Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Reglur um sjálfsmorð, sjálfsskaða og átraskanir

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.
Athugaðu: Þann 18. apríl 2023 uppfærðum við reglur okkar um átröskun til að vernda samfélagið betur gegn viðkvæmu efni sem gæti verið skaðlegt sumum notendum. Við getum nú fjarlægt eftirhermuefni, sett aldurstakmark á efni eða sýnt neyðarupplýsingasvæði við vídeó um efni sem tengist átröskunum og sjálfsskaða. Reglurnar hér að neðan hafa verið uppfærðar með þessum breytingum. Þú færð meiri upplýsingar um nálgun okkar í þessari bloggfærslu.

Við hjá YouTube tökum heilbrigði og vellíðan höfunda okkar og áhorfenda alvarlega. Vitund og skilningur á geðheilsu eru mikilvæg og við styðjum höfunda í að deila upplifun sinni, til dæmis með því að birta efni sem fjallar um reynslu þeirra af þunglyndi, sjálfsskaða, átröskun eða öðrum vandamálum tengdum geðheilsu.

Hins vegar leyfum við ekki efni á YouTube sem hvetur til sjálfsmorðs, sjálfsskaða eða átröskunar, sem er ætlað að hneyksla eða valda viðbjóði eða sem stofnar áhorfendum í hættu.

Ef þú finnur svona efni

Ef þú telur að einhver sé í hættu:

Ef þú finnur fyrir neikvæðum áhrifum af völdum efnis sem tengist geðheilsu, sjálfsmorði, sjálfsskaða eða átröskun skaltu vita að hjálpin er til staðar og þú ert ekki ein(n). Í næsta hluta er að finna lista yfir úrræði og samskiptaupplýsingar stofnana sem geta aðstoðað.

Til að fá almennar leiðbeiningar um hvernig þú talar við einhvern sem þú hefur áhyggjur af skaltu hafa samband við innlendar hjálparlínur.

Ef þig vantar aðstoð

Ef þú finnur fyrir þunglyndi eða hugsar um sjálfsmorð, sjálfsskaða eða átt við átröskun að stríða, skaltu vita að hjálpin er til staðar og þú ert ekki ein(n). Þessi vandamál eiga það til að koma upp þegar fólk upplifir erfiðar tilfinningar. Samtal við sérfræðing í geðheilbrigðismálum getur hjálpað við að komast að því hvort þú eigir við geðræn vandamál að stríða sem þarfnast umönnunar. Það getur líka hjálpað þér að finna heilbrigðar og gagnlegar lausnir og byggja upp hæfni í að ráða við erfiðar tilfinningar.

Stuðningsúrræði tengd sjálfsvígum og sjálfsskaða

Hér á eftir er listi yfir stofnanir sem hjálpa fólki í neyð í ýmsum löndum og landsvæðum. Þær eru viðurkenndir neyðarþjónustuaðilar. Samstarf við þjónustuaðilana fer eftir landi/landsvæði.

Vefsvæðin findahelpline.com og www.wikipedia.org/wiki/List_of_suicide_crisis_lines gætu hjálpað þér að finna stofnanir á landsvæðum sem eru ekki tilgreind hér.

Ástralía

Lifeline Australia

Kids Helpline

13 11 14

1800 55 1800

Argentína Centro de Asistencia al Suicida - Buenos Aires

135 (desde Capital y Gran Buenos Aires) 

(011) 5275-1135 (desde todo el país)

Brasilía Centro de Valorização da Vida 188
Belgía

Centre de Prévention du Suicide /

Zelfmoordlijn 1813

0800 32 123

1813

Búlgaría Български Червен Кръст 02 492 30 30
Tékkland Psychiatrická léčebna Bohnice - Centrum krizové intervence
+420 284 016 666
Danmörk Livslinien 70201201
Frakkland S.O.S Amitié 09 72 39 40 50
Finnland Suomen Mielenterveysseura / Kansallinen kriisipuhelin 09-2525-0111
Þýskaland Telefonseelsorge 0800-1110111
Grikkland ΚΛΙΜΑΚΑ 1018
801 801 99 99
Hong Kong 香港撒瑪利亞防止自殺會 2389 2222
Ungverjaland S.O.S. Telefonos Lelki Elsősegély Szolgálat 06 1 116-123 
Indland आसरा
AASRA
91-9820466726
Írland Samaritans 116 123
Ísrael ער"ן - עזרה ראשונה נפשית 1201
Ítalía Samaritans Onlus 800 86 00 22
Japan こころの健康相談統一ダイヤル 0570-064-556
Nýja-Sjáland Lifeline New Zealand 0800 543 354
Holland Stichting 113Online 0900-0113
Singapúr Samaritans of Singapore 1800-221-4444
Spánn

Telèfon de l'Esperança de Barcelona

Teléfono de la Esperanza

93 414 48 48

717 003 717

Suður-Kórea 보건복지부 자살예방상담전화 1393
Taívan 生命線協談專線 1995
Taíland กรมสุขภาพจิต กระทรวงสาธารณสุข 1323
Bretland Samaritans 116 123
Bandaríkin

Suicide & Crisis Lifeline

988 /Chat

Til að lesa ábendingar og horfa á vídeó sem hjálpa þér að upplifa meira öryggi á YouTube skaltu skoða öryggismiðstöð höfunda.

Stuðningsúrræði fyrir einstaklinga með átröskun

Hér á eftir er listi yfir stofnanir sem hjálpa einstaklingum með átröskun. Þessar stofnanir styðja við geðheilsu. Samstarf við þjónustuaðilana fer eftir landi/landsvæði.

Bandaríkin NEDA +1 800 931-2237
Bretland BEAT Eating Disorders +44 0808 801 0677 England
    +44 0808 801 0432 Skotland
    +44 0808 801 0433 Wales
    +44 0808 801 0434 Norður- Írland
Indland Vandrevala Foundation +91 9999 666 555

Reglur netsamfélagsins um birtingu á efni sem tengist sjálfsmorði, sjálfsskaða eða átröskun.

Notendur YouTube ættu að vera óhræddir við að tala opinskátt um geðheilsu, sjálfsmorð, sjálfsskaða og átröskun á gagnlegan, óskaðlegan hátt.

Þó eru til dæmi um að viðkvæmt efni sé búið til sem gæti valdið hættu fyrir suma notendur. Þegar þú býrð til efni sem fjallar um sjálfsmorð, sjálfsskaða eða átröskun skaltu hafa í huga möguleg neikvæð áhrif af efninu á aðra notendur, sérstaklega ólögráða einstaklinga og notendur sem gætu verið viðkvæmir fyrir svona efni.

Til að vernda og styðja við áhorfendur þína og aðra notendur skaltu fara eftir reglum netsamfélagsins hér fyrir neðan þegar þú býrð til efni sem tengist sjálfsmorði, sjálfsskaða eða átröskun. Ef ekki er farið eftir þessum reglum netsamfélagsins gætirðu fengið á þig punkt, efni gæti verið fjarlægt eða aðrar takmarkanir settar á til að vernda notendur. Nánar.

Reglur netsamfélagsins eiga við um vídeó, vídeólýsingar, ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á, það að beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og aðra tengla.

Ekki skal birta eftirfarandi efni:

  • Efni sem kynnir eða vegsamar sjálfsmorð, sjálfsskaða eða átraskanir
  • Leiðbeiningar um hvernig eigi að fremja sjálfsmorð, skaða sig eða auðvelda átröskun (þar með talið hvernig hægt sé að fela átröskun)
  • Efni sem tengist sjálfsmorði, sjálfsskaða eða átröskun og beinist að ólögráða einstaklingum
  • Grófar myndir af sjálfsskaða
  • Myndir af líkum fórnarlamba sjálfsmorðs, nema þær séu gerðar óskýrar eða huldar fullkomlega
  • Vídeó sem sýna tímann fram að sjálfsmorði eða sjálfsmorðstilraunir og myndefni af björgun frá sjálfsmorði án fullnægjandi samhengis
  • Efni sem sýnir þátttöku í eða leiðbeiningar um áskoranir sem tengjast sjálfsmorði og sjálfsskaða (t.d. Blue Whale eða Momo-áskoranir)
  • Sjálfsmorðsbréf án fullnægjandi samhengis
  • Efni sem inniheldur einelti sem byggist á þyngd í átröskunarsamhengi

Í sumum tilfellum gætum við sett takmarkanir á efni tengt sjálfsmorði, sjálfsskaða eða einelti í stað þess að fjarlægja það, ef það uppfyllir eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum (við gætum t.d. sett aldurstakmark, viðvörun eða neyðarupplýsingasvæði við vídeóið). Athugaðu að listinn er ekki tæmandi:

  • Efni sem er ætlað að vera fræðandi, heimildaefni, vísindalegt eða listrænt
  • Efni sem er fyrir almannahagsmuni
  • Gróft efni sem er nægilega blörrað
  • Leikið efni eða efni framleitt eftir handriti, sem felur meðal annars í sér, en einskorðast ekki við, tölvuleiki, tónlistarvídeó og búta úr kvikmyndum og þáttum
  • Ítarlegar umræður um aðferðir, staði og vinsæla staði fyrir sjálfsmorð eða sjálfsskaða
  • Grófar lýsingar á sjálfsskaða eða sjálfsmorði
  • Efni sem tengist bata við átröskun sem inniheldur atriði sem gætu haft neikvæð áhrif á áhorfendur sem eru í áhættuhópi

Góð vinnubrögð fyrir höfunda sem birta efni um sjálfsmorð, sjálfsskaða eða átraskanir

Við mælum með þessum góðu vinnubrögðum þegar kemur að efni um sjálfsmorð og sjálfsskaða til að vernda áhorfendur frá skaða og vanlíðan:

  • Forðastu að sýna fólk sem svipt hefur sig lífi af virðingu við einkalíf þeirra og fjölskyldna þeirra. Nánar.
  • Notaðu jákvætt og samúðarfullt málfar, með áherslu á bata, forvarnir og sögur sem efla von.
  • Birtu upplýsingar og úrræði til að koma í veg fyrir sjálfsmorð og sjálfsskaða og aðferðir til sjálfsbjargar. Reyndu að birta þessar upplýsingar bæði í vídeóinu og í vídeólýsingunni.
  • Ekki nota krassandi málfar eða dramatískar myndir.
  • Gefðu upp samhengi en forðastu að tala um hvernig fórnarlambið framdi sjálfsmorðið. Ekki tala um aðferðir eða staði.
  • Gerðu efni óskýrt sem inniheldur myndir af fórnarlömbum sjálfsmorðs. Þú getur gert vídeó óskýrt í klippiforritinu í YouTube Studio. Nánar.

Við mælum með þessum góðu vinnubrögðum þegar kemur að efni um átraskanir til að vernda áhorfendur frá skaða og vanlíðan:

  • Beindu athyglinni að áhrifum átröskunar í stað smáatriða sem tengjast hegðun tengdri henni.
  • Láttu áhorfendur þína vita að átröskunum fylgja oft mjög alvarlegir fylgikvillar.
  • Láttu fylgja með upplýsingar um hvernig koma megi í veg fyrir átraskanir og aðferðir til sjálfsbjargar ásamt því hvar hægt sé að fá hjálp. Reyndu að birta þessar upplýsingar bæði í vídeóinu og í vídeólýsingunni.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Við gætum einnig takmarkað aðgang þinn að beinstreymi ef þú gefur til kynna að þú ætlir að beinstreyma efni sem brýtur gegn reglum netsamfélagsins. Nánar um takmarkanir á beinstreymi.

Viðvaranir og úrræði

YouTube gæti sýnt notendum eiginleika eða úrræði þegar efni fjallar um sjálfsmorð eða sjálfsskaða. Dæmi:

  • Viðvörun áður en vídeóið hefst, þar sem tilkynnt er að það innihaldi efni sem tengist sjálfsmorði og sjálfsskaða
  • Svæði undir vídeóinu með úrræðum á borð við símanúmer sjálfsmorðshjálparlína

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
3157537006854140986
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false