Lokun á rás eða reikningi

Ef rásinni þinni er lokað fyrir fullt og allt muntu fá tölvupóst þar sem ástæða lokunarinnar er skýrð. Ef YouTube-rásinni þinni er lokað fyrir fullt og allt máttu ekki sniðganga lokunina eða leyfa öðrum að nota rásina þína til að sniðganga lokun hjá sér með því að nota eða búa til aðrar YouTube-rásir.

Þetta gildir um allar fyrirliggjandi rásir þínar, nýjar rásir sem þú býrð til eða eignast og aðrar rásir þar sem þú birtist ítrekað eða á áberandi hátt.

Þátttakendur í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila geta ekki lengur aflað tekna ef rás þeirra er lokað varanlega. Við gætum einnig haldið eftir ógreiddum tekjum og endurgreitt auglýsendum eða áhorfendum vegna kaupa þar sem slíkt er viðeigandi og mögulegt.

Lokanir vegna brota á reglum netsamfélagsins

Ástæður þess að rásum eða reikningum getur verið lokað:

Þú gætir fengið tilkynningu um lokun á rás í tölvupósti eða þegar þú skráir þig inn í YouTube Studio. Ef lokað er á rás missirðu aðgang að stjórnborði Studio og öðrum eiginleikum. Þú getur enn skráð þig inn í YouTube Studio til að skoða upplýsingar um lokunina.

Áfrýjun á lokun vegna brota á reglum netsamfélagsins

Áfrýja úr snjalltæki

Ef þú telur að rásinni þinni/reikningnum þínum hafi verið lokað fyrir mistök geturðu áfrýjað hér.

Áfrýja úr tölvu

  1. Opnaðu YouTube Studio.

    1. Athugaðu: Þú gætir þurft að auðkenna þig aftur þegar þú skráir þig inn.
  2. Fyrir neðan upplýsingarnar um lokunina skaltu smella á Hefja yfirferð.
  3. Skoðaðu ástæðurnar fyrir lokuninni.
  4. Smelltu á Áfram.
  5. Veldu Hefja áfrýjun.
  6. Smelltu á Áfram.
  7. Gefðu upp netfangið þitt og útskýrðu hvers vegna þú áfrýjar.
  8. Smelltu á Senda.

Athuga stöðu áfrýjunar vegna lokunar

  1. Opnaðu YouTube Studio.
  2. Finndu staðfestingu á því að þú hafir sent inn áfrýjun og athugaðu hversu langan tíma gert er ráð fyrir að yfirferðin taki.

Þú færð tilkynningu í tölvupósti um niðurstöðu áfrýjunarinnar. Ef áfrýjunin er samþykkt verðurðu send(ur) áfram á stjórnborð YouTube Studio. Ef áfrýjuninni er hafnað verðurðu skráð(ur) út þegar þú hefur staðfest niðurstöðuna.

Lokanir vegna höfundarréttarmála

Ef rásinni þinni var lokað vegna krafna sem tengjast broti á höfundarrétti og þú telur að kröfurnar séu rangar geturðu sent andmæli. Ferlið er áfram í boði fyrir höfunda með varanlega lokaðar rásir en vefeyðublaðið fyrir andmæli verður óaðgengilegt. Þú getur líka sent andmæli með tölvupósti, faxi eða bréfpósti.

Þú getur líka reynt að hafa samband við kröfuhafann beint og beðið um afturköllun.

Nánari upplýsingar um andmælaferlið má finna í höfundarréttarmiðstöðinni.

Athugaðu: Ef þú fyllir út andmæli byrjarðu málarekstur.

Sæktu gögn fyrir lokun á rás

Ef rásinni þinni er lokað varanlega geturðu ekki lengur sótt YouTube-efnið þitt. Þú getur samt sótt Google-gögnin þín. Kynntu þér hvernig þú sækir Google-gögnin þín.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9012077394407074880
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false