Rataðu um efnisstjórnun Studio

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.

Efnisstjórnun YouTube Studio er vefútgáfa sem YouTube samstarfsaðilar nota til að stýra efni sínu og réttindum á YouTube. Í samræmi við hlutverk þitt, verða sumir eða allir möguleikar þínir á vinstri valmynd þegar þú skráir þig inn á Efnisstjóra reikninginn:

 Stjórnborð

Fylgstu með ólíkum málum þar sem aðgerða er krafist, til dæmis vegna eignarhaldsárekstra og tilkalla. Þú getur líka fylgst með rásum með punkta vegna höfundarréttarbrota, rásarboð í bið og rásir þar sem búið er að loka á tekjuöflun.

 Vídeó

Skoðaðu lista yfir vídeó sem rásirnar í efnisstjóra þínum hafa hlaðið upp eða streymt í beinni. Hér geturðu sótt, eytt í stórum stíl eða gert fjöldauppfærslu á vídeóum. Þú getur líka síað  til að skoða vídeó með tilköll til höfundarréttar, punkta og aðrar eigindir.

 Eignir

Fáðu yfirlit yfir eignirnar sem tengjast Efnisstjóra þínum. Þú getur flutt út eigna upplýsingar, skoðað og breytt lýsigögnum eigna, og gert fjöldabreytingar á eignum þínum. Til að finna eignirnar sem þú leitar að, síaðu  eftir tegund eignar, kröfum, og öðrum eignleikum. Nánar um eignir.

 Merki eignar

Skoðaðu lista yfir merki eigna sem tengjast efnisstjóra þínum. Þú getur líka skoðað tilköllin sem eignir með tiltekið merki hafa búið til. Nánar um merki eignar.

 Vandamál

Bregstu við vandamálum sem krefjast athygli þinnar og gætu haft áhrif á eignir þínar, tilvísanir eða tilköll sem þú hefur gert. Þú getur fengið frekari upplýsingar um möguleg tilköll, tilköll með andmæli og áfrýjun, ágreininga og flutninga, ógildar tilvísanir og skaranir á tilvísunum.

 Rásir

Skoðaðu lista yfir mæligildi og heimildir rásanna sem tengjast efnisstjóra þínum. Efnisstjórinn getur tengst við margar rásir með því að búa til rásir eða bjóða öðrum rásum inn á reikning efnisstjóra.

 Vídeó sem gert hefur verið tilkall til

Skoðaðu lista yfir vídeó sem gert hefur verið tilkall til og eignirnar sem tengjast þeim. Mörg tilköll til sama vídeós eru hópuð saman svo þú getir auðveldlega farið yfir tilköll og leyst úr þeim. Nánar um vídeó sem gert hefur verið tilkall til.

 Reglur

Farðu yfir sérsniðnu reglurnar þínar og breyttu þeim eða búðu til nýjar reglur til að fá meiri stjórn á efninu þínu. Þú getur líka bætt við tímasettum reglum sem taka gildi á tilteknum degi og tíma. Nánar um reglur.

 Greining

Fáðu frekari upplýsingar um árangur efnisins þíns á ólíkum sviðum, til dæmis vídeó, rásir eða eignir. Þú getur fylgst með tekjum, lýðfræðilegum upplýsingum um áhorfendur, uppsprettum umferðar og öðrum upplýsingum með nýjustu mæligildunum og skýrslum. Nánar um Greiningu.

 Herferðir

Skoðaðu lista yfir liðnar, yfirstandandi og væntanlegar herferðar og eignirnar sem þær byggjast á. Þú getur búið til herferðir sem byggjast á eignum til að velja einstakar eignir, eða herferðir sem byggjast á merkjum til að velja eignir sem tengjast tilteknu merki eignar. Nánar um herferðir.

 Hvítur listi

Hvítur listi sýnir rásirnar sem eru með undanþágu frá sjálfvirkum tilköllum frá eignum efnisstjórans þíns. Þú getur líka bætt fleiri rásum við hvíta listann eftir rásarauðkenni eða vefslóð. Nánar um hvíta lista.

 Skýrslur

Skoðaðu og sæktu skýrslur um tekjur, vídeó, eignir, tilvísanir, tilköll og herferðir. Skýrslur eru tiltækar vikulega eða mánaðarlega. Nánar um skýrslur.

 Efnismiðlun

Skoðaðu og sæktu pakka af efni sem var hlaðið upp á efnisstjórann. Þú getur fundið sniðmát til að afhenda og uppfæra efni og hlaða upp þessum pökkum frá þessari síðu Nánar um afhendingu skráa til YouTube.

Stillingar

Skoðaðu reikningsstillingar og breyttu þeim, til dæmis tilkynningum í tölvupósti og notandastillingum. Hægt er að búa til ólík hlutverk notanda og breyta þeim hérna. Nánar um reikningsstillingar efnisstjóra.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
15940359058447813619
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false