú getur reynt að hafa samband við upphleðsluaðilann. Ef lögsókn þín leiðir til þess að dómsúrskurður falli gegn aðilanum sem birti efnið og í þeim úrskurði sé þess krafist að við fjarlægjum efnið úr þjónustu okkar munum við bregðast við í samræmi við það.

Nánar um reglur YouTube, öryggi og tilkynningar.

Brot á reglum

Ef þú hefur áhyggjur af broti á reglum YouTube þá getur þú tilkynnt brotið. Kynntu þér hvernig þú getur tilkynnt óviðeigandi vídeó, rásir eða annað efni á YouTube.

Áreitni

Ef þú telur að samskipti við meðlim samfélagsins feli í sér áreitni skaltu tilkynna samskiptin. Kynntu þér hvernig þú getur tilkynnt óviðeigandi vídeó, rásir eða annað efni á YouTube.

Höfundarréttur

Ef þú hefur áhyggjur af höfundarrétti skaltu fara í Höfundarréttarmiðstöðina.

Kvartanir um persónuverndarbrot

Ef vídeó inniheldur persónugreinanlegar upplýsingar um þig án þíns leyfis þá getur þú lagt fram kvörtun í gegnum ferlið á síðunni um Persónuverndarreglur YouTube. Persónuupplýsingar geta verið mynd af þér, nafn, kennitala, reikningsnúmer, samskiptaupplýsingar eða aðrar einstakar persónugreinanlegar upplýsingar.

Nánar um skilyrðin tengd fjarlægingu á efni vegna persónuverndarbrota.

Dómsúrskurðir

Ef úrskurður bandarísks dómstóls liggur fyrir um efni sem birt er á www.youtube.com þá geturðu sent dómsúrskurðinn í bréfpósti á þetta hemilisfang:

YouTube, Inc. Attn Legal Support

901 Cherry Ave. Second Floor

San Bruno, CA 94066

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
10166579480911676602
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false