Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Reglur um öryggi barna

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.
Tilkynning: Efni sem beinist að ungum, ólögráða börnum og fjölskyldum en inniheldur kynferðisleg þemu, ofbeldi, dónaskap eða önnur þemu fyrir fullorðna sem ekki eru við hæfi yngri áhorfenda er ekki leyft á YouTube. Auk heita, lýsinga og merkja skaltu passa að val á aldurshópi samsvari hópnum sem efnið höfðar til.

YouTube leyfir ekki efni sem stofnar tilfinningalegri og líkamlegri velferð ólögráða einstaklinga í hættu. Yngri en 18 ára teljast ólögráða einstaklingar.

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Ef þú telur að barn sé í hættu skaltu hafa samband við lögregluna á staðnum til að tilkynna um ástandið strax.

Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst mörg vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Kynvæðing ólögráða barna: Efni sem sýnir kynferðislega gróft efni með ólögráða einstaklingum og efni sem misnotar ólögráða börn, þ. á m. nekt ólögráða barna sem birt er í gamansömum tilgangi. Við tilkynnum efni sem inniheldur myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum til National Center for Missing and Exploited Children, en stofnunin vinnur með löggæsluyfirvöldum um heim allan.
  • Skaðlegt eða hættulegt athæfi með ólögráða einstaklingum: Efni sem sýnir ólögráða einstaklinga taka þátt í hættulegu athæfi eða hvetur börn til að taka þátt í hættulegu athæfi, sérstaklega ef sá sem horfir gæti hermt eftir því eða ef efnið hvetur til hættulegs athæfis eða upphefur það. Þú skalt aldrei setja ólögráða einstaklinga í skaðlegar aðstæður sem geta valdið meiðslum, þar á meðal í áhættuatriðum, áskorunum eða hrekkjum. Til hættulegs athæfis telst allt, en einskorðast ekki við, sem talið er upp á listanum yfir mjög hættulegar áskoranir, svo sem köfnun eða raflost.
    • Þar á meðal efni þar sem ólögráða einstaklingar sjást:
      • Drekka áfengi
      • Nota rafrettur, tóbak eða marijúana
      • Nota flugelda á rangan hátt
      • Nota skotvopn án eftirlits
  • Beita eða hvetja til líkamlegrar, kynferðislegrar eða andlegrar misnotkunar eða vanrækslu barns, þ. á m. að valda ólögráða einstaklingi tilfinningalegu uppnámi.
    • Efni sem inniheldur líkamlega, kynferðislega eða andlega misnotkun á barni í fræðslu-, heimilda-, vísinda- eða listrænu samhengi og er blörrað getur fengið undanþágu.
    • Efni sem gæti sett þátttakendur eða áhorfendur sem eru ólögráða börn í tilfinningalegt uppnám, þar á meðal:
      • Að sýna ólögráða börnum þemu fyrir fullorðna
      • Að herma eftir misnotkun foreldra
      • Þvingun ólögráða barna
      • Ofbeldi
  • Villandi fjölskylduefni: Efni sem beinist að ólögráða börnum og fjölskyldum en inniheldur:
    • Kynferðisleg þemu
    • Ofbeldi
    • Dónaskap eða önnur þemu fyrir fullorðna sem eru ekki við hæfi yngri áhorfenda
    • Læknismeðferðir
    • Sjálfsskaði
    • Notkun persóna úr hryllingsefni fyrir fullorðna
    • Önnur óviðeigandi þemu sem ætlað er að stuða unga áhorfendur
    • Efni sem beinist að ungum, ólögráða börnum og fjölskyldum með þemum sem ekki henta þeim aldurshópi í fræðslu-, heimilda-, vísinda- eða listrænu samhengi getur fengið undanþágu. Þetta er ekki leyfi til að beina grófu efni sem ætlað er að stuða unga áhorfendur að ólögráða einstaklingum og fjölskyldum.
    • Fjölskylduvænar teiknimyndir sem miðaðar eru að ungum, ólögráða börnum og innihalda þemu fyrir fullorðna eða sem henta ekki viðkomandi aldurshópi, eins og ofbeldi, kynlíf, dauði, fíkniefni og fleira. Við leyfum ekki efni sem er merkt við hæfi barna í heiti vídeós, lýsingu, merkjum eða vali á markhópi ef það inniheldur efni sem ekki hæfir aldri þeirra.
    • Passaðu að heiti, lýsingar og merki samsvari hópnum sem efnið beinist að. Auk þess skaltu passa að markhópur sé rétt valinn og endurspegli þann áhorfendahóp sem efnið hæfir. Þú getur líka sett aldurstakmark á efnið þitt við upphleðslu ef það er ætlað fullorðnum.
  • Neteinelti og áreitni sem tengjast ólögráða börnum: Efni sem:
    • Er ætlað að niðurlægja, blekkja eða móðga ólögráða barn
    • Afhjúpar persónuupplýsingar eins og netföng eða bankareikningsnúmer
    • Inniheldur kynvæðingu
    • Hvetur aðra til að áreita eða leggja í einelti

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, sögur, samfélagsfærslur, beinstreymi, spilunarlista og allar aðrar vörur eða eiginleika YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.

Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Þetta getur falið í sér vefslóðir sem hægt er að smella á, sem beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og aðrir tenglar. 

Efni með aldurstakmarki

Við getum bætt aldurstakmarki við efni sem inniheldur eitthvað af eftirfarandi.

  • Skaðlegt eða hættulegt athæfi sem fullorðnir eða ólögráða einstaklingar gætu hermt eftir: Efni sem sýnir fullorðna taka þátt í hættulegu athæfi sem fullorðnir eða ólögráða einstaklingar gætu auðveldlega hermt eftir.
  • Þemu fyrir fullorðna í fjölskylduefni: Efni sem ætlað er fullorðnum en gæti auðveldlega verið ruglað saman við fjölskylduefni. Þar á meðal eru teiknimyndir sem innihalda þemu fyrir fullorðna eins og ofbeldi, kynlíf eða dauða. Mundu að þú getur sett aldurstakmark á efnið þitt við upphleðslu ef það er ætlað fullorðnum.
  • Gróft orðbragð: Sumt orðbragð er ekki við hæfi yngri áhorfenda. Efni sem notar kynferðislega klúrt orðbragð eða mikil blótsyrði gæti sætt aldurstakmarki.
Efni með ólögráða börnum
Til að vernda ólögráða börn á YouTube gæti verið slökkt á sumum eiginleikum í vídeóum og á rás ef um er að ræða efni sem ekki brýtur gegn reglum okkar en sýnir börn. Eiginleikarnir geta meðal annars verið:
  • Ummæli
  • Spjall í beinni
  • Beinstreymi
  • Vídeótillögur (hvernig og hvenær mælt er með vídeóinu)
  • Samfélagsfærslur
  • Endurblöndun Shorts-vídeóa

Hvernig þú getur verndað ólögráða börn í efninu þínu

Áður en þú setur inn efni með þér, fjölskyldu eða vinum skaltu íhuga vandlega hvort það geti kallað á neikvæða athygli. Ólögráða einstaklingar eru viðkvæmur hópur og YouTube hefur reglur til að vernda þá fyrir óæskilegri athygli.

  • Passaðu að ólögráða barn sæti eftirliti fullorðins og athæfi þess henti aldri þess, til dæmis að efnið varði tómstundir, fræðslu eða opinbera viðburði.
  • Passaðu að klæðnaðurinn sé við hæfi viðkomandi aldurshóps. Forðastu klæðnað sem sýnir líkama ólögráða barns of mikið eða er aðsniðinn.
  • Notaðu birtingarstillingar YouTube til að takmarka hverjir geta séð vídeóin sem þú birtir.

Ekki birta efni á YouTube sem sýnir ólögráða börn og uppfyllir eitt eða fleiri af eftirfarandi:

  • Er tekið upp á einkasvæði á heimili, til dæmis í svefnherbergi eða inni á baðherbergi.
  • Sýnir ólögráða börn reyna að eiga samskipti við ókunnuga, stunda áskoranir á netinu eða ræða efni fyrir fullorðna.
  • Sýnir athæfi sem gæti vakið óæskilega athygli á ólögráða barninu, til dæmis ef barnið fettir líkamann eða stundar ASMR.
  • Afhjúpar persónulegar upplýsingar um ólögráða barn.

Þetta eru bara nokkur dæmi og þú getur fengið meiri upplýsingar um öryggi barna hér. Ef þú ert undir 18 ára eða gildandi lögræðisaldri í þínu landi getur fræðsluefnið Náðu tökum á netinu hjálpað þér að tryggja öryggi þitt á netinu.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem ekki er leyft á YouTube.

  • Vídeó með ólögráða börnum sem stunda eggjandi, kynferðislegt eða kynörvandi athæfi og áskoranir, til dæmis kossa eða káf.
  • Að sýna ólögráða börn stunda hættulegt athæfi. Til dæmis áhættuatriði, notkun vopna eða sprengiefna eða neyslu takmörkunarskyldra efna eins og áfengis eða nikótíns, þ. á m. notkun rafretta.
  • Vídeó með merki eins og „fyrir börn“ eða þar sem aldurshópurinn er stilltur sem „Já, ætlað börnum“ þar sem fjölskylduvænar teiknimyndir sýna teiknimyndapersónur stunda óviðeigandi athæfi, eins og að sprauta sig með nálum.

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Fleiri dæmi

  • Að bjóða upp á peninga, hrós, læk eða aðra hvatningu fyrir ólögráða barn sem tekur þátt í líkamlegri snertingu við aðra manneskju.
  • Vídeó sem auglýsir kynferðislegt efni með ólögráða börnum eða móðgandi efni með ólögráða börnum.
  • Kynferðislega árásargjörn hegðun sem sýnir samskipti við eða fjallar um ólögráða börn.
  • Samansöfnun á saklausu efni um ólögráða börn í þeim tilgangi að veita kynferðislega svölun.
  • Slagsmál eða einelti í vídeóum þar sem börn koma fyrir án fræðilegs, heimildarlegs, vísindalegs eða listræns samhengis og blörrunar.
  • Áskoranir, hrekkir eða áhættuatriði sem fela í sér hættu á líkamsmeiðslum eða alvarlegu tilfinningalegu uppnámi. Þú getur fengið fleiri upplýsingar um hvað ekki er leyft í reglum okkar um áskoranir og hrekki.
  • Að hvetja ólögráða börn til að taka þátt í hættulegu athæfi, jafnvel þó að engin ólögráða börn séu í efninu.
  • Efni sem hermir eftir misnotkun foreldra eða að þeir yfirgefi barn, hermir eftir dauða eða ofbeldi eða veldur ólögráða börnum mikilli skömm eða niðurlægingu.
  • Notkun á teiknimyndum, brúðum eða persónum úr fjölskylduefni til að höfða til barna þegar efnið inniheldur þemu fyrir fullorðna, til dæmis ofbeldi og kynlíf.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Kynferðislega árásargjörn hegðun er alls ekki leyfð á YouTube. Ef við teljum að barn sé í hættu byggt á tilkynntu efni munum við hjálpa lögregluyfirvöldum að rannsaka efnið.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
4293408243075980744
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false