Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Reglur um villandi upplýsingar

Tilteknar gerðir af misvísandi eða villandi efni sem skapar mikla hættu á alvarlegum skaða eru ekki leyfðar á YouTube. Þetta á við um tilteknar gerðir villandi upplýsinga sem geta valdið raunverulegum skaða, tilteknar tegundir efnis sem er breytt með tæknilegum aðferðum eða efni sem truflar lýðræðisleg ferli.

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst mörg vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað þessar reglur þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Bæling þátttöku í manntali: Efni sem ætlað er að gefa þátttakendum í manntali rangar upplýsingar um tíma, stað, aðferðir eða skilyrði fyrir þátttöku í manntali eða rangar staðhæfingar sem geta hugsanlega dregið úr þátttöku í manntali.
  • Breytt efni:Efni sem hefur verið breytt með tæknilegum aðferðum eða hagrætt þannig að það villir um fyrir notendum (venjulega meira en bútar sem eru teknir úr samhengi) og gæti skapað mikla hættu á alvarlegum skaða.
  • Rangfært efni:Efni sem gæti skapað mikla hættu á alvarlegum skaða með röngum fullyrðingum um að gamalt myndefni frá liðnum atburði sé frá nýlegum atburði.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

Bæling á þátttöku í manntali
  • Veiting rangra upplýsinga um hvernig á að taka þátt í manntalinu.
  • Að letja fólk þess að taka þátt í manntali með því að halda ranglega fram að innflytjendastaða svarenda verði tilkynnt til lögregluyfirvalda.
Breytt efni
  • Ranglega þýddur skjátexti sem eflir landfræðipólitíska spennu og skapar mikla hættu á alvarlegum skaða.
  • Vídeó sem hefur verið breytt með tæknilegum aðferðum (venjulega meira en bútar sem eru teknir úr samhengi) til að láta líta út fyrir að opinber starfsmaður sé látinn.
  • Vídeóefni sem hefur verið breytt með tæknilegum aðferðum (venjulega meira en bútar sem eru teknir úr samhengi) til að búa til viðburði þar sem mikil hætta er á alvarlegum skaða.
Rangfært efni
  • Efni sem ranglega er sett fram sem gögn um mannréttindabrot á tilteknum stað en er í raun efni frá öðrum stað eða viðburði.  
  • Efni sem sýnir hernaðaraðgerðir gegn mótmælendum með röngum fullyrðingum um að efnið sé frá yfirstandandi viðburði þegar myndefnið er í raun nokkurra ára gamalt.

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á, það að beina áhorfendum vídeósins munnlega á önnur vefsvæði, sem og aðra tengla.

Heimildaefni, fræðilegt, vísindalegt eða listrænt efni

Við gætum leyft efni sem brýtur gegn tilgreindum reglum um villandi upplýsingar ef efnið inniheldur nánara samhengi í vídeóinu, hljóðinu, titlinum eða lýsingunni. Þetta er ekki leyfi til að dreifa villandi upplýsingum. Við gætum gert undantekningar ef tilgangur efnisins er að fordæma, andmæla eða gera gys að villandi upplýsingum sem brjóta gegn reglum okkar.

Við leyfum líka persónulega tjáningu skoðana um ofangreind efni ef hún brýtur ekki annars gegn neinum þeirra reglna sem lýst er að ofan.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Ef þetta er ekki í fyrsta skipti fær rásin þín mögulega punkt. Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Þú getur fengið frekari upplýsingar um punktakerfið hérna.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni eða reikningnum þínum eftir eitt alvarlegt brot eða þegar eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um uppsögn rásar eða reiknings hér.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
1127058700932337684
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false