Reglur um ruslefni, blekkingar og svindl

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.
Athugaðu: Við endurskipulögðum nýlega reglur netsamfélagsins til að útskýra betur reglur okkar um villandi upplýsingar á YouTube. Skoðaðu greinarnar okkar um villandi upplýsingar og villandi kosningaupplýsingar til að sjá þessar reglur.

YouTube leyfir ekki ruslefni, svindl eða aðrar blekkingar sem misnota YouTube-samfélagið. Við leyfum heldur ekki efni ef megintilgangur þess er að plata fólk til að fara af YouTube á annað vefsvæði.

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað þessar reglur þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Vídeóruslefni: Efni sem er birt óhóflega oft, er endurtekningarsamt eða ómiðað og gerir eitt eða fleira af eftirfarandi:
    • Lofar áhorfendum að þeir muni sjá eitthvað en sendir þá í staðinn frá vefsvæðinu.
    • Fær smelli, áhorf eða umferð frá YouTube með því að lofa áhorfendum að þeir geti grætt peninga fljótt.
    • Sendir áhorfendur á vefsvæði sem dreifa skaðlegum hugbúnaði, reyna að safna persónuupplýsingum, eða á önnur vefsvæði sem hafa neikvæð áhrif.
  • Villandi lýsigögn eða smámyndir: Að nota titilinn, smámyndir eða lýsingu til að gabba áhorfendur til að halda að efnið sé eitthvað annað en það er.
  • Svindl: Efni sem býður upp á peningagjafir, gróðabrask eða pýramídasvindl (að senda peninga án eiginlegrar vöru í pýramídakerfi).
  • Þátttökusvindl: Efni sem selur mæligildi fyrir þátttöku, svo sem áhorf, læk, ummæli eða önnur mæligildi á YouTube. Þessi tegund af ruslpósti getur líka verið efni þar sem eini tilgangurinn er að hækka áhorfendafjölda, áhorf eða önnur mæligildi. Til dæmis tilboð um að gerast áskrifandi að rás annars höfundar eingöngu í skiptum fyrir að höfundurinn gerist áskrifandi að þinni rás. Kallast líka „áskrift fyrir áskrift“.
  • Ummælaruslefni: Ummæli þar sem eini tilgangurinn er að safna persónuupplýsingum frá áhorfendum, gabba áhorfendur til að fara af YouTube eða stunda eitthvað af ofantöldu athæfi sem er bannað.
  • Endurtekningarsöm ummæli: Mikið magn af ummælum sem eru öll eins, ómiðuð eða endurtekningarsöm.
  • Efni frá þriðja aðila: Beinstreymi sem er ætlað að streyma efni í eigu einhvers annars og sem eru ekki leiðrétt eftir margar viðvaranir um mögulega misnotkun. Rásareigendur skulu fylgjast með beinstreymum sínum og leiðrétta öll möguleg vandamál tímanlega.

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar vörur eða eiginleika YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á og beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og vefslóðir á öðru formi.

Athugaðu: Þú mátt hvetja áhorfendur til að gerast áskrifendur, læka vídeó, deila eða skilja eftir ummæli.

Vídeóruslefni

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.

  • Efni sem lofar áhorfendum að þeir muni horfa á eitthvað en sendir þá í staðinn frá vefsvæðinu til að horfa.
  • Sama efnið birt endurtekið á einni rás eða fleirum.
  • Miklu efni hlaðið upp sem var tekið frá öðrum höfundum.
  • Efni sem reynir að fá áhorfendur til að setja upp skaðlegan hugbúnað eða beinir þeim á vefsvæði sem gætu brotið gegn persónuvernd þeirra.
  • Sjálfkrafa tilbúið efni sem tölvur birta án tillits til gæða eða notandaupplifunar.
  • Efni sem lofar peningum, vörum, hugbúnaði eða leikjafríðindum án greiðslu ef áhorfendur setja upp hugbúnað, sækja forrit o.s.frv.
  • Birtingar í miklu magni á tengdu efni á sérstökum reikningum.
  • Að hlaða ítrekað upp efni sem þú átt ekki og sem er ekki EDSA.

Villandi lýsigögn eða smámyndir

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.
  • Smámynd með mynd af vinsælli stjörnu sem tengist efninu ekkert.
  • Efni sem notar titilinn, smámyndir eða lýsingu til að gabba notendur til að halda að efnið sé eitthvað annað en það er. Til dæmis þegar það er mikil hætta á alvarlegum, raunverulegum skaða.

Svindl

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.
  • Ýkt loforð, til dæmis fullyrðingar um að áhorfendur geti orðið fljótt ríkir eða að kraftaverkalyf geti læknað langvinna sjúkdóma á borð við krabbamein.
  • Loforð um peningagjafir eða önnur pýramídasvindl.
  • Reikningar sem eru eingöngu notaðir í peningagjafasvindl.
  • Vídeó sem lofa: „Þú græðir 50.000 USD á morgun ef þú gerir þetta!“

Þátttökuruslefni

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.
  • Vídeó þar sem tilgangurinn er að hvetja áhorfendur til að gerast áskrifendur.
  • „Áskrift fyrir áskrift“-vídeó.
  • Vídeó sem bjóða upp á „læk“ til sölu.
  • Vídeó sem býðst til að gefa áskrifanda númer 100.000 rásina án þess að birta neitt annað efni.

Ummælaruslefni

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.
  • Ummæli um kannanir eða gjafir sem auglýsa pýramídasvindl.
  • „Greitt fyrir smell“-tilvísunartenglar í ummælum.
  • Ummæli sem fullyrða ranglega að þau bjóði upp á vídeóefni í fullri lengd. Þess háttar efni gæti verið:
    • Kvikmyndir
    • Sjónvarpsþættir
    • Tónleikar
  • Birting tengla á skaðlegan hugbúnað eða vefveiðasíður í ummælum: „vá, ég fékk fullt af peningum hérna! - [xyz vefveiðisvæði].com“
  • Ummæli með tengla á falskar verslanir.
  • „Hæ, skoðaðu rásina mína/vídeóið mitt hérna!“, þegar rásin/vídeóið tengist ekkert vídeóinu sem ummælin voru birt við.
  • Sömu ummæli birt endurtekið með tengil á rásina þína.

Efni þriðja aðila

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.
  • Að nota síma til að streyma sjónvarpsþætti.
  • Að nota hugbúnað þriðja aðila til að beinstreyma lögum af plötu.

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efnið þitt brýtur gegn reglunum gætum við lokað á tekjuöflun hjá þér eða lokað rásinni eða reikningnum þínum varanlega. Nánar um tekjuöflunarreglur og varanlegar lokanir á rás eða reikningi

Fyrir sum brot gætum við fjarlægt efnið og gefið út viðvörun eða sett punkt á rásina þína. Ef þetta gerist munum við láta þig vita með tölvupósti.

Þú getur klárað regluþjálfun til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef efnið frá þér brýtur sömu reglur innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið okkar.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
106024403560718382
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false