Úrræðaleit fyrir fjarlægingu vídeós

Þetta efni er til að hjálpa með vídeó sem hafa verið fjarlægð af YouTube. Ef þú þarft aðstoð við að fjarlægja vídeó geturðu kynnt þér hvernig þú getur eytt eigin vídeóum eða tilkynnt óviðeigandi efni.

Ef þú sérð skilaboðin „Vídeó fjarlægt“ hjá einu af vídeóunum sem þú hefur hlaðið upp þýðir það að vídeóið braut gegn reglum okkar og var fjarlægt af YouTube. Smelltu á hluta hér fyrir neðan til að fá að vita hvað þú getur gert til að leysa úr vandamálinu. 

Ástæður fyrir fjarlægingu og möguleg viðbrögð þín

Óviðeigandi efni

Ef þú sérð skilaboðin „Vídeó fjarlægt: Óviðeigandi efni“ hjá einu af vídeóunum sem þú hefur hlaðið upp þýðir það að vídeóið braut gegn reglum netsamfélagsins.

Til að leysa úr málinu

Brot á þjónustuskilmálum

Ef þú sérð skilaboðin „Vídeó fjarlægt: Brot gegn notkunarskilmálum“ hjá einu af vídeóunum þínum var vídeóinu mögulega hafnað vegna brots gegn notkunarskilmálum eða höfundarrétti. Skoðaðu notkunarskilmálana og þessi grunnatriði um höfundarrétt til að fá frekari upplýsingar.

Inniheldur höfundarréttarvarið efni

Ef þú sérð eftirtalin skilaboð hjá einu af vídeóunum þínum þýðir það að eigandi efnisins hafi gert tilkall til efnis í vídeóinu með Content ID kerfinu á YouTube.

  • Inniheldur höfundarréttarvarið efni
  • Slökkt á hljóði vegna höfundarréttarvarins efnis
  • Á bannlista um heim allan
  • Á bannlista í sumum löndum/svæðum

Veldu textann sem birtist hjá vídeóinu þínu. Þessi tengill færir þig yfir á síðu þar sem finna má nánari upplýsingar um tilkall til höfundarréttar á vídeóinu þínu. Þú getur séð upplýsingar um efnið sem var greint í vídeóinu í „Upplýsingar um höfundarrétt“. 

Nánar um hvað Content ID tilköll eru og hvernig þau hafa áhrif á vídeóið þitt.

Vídeó fjarlægt

Vídeóið þitt var fjarlægt af YouTube vegna þess að eigandi höfundarréttar sendi lagalega beiðni um að láta fjarlægja það. Þú fékkst einnig punkt vegna höfundarréttarbrota. Nánar um hvernig punktar vegna höfundarréttarbrota geta haft áhrif á reikninginn þinn

Þrjár leiðir eru færar ef þú vilt leysa úr punkti vegna höfundarréttarbrota. Það hefur engin áhrif á punktinn þótt þú eyðir vídeóinu með punktinum.

Vandamál með vörumerki

Ef þú sérð skilaboðin „Vídeó fjarlægt: vandamál með vörumerki“ hjá einu af vídeóunum þínum þýðir það að vídeóið hafi brotið gegn reglum okkar um vörumerki.

Skoðaðu reglur okkar um vörumerki til að vera viss um að þú skiljir hvaða efni má hlaða upp á YouTube.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7836887570039817738
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false