Svona fjarlægirðu fyrirtækjaprófíl

Ef þú vilt ekki stjórna fyrirtæki lengur geturðu fjarlægt efni og stjórnendur prófílsins og merkt fyrirtækið sem lokað fyrir fullt og allt.

Þú munt ekki geta stjórnað fyrirtækinu beint í gegnum Google-leit eða Kort en það gæti enn birst á Google samt sem áður.

Fjarlæging efnis og stjórnenda staks fyrirtækjaprófíls

Mikilvægt:

  • Fjarlæging efnis og stjórnenda fyrirtækjaprófíls er varanleg og hefur áhrif á alla eigendur og stjórnendur prófílsins. Til að geta stjórnað prófílnum aftur þarf að staðfesta hann aftur.
    • Allar færslur, myndir og vídeó sem eigendur eða stjórnendur hafa bætt við verða fjarlægð varanlega.
    • Ekki er hægt að endurheimta eða stjórna efni prófíls sem hefur verið fjarlægt.
  • Eingöngu aðaleigendur og eigendur geta fjarlægt efni og stjórnendur prófíls.
  • Ef þú vilt ekki stjórna prófílnum lengur geturðu fjarlægt þig af prófílnum.
  • Nýir eigendur eða stjórnendur fyrirtækjaprófíls geta ekki fjarlægt efni og stjórnendur prófíls fyrr en eftir sjö daga.
  • Gefðu til kynna að fyrirtækið þitt sé ekki lengur til með því að kveikja á „Merkja fyrirtækið sem lokað fyrir fullt og allt“, ef það á við.
  1. Opnaðu fyrirtækjaprófílinn þinn. Kynntu þér hvernig þú finnur prófílinn þinn.
  2. Smelltu á „Meira“ Meira og svo Stillingar fyrirtækjaprófíls.
  3. Smelltu á Fjarlægja fyrirtækjaprófíl og svo Fjarlægja efni og stjórnendur prófíls.
    • Kveiktu á Merkja fyrirtækið sem lokað fyrir fullt og allt til að gefa til kynna að fyrirtækið sé ekki lengur til.
  4. Smelltu á Halda áfram og svo Fjarlægja og svo Lokið.

Fjarlæging nokkurra fyrirtækjaprófíla

  1. Skráðu þig inn á stjórnborð fyrirtækjaprófíls.
    • Gakktu úr skugga um að þú sért skráð(ur) inn á reikninginn sem þú notaðir til að stofna fyrirtækjaprófílinn.
  2. Veldu einn eða fleiri prófíla sem þú vilt fjarlægja á heimasíðunni.
  3. Til hægri skaltu smella á Aðgerðir og svo Fjarlægja fyrirtæki og svo Fjarlægja.

Fjarlæging fyrirtækis af Kortum

Þú getur óskað eftir því að fyrirtæki verði fjarlægt af Kortum ef fyrirtækið:

Þú getur óskað eftir því að fyrirtæki verði fjarlægt, jafnvel þótt þú sért ekki stjórnandi þess.

  1. Opnaðu Google-kort í tölvu.
    • Skráðu þig inn á reikninginn sem þú notaðir til að stofna fyrirtækjaprófílinn.
  2. Smelltu á fyrirtækið sem þú vilt láta fjarlægja á kortinu.
  3. Smelltu á Leggja til breytingu til vinstri.
  4. Smelltu á Loka eða fjarlægja.
  5. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.

Þegar þú hefur sent inn beiðni verður hún send til yfirferðar. Þú færð hugsanlega tölvupóst með spurningum frá yfirferðarteyminu okkar í kjölfarið. Ef beiðnin er samþykkt verður fyrirtækið fjarlægt af Kortum.

Kynntu þér hvernig þú merkir fyrirtæki sem lokað fyrir fullt og allt án þess að það sé fjarlægt.

Tengd gögn

 

Þarftu frekari hjálp?

Prófaðu næstu skref:

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
5116791799144457801
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
99729
false
false
false