Athugaðu núverandi áskrifendur þína

Þú getur skoðað lista yfir nýjustu áskrifendurna á stjórnborði rásarinnar. Þú getur líka skoðað fjölda áskrifenda með tímanum í YouTube Studio.

Skoðaðu nýlega áskrifendur

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Á stjórnborðinu finnurðu spjaldið „Nýlegir áskrifendur“.
  3. Smelltu á Sjá alla til að stækka spjaldið.

Ábending: Að ofan getur þú valið tímabil og raðað listanum eftir fjölda áskrifenda.

Hvaða áskrifendur eru sýndir

Áskrifendur sjást á listanum yfir nýlega áskrifendur ef:

  • Þeir velja að gera áskriftina opinbera
  • Þeir gerðust áskrifendur að rásinni þinni á síðastliðnum 28 dögum

Hvaða áskrifendur eru ekki sýndir

Áskrifendur gætu ekki sést á listanum yfir nýlega áskrifendur ef:

Algengar spurningar frá áskrifendum

Stundum fáum við spurningar frá YouTube samfélaginu um hvernig áskrift virkar. Við höfum svarað þeim algengustu sem við fáum hér í algengum spurningum en við viljum halda samræðunum í gangi. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að skaltu láta okkur vita á YouTube umræðusvæðinu.

Eru áhorfendur látnir hætta áskrift að rásum sjálfvirkt hjá YouTube?
Nei, en við höfum séð samtöl um að áhorfendur séu „látnir hætta áskrift á sjálfvirkan hátt“ að rásum. Þegar við fáum þess konar ábendingu tökum við hana alvarlega. Áskrifendateymið rannsakar vandlega þau gögn sem eru lögð fram til að sjá hvað er í gangi.
Í öllum tilvikum sem við höfum skoðað höfum við staðfest að það er engin ástæða til að halda að YouTube láti áhorfendur hætta áskrift. Við höfum komist að þessu:
  • Yfirleitt þá komumst við að því að áhorfandinn er enn áskrifandi að rásinni.
  • Sumir áhorfendur hafa hætt áskrift fyrir slysni. Síðan höfum við bætt við sprettiglugga til staðfestingar þegar áskrift er hætt (þessi eiginleiki er ekki til staðar á iPhone og iPad tækjum eins og er).
  • Margt fólk heldur að það hafi verið látið hætta áskrift að rás vegna þess að vídeó sáust ekki í heimaflipanum. Þegar við skoðuðum þessi tilvik þá komumst við að því að það var enn með áskrift að rásinni. Heimaflipinn er gerður til að sýna þér vídeó sem við höldum að þú hafir mestan áhuga á að horfa á. Það er engin trygging fyrir því að þú sjáir öll vídeó frá áskriftinni þinni í heimaflipanum en þú getur fundið fullan lista í áskrifendastraumnum.
  • Sumir höfundar gerðu ráð fyrir því að ákveðnir áhorfendur hefðu verið látnir hætta áskrift vegna þess að áskrifandinn sást ekki á áskrifendalista rásarinnar þeirra. Sá listi sýnir aðeins áskrifendur sem hafa valið að gera áskrift sína opinbera. Áskriftir eru sjálfkrafa lokaðar.
Sjást öll vídeóin mín í áskrifendastraumi áskrifenda minna?
  • Öll vídeó sem þú birtir sem höfundur sjást sjálfkrafa í áskrifendastraumi áskrifendanna þinna. Hins vegar þá er ítarleg stilling sem þú getur notað þegar þú birtir vídeó til að koma í veg fyrir að það sjáist í áskrifendastraumum . Sumir höfundar sem birta vídeó daglega nota þessa stillingu til að sýna á skipulagðan hátt aðeins tiltekin vídeó í áskrifendastraumnum.
  • Þegar þú hleður upp vídeói þá birtum við það í áskrifendastraumnum eins fljótt og við getum. Yfirleitt ætti það bara að taka nokkrar mínútur. Að gera þetta eins fljótt og hægt er í algerum forgangi hjá áskrifendateyminu. Á síðastliðnu hálfa ári styttum við birtingartíma um tvo þriðju hluta.

Hvers vegna segja áskrifendur mínir mér að vídeóin mín sjáist ekki í áskrifendastraumnum þeirra?

Nema þú hafir breytt forsendum áskriftar þá birtum við öll vídeó í áskrifendastraumnum. Þegar við fáum kvartanir frá áhorfendum þess efnis að þeir sjái ekki vídeó í straumnum þá er það yfirleitt af tveimur ástæðum:

  • Ef maður er áskrifandi að mörgum rásum þá er auðvelt að missa af einhverju. Margir áhorfendur eru með tugi rása — jafnvel hundruði! — af áskriftum. Stundum þá eru vídeóin sem leitað er að ekki auðfundin á meðal allra hinna áskriftarvídeóanna. Ef rásir sem þú ert áskrifandi að birta efni oft þá er mögulegt eldri vídeó sjáist ekki í áskrifendastraumnum.
  • Það er mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að öll vídeó séu birt í áskrifendastraumnum þá sjást þau ekki öll í heimaflipanum. Heimaflipinn sýnir vídeó sem við höldum að þú sem áhorfandi hafir mestan áhuga á núna. Það er ekki öruggt að vídeó úr áskriftunum þínum sjáist þar.

Ef eitthvað annað virðist vera í gangi geturðu sent okkur ábendingu og við skoðum málið.

Hvernig telur YouTube áskrifendur?
Við staðfestum með reglubundnum hætti lögmæti reikninga og aðgerða á YouTube rásinni þinni. Það er til að tryggja að mæligildi á vefsvæði okkar séu laus við ruslefni, misnotkun og lokaða reikninga til að tryggja að YouTube sé sanngjarnt fyrir alla. Nánar um fjölda áskrifenda.
Teljast lokaðir reikningar með í fjölda áskrifenda?
Þegar einhver lokar Google reikningnum sínum alveg þá er hann ekki lengur til á YouTube og telst því ekki með í fjölda áskrifenda.
Þú getur séð hversu margir áskrifendur hafa eytt reikningunum sínum í YouTube greiningu rásarinnar þinnar þar sem þeir eru skráðir sem „lokaðir reikningar“.
Lokaðir reikningar teljast ekki með í áskrifendahópnum. Nánar um fjölda áskrifenda.
Teljast ruslapóstsreikningar með í fjölda áskrifenda?
Þegar við finnum reikning sem er spammari þá telst hann ekki með í heildarfjölda áskrifenda. Þessir reikningar hafa ekki hætt áskrift að rásinni þinni. Hvað það varðar þá sést ennþá að þeir eru áskrifendur og þeir halda áfram að fá vídeóin þín í áskrifendastraumnum.
Við látum rusláhorfendur ekki hætta áskrift að rásum. Nánar um fjölda áskrifenda.
Hvers vegna breytist eða dalar fjöldi áskrifenda hjá mér?

Yfirleitt er algengt að sjá sveiflur í fjölda áhorfenda. Ef svo virðist sem fjöldi áskrifenda hafi breyst eða dalað þá gæti það verið af þessum ástæðum:

  • Áhorfendur eru að gerast áskrifendur og hætta áskrift að rásinni þinni eins og eðlilegt er.
  • Við höfum fjarlægt rusláskrifendur af rásinni þinni. Ef þú hefur orðið fyrir áhrifum þess vegna þá færðu viðvörum í YouTube Studio.
  • Við höfum fjarlægt lokaða reikninga af rásinni þinni.
    • Reikningunum sem um ræðir gæti hafa verið lokað af notandanum eða eytt af YouTube vegna brota á reglum.

Ef áskrifendabreytingar virðast vera utan meðalsveifluhlutfalls þá gæti það verið af þekktum ástæðum. Ef þú heldur að þú sért að fást við vandamál sem er utan meðalsveifluhlutfalls fjölda áskrifenda geturðu tilkynnt um vandamál.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
4405012486047586609
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false