YouTube notkunarleiðbeiningar

Athugaðu stöðu tilkalla þinna

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.

Með því að gera tilkall til efnis bendirðu á að þú eigir einkarétt á að dreifa því efni á netinu í þeim löndum/landsvæðum þar sem reglurnar gilda.

Í efnisstjórnun Studio eru tilköll flokkuð eftir stökum vídeóum, sem eru kölluð vídeó sem gert er tilkall til, og því geturðu stjórnað öllum tilköllum vegna vídeós í einu.

Til að skoða stöðu tilkalla:

  1. Skráðu þig inn í efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Vídeó sem gert hefur verið tilkall til .
  3. Til að fínstilla listann smellirðu á síustikuna og svo Staða tilkalls.
  4. Hakaðu í reitinn við hliðina á einni eða fleiri stöðu á tilkalli: Virkt, Mögulegt, Andmælt, Áfrýjað, Óvirkt, Í bið, Fjarlæging, Seinkuð fjarlæging, og Fjarlæging í yfirferð.
  5. Smelltu á NOTA.
Athugaðu:
  • Viðbótarsíur birtast undir hverri stöðu tilkalls sem þú velur. Frekari upplýsingar um þær er að finna í hlutanum Nánar um stöðu á tilköllum hér að neðan.
  • Fleiri en ein staða á tilkalli getur átt við um vídeó sem gert er tilkall til.
  • Vandamál vegna tilkalla þar sem aðgerða er krafist frá þér geta til dæmis tekið til mögulegra, andmæltra og áfrýjaðra tilkalla. Nánar um hvernig á að skoða og grípa til aðgerða vegna vandamála við tilköll.

Hvað stöður tilkalla þýða

Virkt tilkall

Virk tilköll eru tilköll sem tengjast reikningi efnisstjóra þíns og eru virk sem stendur.

Undir síunni Virkt tilkall geturðu valið aukasíuna Andmæli sett inn aftur. Þú munt fá lista yfir virk tilköll þín sem notandi andmælti en síðan voru andmælin sett inn aftur af þér.

Mögulegt tilkall

Möguleg tilköll eru tilköll sem ekki eru enn virk vegna þess að þau bíða yfirferðar þinnar. 

Ef þú vilt sía í mögulegum tilköllum þínum geturðu valið úr þessum aukasíum:

  • Sent í yfirferð: Tilköll sem þurfa á handvirkri yfirferð að halda samkvæmt stillingu þinni í efnisstjórnun Studio eða samsvörunarreglu. Nánar um hvernig þú sendir tilköll í handvirka yfirferð.
  • Stutt samsvörun: Tilköll sem send voru í yfirferð vegna þess að vídeó með samsvörun er stutt.
  • Vídeó hlaðið upp af öðrum notanda efnisstjóra: Tilköll sem þurfa á yfirferð að halda vegna þess að annar notandi efnisstjóra hlóð upp samsvarandi efni.
  • Lítill trúverðugleiki: Tilköll sem þurfa á yfirferð að halda vegna þess að Content ID telur efnið vera samsvörun með litlum trúverðugleika.
  • Brýtur gegn tekjuöflunarreglum YouTube: Tilköll sem þurfa á yfirferð að halda vegna möguleikans á að tilkallið brjóti gegn tekjuöflunarreglum YouTube.
  • Afturvirkt tilkall um bann: Tilköll um bann vegna lítils trúverðugleika vídeóa eftir að þeim hefur verið hlaðið upp á YouTube. Þetta kann að stafa af seinkun á tilvísunum eða endurbótum á Content ID.
Umdeilt tilkall

Umdeild tilköll eru tilköll þar sem sá sem hlóð upp vídeóinu sem gert hefur verið tilkall til hefur andmælt. YouTube mun ekki framfylgja andmæltu tilkalli fyrr en þú hefur farið yfir það.

Þú getur síað andmælt tilköllum eftir ástæðum þess sem hlóð vídeóinu upp fyrir andmælunum, sem viðkomandi valdi þegar hann sendi andmælin inn:

  • Höfundarréttarvarið efni er ranglega auðkennt: andmæli eru lögð fram vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segir að efnið sem gert hefur verið tilkall til í vídeóinu sínu hafi verið rangleg auðkennt.
  • Sanngjörn notkun: andmæli sem eru lögð fram vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segist hafa breytt umtalsvert því efni sem gert er tilkall til í vídeóinu eða að vídeóið sé varið af reglum um sanngjarna notkun, sanngarna breytni eða svipuðum undantekningum frá höfundarréttarákvæðum.
  • Heimilað: andmæli sem eru lögð fram vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segist hafa heimild eða leyfi til að nota efnið sem gert hefur verið tilkall til í vídeóinu hans.
  • Upprunalegt efni: andmæli sem eru lögð fram vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segir að efnið sé frumsamið efni og hann eigi allan rétt á því.
  • Almenningseign andmæli sem eru lögð fram vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segir að efnið sem gert var tilkall til í vídeóinu hans teljist almenningseign og njóti ekki lengur höfundarréttarverndar.
Tilkall sem búið er að áfrýja

Tilköll sem búið er að áfrýja eru tilköll þar sem sá sem hlóð upp vídeóinu sem gert hefur verið tilkall til áfrýjar eftir að upprunalegu andmælin voru sett inn aftur af þér.

Þú getur síað tilköll sem hefur verið áfrýjað eftir þeirri ástæðu sem sá sem hlóð vídeóinu upp valdi,þegar áfrýjunin var lögð fram:

  • Höfundarréttarvarið efni er ranglega auðkennt: áfrýjanir vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segir að efnið sem gert var tilkall til í vídeóinu hans hafi verið ranglega auðkennt.
  • Sanngjörn notkun: áfrýjanir vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segist hafa breytt umtalsvert því efni sem gert er tilkall til í vídeóinu hans eða að vídeóið sé varið af reglum um sanngjarna notkun, sanngarna breytni eða svipuðum undantekningum frá höfundarréttarákvæðum.
  • Heimilað: áfrýjanir vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segist hafa heimild eða leyfi til að nota efnið sem gert hefur verið tilkall til í vídeóinu hans.
  • Upprunalegt efni: áfrýjanir vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segir að efnið sé frumsamið efni og hann eigi allan rétt á því.
  • Almenningseign áfrýjanir vegna þess að sá sem hlóð efninu upp segir að efnið sem gert var tilkall til í vídeóinu hans teljist almenningseign og njóti ekki lengur höfundarréttarverndar.
Óvirkt tilkall

Óvirk tilköll eru tilköll sem eru ekki lengur virk.

Ef þú vilt sía í óvirkum tilköllum þínum geturðu valið úr þessum aukasíum:

  • Yfirferð runnin út: Möguleg tilköll sem ekki voru yfirfarin innan 30 daga. Þú getur gert aftur tilkall til óvirkra og mögulegra tilkalla til að gera þau virk aftur.
  • Vídeó fjarlægt af upphleðsluaðila: Tilköll sem urðu óvirk vegna þess að notandinn eyddi vídeói. Einungis nýjustu eyddu vídeóin sjást, ekki öll vídeó sem eytt var áður.
  • Andmæli frá notanda: Tilköll sem fallið var frá eftir að notandi sendi inn andmæli sem fallist var á. Nánar um andmæli.
  • Beiðni um eignaflutning: Tilköll sem fallið var frá vegna flutnings á eignarhaldi. Nánar um flutning á eignarhaldi.
  • Rás sett á hvítan lista: Tilköll sem fallið var frá eftir að rás sem hlóð upp vídeói sem gert var tilkall til var bætt á hvíta listann þinn. Nánar um rásir sem eru undanþegnar Content ID-tilköllum.
  • Úrlausn ágreinings: Tilköll sem fallið var frá handvirkt eftir að notandi andmælti þeim eða fallið var frá þeim á sjálfvirkan hátt eftir að andmæli vegna tilkalls runnu út.
  • Vídeói breytt: Tilköll sem fallið var frá eftir að notandi breytti höfundarréttarvarða efninu. Nánar um fjarlægingu á efni sem gert er tilkall til í vídeóum.
  • Lokað handvirkt af samstarfsaðila: Tilköll sem voru ekki hluti af andmælaferli og notandi efnisstjóra þíns féll frá á handvirkan hátt. Hægt er að falla frá tilköllum hvenær sem er. Nánar um hvernig þú fellur frá tilköllum.
  • Tilvísun fjarlægð eða útilokuð: Tilköll sem fallið var frá vegna handvirkra útilokana samstarfsaðila í tilvísuninni, vegna þess að tilvísunin var óvirkjuð eða vegna þess að tilvísunarhlutinn var merktur sem grunsamlegur.
  • Skipt út fyrir annað tilkall: Tilköll sem fallið var frá þegar betri samsvörun fannst og nýtt tilkall var búið til sem kom í staðinn.
  • Eignarhald fjarlægt af eign: Tilköll sem fallið var frá eftir að eignarhald var fjarlægt af eign. Nánar um breytingar á eignarhaldi á eign.
  • Lokað (ekkert AdSense eða AdSense fyrir YouTube): Tilköll sem voru óvirkjuð eftir að slökkt var á AdSense eða AdSense fyrir YouTube-reikningi, eftir því sem við á.
  • Lokað (engin tekjuöflun): Tilkall sem óvirkjað var eftir að slökkt var á tekjuöflun.
  • Lokað (samsvörun við eigið vídeó): Tilköll sem fallið var frá sjálfkrafa vegna þess að rásareigandi er eigandi samsvörunar á tilkalli.
Tilkall í bið

Tilköll í bið eru tilköll sem eru háð því að annar samstarfsaðili skoði andmælta eða mögulega tilkallið. Þú getur ekki gripið til aðgerða vegna þessara tilkalla fyrr en hinn aðilinn hefur skoðað hjá sér. Tilköll í bið geta verið tilkomin vegna:

  • Innfelldra eigna
    • Tónlistarútgefendur gætu haft tónverkaeign innfellda í hljóðupptöku og það gæti verið mögulegt tilkall vegna hljóðupptökunnar.
    • Útgefendur geta skoðað tilkallið með textaskýringunni „Í bið (aðrir eigendur“) en geta ekki gripið til aðgerða.
  • Margir eigendur eignar og reglur um senda í yfirferð
    • Ef tilkallið bíður yfirferðar af hálfu annarra eigenda mun hver stakur samstarfsaðili sem samþykkir það gera tilkallið virkt fyrir alla aðila.
    • Ef einn samstarfsaðili fellur frá tilkalli í bið þurfa allir samstarfsaðilar að staðfesta svo að hægt sé að falla frá því.
  • Ógildar tilvísanir sem bíða yfirferðar
    • Hægt er að skoða ógildar tilvísanir á síðunni Vandamál :
      • Á síustikunni skaltu smella á Staða og svoBíður eftir.
      • Veldu síu  og svo Tegund vandamáls og svo Ógild tilvísun.
Tilkall til fjarlæginga
Tilköll til fjarlæginga eru tilköll til vídeóa sem hafa verið fjarlægð vegna beiðni um fjarlægingu. Nánar um beiðnir um fjarlægingu.
Seinkuð fjarlæging
Seinkuð fjarlæging vísar til tilkalla til vídeóa sem beiðni um fjarlægingu hefur tímasett fjarlægingu á. Eigendur höfundarréttar geta gefið út beiðni um seinkaða fjarlægingu sem veitir upphleðsluaðila vídeós sjö daga þar til vídeó er fjarlægt. Nánar um beiðnir um seinkaða fjarlægingu.
Fjarlæging í yfirferð
Fjarlæging í skoðun vísar til tilkalla til vídeóa sem eru hluti af beiðni um fjarlægingu sem starfsfólk YouTube er nú að skoða. Nánar um beiðnir um fjarlægingu.

 

Hafðu í huga:

Þegar rás tengd efnisstjóranum þínum hleður upp vídeói sem fær tilkall til höfundarréttar:

  • Verða tilköll fyrsta aðila („tilköll upphleðsluaðila“) virk nema upphleðsluaðilinn loki þeim handvirkt eða þeim sé lokað vegna þess að vídeói er eytt.
  • Samsvörunarreglur sem tengjast tilkallinu eru ekki notaðar fyrr en leyst hefur verið úr Content ID tilkalli þriðja aðila (nema ef um er að ræða lokunarreglur tengdar landsvæðagirðingum sem upphleðsluaðilinn stillti áður en tilkall þriðja aðila kom til).

Þegar þú gerir tilkall til vídeós sem önnur rás hlóð upp:

  • Verða tilköll fyrsta aðila („tilköll upphleðsluaðila“) virk nema upphleðsluaðilinn loki þeim handvirkt eða þeim sé lokað vegna þess að vídeói er eytt. En einungis verður aflað tekna af tilteknum vídeóum af hálfu upphleðsluaðilans, til dæmis af vídeóum sem gjaldgeng eru í tekjudeilingu af ábreiðu.

Athugaðu: Til að skoða tekjuöflunarstöðu vídeós skaltu skoða síðuna Vídeó

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
4677544419385072772
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false