Reglur um nekt og kynferðislegt efni

Athugaðu: Þann 7. september 2022 uppfærðum við reglur okkar varðandi nekt og kynferðislegt efni til að framfylgja betur reglum netsamfélagsins. Þú getur fengið meiri upplýsingar um þessar breytingar á spjallborðinu. Reglurnar hafa verið uppfærðar með þessum breytingum.
Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.

Gróft efni sem ætlað er að svala kynlöngunum er ekki leyft á YouTube. Ef klám er birt gæti efnið verið fjarlægt eða rásinni lokað. Vídeó með blætisefni verða fjarlægð eða aldurstakmörk sett á þau. Í flestum tilvikum eru ofbeldisfull, gróf eða niðurlægjandi blæti ekki leyfð á YouTube.

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Efni sem sýnir kynferðislega gróft efni með ólögráða einstaklingum og efni sem misnotar ólögráða einstaklinga kynferðislega er ekki leyft á YouTube. Við tilkynnum myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum til National Center for Missing and Exploited Children en stofnunin vinnur með löggæsluyfirvöldum um allan heim.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Klúrt efni sem brýtur gegn þessum reglum getur leitt til þess að rásinni verði lokað. Þessar reglur gilda um raunverulegt, teiknað og hreyfimyndaefni, þar á meðal kynlífsatriði, tölvuleiki og tónlist.

Ekki birta efni á YouTube ef það sýnir:

  • Klædd eða nakin kynfæri, brjóst eða rassa sem er ætlað til kynferðislegrar svölunar.
  • Klám, kynferðislegar athafnir eða blæti sem er ætlað til kynferðislegrar svölunar.

Aðrar tegundir efnis sem brjóta gegn þessum reglum

  • Sjálfsfróun
  • Gælur eða káf á kynfærum, brjóstum eða rössum
  • Notkun á kynlífsleikföngum til að veita áhorfendum kynferðislega svölun
  • Nekt eða nekt að hluta til að veita kynferðislega svölun
  • Kynferðislegar athafnir þar sem samþykki liggur ekki fyrir eða kynning eða upphafning á kynferðislegum athöfnum þar sem samþykki liggur ekki fyrir, til dæmis kynferðisárásum, sifjaspelli, kynmökum með dýrum eða dýrafrygð
  • Óumbeðin kynlífsvæðing, svo sem myndefni þar sem ekki hefur verið gefið samþykki til birtingar og gægjur
  • Slys sem tengjast fatnaði eða leki á nektarmyndum
  • Að án þess að hafa fengið fyrir því samþykki stækka eða halda stöðugri athygli á eða leggja áherslu á brjóst, rass eða kynfærasvæði einstaklings til að veita kynferðislega svölun
  • Ofbeldisfullt, gróft eða niðurlægjandi blætisefni þar sem tilgangurinn er kynferðisleg svölun
  • Samansafn efnis sem er ætlað til kynferðislegrar svölunar
  • Allt kynferðislegt efni með ólögráða börnum – sjá síðuna Öryggi barna á YouTube til að fá meiri upplýsingar

Athugaðu: Listinn hér að ofan er ekki tæmandi.

Efni með aldurstakmarki

Við getum sett aldurstakmark á efni ef það inniheldur nekt eða annað kynferðislegt efni en sýnir ekkert af ofangreindu. Við höfum eftirfarandi atriði í huga við ákvörðun um aldurstakmörkun eða fjarlægingu á efni.

  • Hvort klædd eða nakin brjóst, rassar eða kynfæru séu miðpunkturinn í vídeóinu
  • Hvort fyrirsætan er í stellingu sem er ætlað að hafa kynörvandi áhrif á áhorfandann
  • Hvort orðbragð vídeósins er óheflað eða klúrt
  • Hvort hegðun einstaklings í vídeóinu hvetur til kynferðislegrar örvunar, svo sem með því að snerta brjóst eða kynfæri eða sýna undirföt
  • Hvort klæðnaðurinn væri almennt óásættanlegur í opinberu samhengi, til dæmis undirföt
  • Hvort kynferðislegar myndir eða hljóð hafi verið blörruð eða falin
  • Hvort kynferðislegar myndir eða hljóð bregði stuttlega fyrir eða vari lengur
  • Hvort efnið býður öðrum að taka þátt í áskorun sem tengist kynferðislegu athæfi

Athugaðu: Listinn hér að ofan er ekki tæmandi.

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi, hljóð og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika. Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Fræðsluefni

Við getum leyft kynferðislegt efni ef megintilgangur þess er fræðilegur, heimildarlegur, vísindalegur eða listrænn og efnið er ekki sett inn að tilefnislausu. Til dæmis er við hæfi að sýna nakin brjóst í heimildarmynd um brjóstakrabbamein en ekki að setja inn myndbúta úr sömu heimildarmynd tekin úr samhengi í þeim tilgangi að veita kynferðislega svölun. Ekki er víst að nekt í frumbyggjasamfélögum tekin úr samhengi, við lækningar, fæðingu, listræna viðburði eða við brjóstagjöf, uppfylli reglur okkar um undantekningar fyrir heimildaefni. 

Sama á við um birtingu á kynlífsatriðum í listrænu samhengi, til dæmis í kvikmyndum, hljóðsögum, tónlist og tölvuleikjum. Til dæmis er hugsanlegt að leyft verði að birta kvikmynd með kynlífsatriði ef nafn kvikmyndarinnar, leikstjórans og leikaranna er látið fylgja með í efni vídeósins og lýsingu þess. Ef gefið er samhengi í efni, heiti og lýsingu er auðveldara fyrir bæði áhorfendur og okkur að greina megintilgang vídeósins.

Fyrir fræðslu-, heimilda-, vísinda- eða listrænt efni sem inniheldur efni fyrir fullorðna eða gróft ofbeldi gætum við tekið tillit til opinberrar einkunnar þriðja aðila til að ákveða hvort efnið megi vera áfram á YouTube. Aldurstakmark er sett á efni sem fylgir reglum okkar en er ekki við hæfi allra áhorfenda. Efni með aldurstakmarki er ekki sýnilegt þeim sem eru undir 18 ára aldri eða eru skráðir út.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

  • Myndbútar úr kvikmyndum, þáttum eða öðru efni sem ekki er klámfengið í þeim tilgangi að einangra kynferðislegt efni (úr raunheimum eða listrænt efni)
  • Káf, kossar, sjálfsfróun, myndir teknar undir pils, gægjur, flass eða annað efni sem sýnir einhverja á kynferðislegan hátt án samþykkis viðkomandi
  • Efni sem sýnir kynferðislegar athafnir, hegðun eða kynlífsleikföng sem eru ætluð til kynferðislegrar svölunar

Athugaðu: Atriðin hér fyrir ofan eru bara nokkur dæmi. Ekki birta efni ef þú heldur að það gæti brotið gegn þessum reglum.

Fleiri dæmi

  • Spilunarlistar sem safna saman efni sem inniheldur nekt eða kynferðisleg þemu í þeim tilgangi að veita kynferðislega svölun
  • Eggjandi dans sem leggur áherslu á kynfæri dansarans, rass eða brjóst eða þar sem gælur eða káf koma fyrir
  • Efni sem kynvæðir nauðgun í hvaða formi sem er eða efni sem safnar saman myndbútum af leiknum nauðgunum eða nauðgunarsenum
  • Lýsingar í hljóði eða texta af kynferðisathöfnum í þeim tilgangi að veita kynferðislega svölun
  • Efni sem sýnir líkamsvessa eða úrgang, til dæmis þvag, í þeim tilgangi að veita kynferðislega svölun
  • Efni sem notar hluti eða aðstæður sem eru hversdagsleg, til dæmis inndælingu eða át, í þeim tilgangi að veita kynferðislega svölun
  • Efni í tölvuleik sem hefur verið þróað eða breytt til að veita kynferðislega svölun eða einblínir á þemu þar sem óumbeðin kynvæðing er fyrir hendi 

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Ef efni frá þér inniheldur klámefni gætum við lokað rásinni þinni.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
4425928994495193593
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false