Reglur um villandi kosningaupplýsingar

Þann 2. júní 2023 uppfærðum við hvernig reglurnar gilda um niðurstöður eldri kosninga í Bandaríkjunum. Meiri upplýsingar má finna í blogginu okkar.

Tilteknar gerðir af misvísandi eða villandi efni sem skapar mikla hættu á alvarlegum skaða eru ekki leyfðar á YouTube. Þetta á við um tilteknar gerðir villandi upplýsinga sem geta valdið raunverulegum skaða, til dæmis efni sem er breytt með tæknilegum aðferðum og efni sem truflar lýðræðisleg ferli.

Reglur um villandi kosningaupplýsingar: Reglur YouTube netsamfélagsins

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst mörg vídeó eða ummæli frá sömu rás sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað þessar reglur þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Þessar reglur banna ákveðnar gerðir af efni sem tengjast frjálsum og sanngjörnum lýðræðislegum kosningum. Ekki birta efni um kosningar á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Bæling kosningaþátttöku Efni sem er ætlað að gefa kjósendum rangar upplýsingar um tíma, stað, aðferðir eða skilyrði fyrir þátttöku í kosningum eða rangar fullyrðingar sem gætu dregið úr kosningaþátttöku.
  • Gjaldgengi frambjóðanda: Efni sem dreifir röngum fullyrðingum um tæknileg skilyrði fyrir því að núverandi pólitískir frambjóðendur og sitjandi kjörnir fulltrúar séu gjaldgengir til að gegna embætti. Skilyrði fyrir þátttöku eru byggð á gildandi landslögum, meðal annars um aldur, ríkisborgararétt eða lífsmörk.
  • Hvatning til truflana á lýðræðislegum ferlum: Efni sem hvetur aðra til að trufla lýðræðisleg ferli. Þetta á meðal annars við um hindranir eða truflanir á kosningum.
  • Áreiðanleiki kosninga: Efni sem setur fram rangar fullyrðingar um að umfangsmikil svik, villur eða gallar hafi átt sér stað í ákveðnum afstöðnum kosningum við val á leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Eða efni sem staðhæfir að staðfestar niðurstöður viðkomandi kosninga hafi verið rangar. Þessi regla gildir fyrir:
    • Þingkosningar í Þýskalandi 2021
    • Forsetakosningar í Brasilíu árin 2014, 2018 og 2022

Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.

Dæmi

Eftirfarandi tegundir efnis eru ekki leyfðar á YouTube. Listinn er ekki tæmandi.

Bæling kosningaþátttöku
  • Að segja áhorfendum að þeir geti kosið með röngum aðferðum, til dæmis með því að senda atkvæði með textaskilaboðum í tiltekið símanúmer.
  • Að gefa upp upplogin skilyrði fyrir þátttöku, til dæmis með því að segja að tilteknar kosningar séu aðeins opnar kjósendum sem eru eldri en 50 ára.
  • Að tilgreina rangan kosningadag við áhorfendur.
  • Að halda því fram að tengsl kjósanda við stjórnmálaflokk séu sýnileg á umslagi fyrir kosningar í gegnum póst.
  • Falskar fullyrðingar um að atkvæði fólks án ríkisborgararéttar hafi ráðið úrslitum í afstöðnum kosningum.
  • Falskar fullyrðingar um hakkað hafi verið inn á rafrænar kosningarvélar í Brasilíu áður til að breyta atkvæði einstaklinga.
Gjaldgengi frambjóðanda
  • Fullyrðingar um að frambjóðandi eða sitjandi opinber starfsmaður sé ekki gjaldgengur til að gegna embætti byggt á fölskum upplýsingum um aldurstakmark til að gegna embætti í því landi/svæði.
  • Fullyrðingar um að frambjóðandi eða sitjandi opinber starfsmaður sé ekki gjaldgengur til að gegna embætti byggt á fölskum upplýsingum um skilyrði um ríkisborgararétt til að gegna embætti í því landi/svæði.
  • Fullyrðingar um að frambjóðandi eða sitjandi opinber starfsmaður sé ekki gjaldgengur til að gegna embætti byggt á fölskum upplýsingum um að hann sé látinn, ekki nógu gamall eða uppfylli ekki önnur skilyrði.
Hvatning til truflana á lýðræðislegum ferlum
  • Að segja áhorfendum að mynda langar raðir á kjörstað í þeim tilgangi að gera öðrum erfiðara fyrir að kjósa.
  • Að segja áhorfendum að hakka opinber vefsvæði til að seinka birtingu á niðurstöðum kosninga.
  • Að segja áhorfendum að hvetja til líkamlegra átaka við kosningastarfsmenn, kjósendur, frambjóðendur eða aðra einstaklinga á kjörstöðum til að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu.
Áreiðanleiki kosninga
  • Efni sem ýtir undir falskar fullyrðingar um að viðamikið svindl, villur eða tölvubilanir hafi breytt niðurstöðum kosninga til þýska þingsins (Bundestag) og geri myndun nýrrar ríkisstjórnar eða tilnefningu næsta kanslara Þýskalands ólögmætar.
  • Rangar fullyrðingar um að viðamikil svik, villur eða tölvubilanir hafi breytt niðurstöðum forsetakosninganna í Brasilíu 2018.  

Heimildaefni, fræðilegt, vísindalegt eða listrænt efni

Stundum leyfum við efni að vera áfram á YouTube þó það brjóti gegn þessari reglu ef vídeóið, hljóðið, titillinn eða lýsingin er sett fram í fræðslutengdu, heimildarlegu, vísindalegu eða listrænu samheng (e. Educational, Documentary, Scientific, or Artistic (EDSA)). Þetta er ekki leyfi til að dreifa villandi upplýsingum. Nánara samhengi getur meðal annars verið andstæðar skoðanir eða ef efnið fordæmir, andmælir eða gerir gys að villandi upplýsingum sem brjóta gegn reglum okkar. Nánar um það hvernig YouTube metur EDSA-efni.

Tengdar reglur

Efni sem tengist kosningum er líka háð öðrum reglum netsamfélagsins. Það er til dæmis:

  • Efni þar sem einstaklingum á við kosningastarfsmenn, frambjóðendum eða kjósendum er hótað er ekki leyft samkvæmt reglum okkar um áreitni og neteinelti.
  • Efni sem hefur verið breytt með tæknilegum aðferðum eða hagrætt þannig að það villir um fyrir notendum - venjulega meira en bútar sem eru teknir úr samhengi - og gæti skapað mikla hættu á alvarlegum skaða er ekki leyft samkvæmt reglum okkar um villandi upplýsingar. Til dæmis myndefni sem hefur verið breytt með tæknilegum aðferðum til að láta frambjóðanda til opinbers embættis fullyrða ranglega að viðkomandi dragi sig til baka.
  • Efni sem gæti skapað mikla hættu á alvarlegum skaða með röngum fullyrðingum um að gamalt myndefni frá liðnum atburði sé frá nýlegum atburði er ekki leyft samkvæmt reglum okkar um villandi upplýsingar. Til dæmis vídeó sem sýnir þjóðhöfðingja horfa fram hjá ofbeldisfullum átökum sem hann eða hún hefur aldrei horft framhjá.
  • Efni sem hvetur aðra til að fremja ofbeldisverk, meðal annars verknaði sem beinast gegn kosningastarfsmönnum, frambjóðendum eða kjósendum, er ekki leyft samkvæmt reglum okkar um ofbeldisfullt eða gróft efni.
  • Efni sem hvetur til ofbeldis eða haturs gegn einstaklingum eða hópum á grundvelli tiltekinna eiginleika er ekki leyft samkvæmt reglum okkar um hatursorðræðu. Þar á meðal efni sem sýnir þátttakanda á kosningafundi ómanngera hóp byggt á vernduðum eiginleikum eins og kynþætti, trúarbrögðum eða kynhneigð.
  • Efni sem er ætlað að villa á sér heimildir sem einstaklingur eða rás, eins og frambjóðandi eða stjórnmálaflokkur viðkomandi, er ekki leyft samkvæmt reglum okkar um þá sem villa á sér heimildir.
  • Efni með ytri tengla á efni sem myndi brjóta gegn reglum okkar og gæti skapað mikla hættu á alvarlegum skaða, eins og misvísandi eða villandi efni sem tengist kosningum, hatursorðræða sem beinist gegn vernduðum hópum eða áreitni sem beinist gegn kosningastarfsmönnum, frambjóðendum eða kjósendum. Það getur átt við vefslóðir sem hægt er að smella á og beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu og annars konar deilingu með tenglum.

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum. Leiðbeiningar um auglýsingavænt efni gilda einnig. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tenglaí efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á og beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og vefslóðir á öðru formi.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
547898256491745648
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false