Reglur um ofbeldisfull öfga- eða glæpasamtök


Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.

Efni sem er ætlað að upphefja, kynna eða styðja við ofbeldisfull öfga- eða glæpasamtök er ekki leyft á YouTube. Slíkum samtökum er ekki leyft að nota YouTube í neinu skyni, þar á meðal til að fá fólk til liðs við þau.

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Ef þú telur að einhver sé í bráðri hættu skaltu tafarlaust hafa samband við lögregluyfirvöld á staðnum til að tilkynna ástandið.

Þýðing þessa fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Efni sem framleitt er af ofbeldisfullum öfga-, glæpa- eða hryðjuverkasamtökum
  • Efni sem lofsyngur eða minnist velþekktra hryðjuverka-, öfga- eða glæpamanna til að hvetja aðra til ofbeldis
  • Efni sem lofsyngur eða réttlætir ofbeldisverk framin af ofbeldisfullum öfga-, glæpa- eða hryðjuverkasamtökum
  • Efni sem ætlað er að ráða nýja meðlimi í ofbeldisfull öfga-, glæpa- eða hryðjuverkasamtök
  • Efni sem sýnir gísla eða sem birt er með það að markmiði að hvetja, hóta eða ógna fyrir hönd ofbeldisfullra glæpa-, öfga- eða hryðjuverkasamtaka
  • Efni sem sýnir heiðursmerki, lógó eða tákn fyrir ofbeldisfull öfga-, glæpa- eða hryðjuverkasamtök til að lofsyngja þau eða kynna
  • Efni sem upphefur eða hvetur til ofbeldisfullra harmleikja eins og skólaskotárása

YouTube reiðir sig á margt, til dæmis skilgreiningar stjórnvalda og alþjóðlegra stofnana, þegar ákveðið er hvað telst vera hryðjuverka- eða glæpasamtök. Við lokum til dæmis varanlega öllum rásum ef við höfum eðlilega ástæðu til að telja að reikningseigandinn sé félagi í skilgreindum hryðjuverkasamtökum, til dæmis þeim sem eru skilgreind af bandarískum stjórnvöldum sem erlend hryðjuverkasamtök eða eru skilgreind af Sameinuðu þjóðunum.

Ef efni sem tengist hryðjuverkjum eða glæpum er birt í fræðsluskyni eða í tengslum við heimildarmyndir, vísindi eða listir skaltu gæta þess að veita nægar upplýsingar í vídeóinu svo að áhorfendur skilji út á hvað það gengur. Gróft eða umdeilt myndefni með fullnægjandi samhengi gæti verið háð aldurstakmörkunum eða viðvörunarskjá.

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða eiginleika. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á og beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og aðra tengla.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

  • Hrá og óbreytt endurhleðsla af efni sem búið er til af hryðjuverka-, glæpa- eða öfgasamtökum
  • Heiðrun á hryðjuverkaleiðtögum eða glæpum þeirra í lögum og minningarathöfnum
  • Heiðrun á hryðjuverka- eða glæpasamtökum í lögum og minningarathöfnum
  • Efni sem beinir notendum á vefsvæði sem aðhyllast hugmyndafræði hryðjuverkamanna, eru notuð til að dreifa bönnuðu efni eða eru notuð til að ráða meðlimi
  • Myndefni sem tekið er upp af geranda þar sem miklu ofbeldi er beitt eða dauði hlýst af þar sem heyra má eða sjá vopn, ofbeldi eða særð fórnarlömb
  • Tenglar á ytri vefsvæði sem innihalda stefnuyfirlýsingar ofbeldisfullra árásarmanna
  • Efni í tölvuleik sem hefur verið framleitt eða breytt til að lofsyngja ofbeldi, gerendur eða styðja ofbeldisfulla öfgahópa, glæpasamtök eða hryðjuverkasamtök
  • Hvetur til ofbeldis gagnvart óbreyttum borgurum
  • Fjáröflun fyrir ofbeldisfull glæpa-, öfga- eða hryðjuverkasamtök

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun. Ef þetta er ekki í fyrsta skipti fær rásin þín mögulega punkt. Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Þú getur fengið frekari upplýsingar um punktakerfið hér.

Brot geta haft þær afleiðingar að slökkt verður á tekjuöflun á einhverjum reikninga þinna eins og fram kemur í tekjuöflunarreglum YouTube-rása. Þetta getur líka náð til viðvarana. Ef þú telur að um mistök sé að ræða geturðu áfrýjað. Ef áfrýjunin er samþykkt geturðu sótt um tekjuöflun í YouTube Studio þegar þú uppfyllir skilyrðin.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
15073605845283949199
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false