Ofbeldisfullt efni eða efni með blóðsúthellingum sem er ætlað að hneyksla áhorfendur eða valda þeim viðbjóði eða efni sem hvetur aðra til ofbeldisverknaðar er ekki leyft á YouTube.
Ef þú telur að einhver sé í bráðri hættu skaltu strax hafa samband við lögregluna á staðnum til að tilkynna um ástandið.
Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.
Hvað reglurnar þýða fyrir þig
Ef þú birtir efni
Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.
Ofbeldisfullt eða gróft efni
- Hvetur aðra til ofbeldis gegn einstaklingum eða skilgreindum hópi fólks.
- Slagsmál með ólögráða einstaklingum.
- Myndefni, hljóð eða myndir sem sýna umferðarslys, náttúruhamfarir, afleiðingar stríðs, afleiðingar hryðjuverkaárásar, götuslagsmál, líkamsárásir, brennandi fórnarlömb, pyntingar, lík, mótmæli eða óeirðir, rán, skurðaðgerðir eða svipað efni í þeim tilgangi að hneyksla áhorfendur eða valda þeim viðbjóði.
- Myndefni eða myndir sem sýna líkamsvessa, til dæmis blóð eða ælu, í þeim tilgangi að hneyksla áhorfendur eða valda þeim viðbjóði.
- Myndefni af líkum með alvarlega áverka, t.d. útlimamissi.
Efni með dýraníði:
- Efni þar sem menn þvinga dýr til að berjast.
- Efni þar sem maður fer vísvitandi illa með dýr og veldur því þjáningu utan hefðbundinna eða almennra venja. Dæmi um hefðbundnar eða almennar venjur eru meðal annars veiðar og matreiðsla.
- Efni þar sem maður setur dýr að óþörfu í slæmar aðstæður utan hefðbundinna eða almennra venja. Dæmi um hefðbundnar eða almennar venjur eru meðal annars veiðar og matreiðsla.
- Efni sem upphefur eða hvetur til alvarlegrar vanrækslu, illrar meðferðar eða skaða á dýrum.
- Efni sem sýnir sviðsetta björgun dýra þar sem dýrið er sett í hættulegar aðstæður.
- Gróft efni sem sýnir dýr og er ætlað að hneyksla eða vekja viðbjóð.
Leikið eða skáldað efni:
- Leikið eða skáldað myndefni af efni sem þessar reglur banna þar sem áhorfandanum er ekki gefið nægilegt samhengi til að skilja að myndefnið sé leikið eða skáldað.
Athugaðu að við leyfum ekki eftirfarandi gerðir efnis þótt samhengi sé gefið til að sýna að því sé ætlað að vera fræðandi, vísindalegt eða listrænt eða heimildaefni:
- Ofbeldisfullar kynferðisárásir (vídeó, myndir eða hljóð).
- Myndefni sem tekið er upp af geranda þegar hamfarir af mannavöldum eða dauðsfall eiga sér stað þar sem heyra má eða sjá vopn, ofbeldi eða meidd fórnarlömb.
Athugaðu að listinn er ekki tæmandi.
Hafðu í huga að þessar reglur gilda líka fyrir vídeó, vídeólýsingar, smámyndir, ummæli, beinstreymi og allar aðrar vörur eða eiginleika YouTube. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á, sem beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og aðra tengla.
FræðsluefniVið gætum leyft ofbeldisfullt eða gróft efni sem er lýst hér fyrir ofan í sumum tilfellum ef efni er ætlað að vera fræðandi, vísindalegt eða listrænt eða heimildaefni. Þetta er ekki leyfi til að hlaða inn efni sem er ætlað til að hneyksla eða valda viðbjóði eða hvetja aðra til ofbeldis og við gerum þessar undantekningar ekki fyrir tilteknar tegundir efnis svo sem myndefni af ofbeldisfullum kynferðisárásum. Ef fræðandi efni inniheldur ofbeldisfullt eða gróft efni eins og lýst er hér fyrir ofan verður þetta samhengi að birtast í myndunum eða hljóðinu í vídeóinu sjálfu. Ekki nægir að gefa það upp í titlinum eða lýsingunni.
Varðandi fræðslu-, heimilda-, vísinda- eða listrænt efni sem inniheldur efni fyrir fullorðna eða gróft ofbeldi gætum við tekið tillit til opinberrar einkunnar þriðja aðila innan greinarinnar til að ákveða hvort efnið megi vera áfram á YouTube. Aldurstakmark er sett á efni sem fylgir reglum okkar en er ekki við hæfi allra áhorfenda. Efni með aldurstakmarki er ekki sýnilegt þeim sem eru undir 18 ára aldri eða eru skráðir út.
Við gætum notað aldurstakmark frekar en að fjarlægja ofbeldisfullt eða gróft efni ef nægilegt samhengi er veitt til að unnt sé að skilja það. Til dæmis gæti efni sem sýnir áverka fórnarlamba í umferðarslysi verið fjarlægt, en við getum sett aldurstakmark á sama efni ef það er birt með fréttaumfjöllun sem útskýrir kringumstæðurnar og samhengið. Til að nota ofbeldisfullt eða gróft efni í fræðslutilgangi verður samhengi að koma fram í myndunum eða hljóðinu í vídeóinu sjálfu. Þú getur fengið frekari upplýsingar um mikilvægi samhengis hér.
Við tökum einnig tillit til almannahagsmuna þegar við ákveðum hvort fjarlægja eigi efni eða aldurstakmarka. Til dæmis gætum við aldurstakmarkað gróft eða ofbeldisfullt efni sem fjallar um stríðssvæði.
Við getum einnig sett aldurstakmark á sviðsett ofbeldi þegar það inniheldur gróf atriði, til dæmis aflimun eða afhöfðun eða sýnir lík með þessa alvarlegu áverka. Yfirleitt leyfum við leikið ofbeldi þegar efnið eða lýsigögnin láta okkur vita að efnið sé skáldað eða þegar það er greinilegt út frá efninu sjálfu, til dæmis í teiknuðu efni eða tölvuleikjum.
Við höfum eftirfarandi atriði í huga þegar við ákveðum hvort setja skuli aldurstakmark á efni eða fjarlægja það. Athugaðu að listinn er ekki tæmandi:
- Hvort ofbeldisfullar eða blóðugar myndir séu aðalatriði vídeósins. Til dæmis þegar eingöngu ofbeldisfyllsti hluti kvikmyndar eða tölvuleiks er sýndur.
- Hvort heitið, lýsing, merki eða önnur gögn gefa til kynna ætlun um að hneyksla eða vekja áhorfendum viðbjóð.
- Hvort ofbeldisfullar myndir eða hljóð hafi verið blörruð eða falin.
- Hversu lengi ofbeldisfullar myndir eða hljóð eru í efninu.
- Hvort samhengi sé til staðar sem lætur áhorfendur vita að myndirnar séu leiknar eða skáldaðar. Til dæmis með upplýsingum í vídeóinu, titlinum eða lýsingunni.
- Hvort ofbeldið sé hluti af trúarlegum eða menningarlegum hefðum og upphleðsluaðilinn gefi áhorfendum upplýsingar um það samhengi.
- Hvort efnið sýni dráp á dýri með hefðbundnum eða almennum aðferðum við veiðar, trúariðkun eða matreiðslu.
Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika.
Dæmi
Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.
- Efni sem hvetur aðra til að fara á tiltekinn stað til að fremja ofbeldi, til að fremja ofbeldi á tilteknum tíma eða fremja ofbeldi gagnvart tilteknum einstaklingum eða hópum.
- Raunveruleg skólaslagsmál á milli ólögráða einstaklinga. Við getum leyft efni ef einstaklingarnir eru í gamnislagsmálum og ef það er greinilegt áhorfendum.
- Barsmíðar eða áflog fyrir utan faglega íþróttaviðburði eða íþróttaviðburði undir eftirliti fagmanna.
Fleiri dæmi
Ofbeldisfullt eða gróft efni- Myndefni af skurðaðgerðum þar sem áherslan er lögð á opin sár og efnið gefur áhorfendum enga fræðslu eða útskýringu.
- Myndefni af glæpum, t.d. ofbeldisfullum ránum sem gefur áhorfendum enga fræðslu eða útskýringu.
- Myndefni úr farsíma, bílamyndavél eða öryggismyndavél sem sýnir slasaðan eða látinn einstakling í umferðarslysi með titlum á borð við „Brjálað slys“ eða „Aðvörun: Mikið blóð.“
- Vídeó af afhöfðun.
- Einhliða árásir með titlum á borð við „Sjáið þennan laminn í klessu!“.
Hér eru fleiri dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube:
- Hundaat, hanaat eða aðrir þvingaðir dýrabardagar þar sem menn þvinga dýr til að ráðast á hvert annað. Við leyfum efni sem sýnir slagsmál dýra úti í náttúrunni, til dæmis í náttúrulífsmynd.
- Efni sem sýnir þjáningar dýra, vanrækslu eða illa meðferð til að hneyksla áhorfendur eða upphefja misnotkunina og sem gefur ekki nægilegt fræðandi, heimildalegt, vísindalegt eða listrænt samhengi.
- Nautaat þar sem nautin eru meidd, t.d. sverð standa í nautinu.
- Veiðar sem nota óhefðbundnar aðferðir eins og sprengjur eða eitur.
- Sviðsett björgun dýra þar sem dýr eru vísvitandi meidd eða sett í hættulegar aðstæður fyrir leikræn áhrif.
Listinn hér að ofan er ekki tæmandi.
Hafðu í huga að þetta eru bara nokkur dæmi og ekki birta efni ef þú heldur að það gæti brotið gegn þessum reglum.
Ef efni brýtur gegn reglunum
Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.
Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað regluþjálfun til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. Níutíu daga tímabilið hefst eftir þjálfunina, ekki þegar viðvörunin er gefin. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.
Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.
Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.