Sérsníddu tónlist og hlaðvörp

Með YouTube Music-forritinu geturðu fundið nýja tónlist og hlaðvörp og sérsniðið hlustunarupplifunina. Sjáðu hvernig þú finnur nýja tónlist að þínum smekk í YouTube-forritinu.

How to use and navigate the YouTube Music App to customize your listening experience

Til að fá meiri sérsnídda tónlist og hlaðvörp skráir þú þig inn á YouTube Music með Google-reikningnum þínum. Þú færð þegar í stað tillögur byggðar á tónlist eða hlaðvörpum á YouTube sem þú hefur hlustað eða horft á.

Tóndæmi úr tónlistarvídeóum

Tóndæmi er nýr eiginleiki í YouTube Music-forritnu sem gerir það skemmtilegt og auðvelt að uppgötva nýja tónlist. Flettu í tóndæmaflipanum til að finna endalausan, sérsniðin straum af hlutum úr tónlistarvídeóum - bæði frá nýjum útgáfum og gömlum smellum.

Með Tóndæmi geturðu:

  • Uppgötvað nýja tónlist
  • Vistað lög í safninu þínu eða á spilunarlistum
  • Deilt með vinum
  • Kannað vídeó í fullri lengd
  • Fundið tengd vídeó sem nota lagið

Ýttu á Tóndæmi í neðstu valmyndinni til að finna Tóndæmi í YouTube Music-forritinu. Kynntu þér hvernig á að nota tóndæmaflipann.

Safn

Hvar sem þú ert í YouTube Music-forritinu kemstu á safnið með því að ýta á Safn  neðst á skjánum. Hér er tónlistinni þinni raðað í mismunandi flokka:

  • Spilunarlistar
  • Hlaðvörp
  • Lög
  • Plötur
  • Flytjendur og áskriftir

Þegar þú horfir á efni ætlað börnum eða upplýsingasíðu flytjanda eru valkostirnir í Valmyndinni  frábrugðnir öðru efni. Þú getur ekki bætt efninu við spilunarlista, lækuð lög eða deilt efninu.

Niðurhöl

Þú getur líka fundið niðurhöl á flipanum Safn. Til að sjá niðurhölin þínu ýtirðu á örina við hliðina á Safn efst á síðunni. Notaðu flokkasíurnar til að finna spilunarlista, lög, hlaðvörp og plötur sem þú hefur hlaðið niður.

 Spilunarlistar

Þú getur búið til spilunarlista í YouTube Music-forritinu og á YouTube. Spilunarlistarnir þínir munu birtast á flipanum Safn í YouTube Music-forritinu ásamt þeim stöðvum sem þú hefur vistað. Frekari upplýsingar um hvernig þú býrð til spilunarlista í YouTube Music-forritinu.

Lög

Þú getur vistað lög í safninu þínu með því að ýta á Valmynd  og svo Vista í safni. Ef þú lækar  vídeó í tóndæmaflipanum verður lagið sjálfkrafa vistað í safninu þínu.

Þegar þú vistar lag í safninu þínu birtist það á svæði flytjanda í safninu.

Plötur

Þú getur vistað heilar plötur í safninu þínu. Leitaðu fyrst að plötunni sem þú vilt vista og síðan:

  1. Ýttu á Valmynd .
  2. Ýttu á Vista plötu í safni.

Þú getur líka vistað plötu í safninu frá upplýsingasíður plötunnar með því að smella á táknið .

Ef þú vistar plötu í safninu þínu mun hvert lag á plötunni einnig birtast í lagahluta safnsins. Flytjandinn á plötunni mun birtast í flytjandahluta safnsins.

Hlaðvörp

Athugaðu: Notendur í völdum löndum/landsvæðum gætu upplifað vöru á ólíkan hátt.

Til að vista hlaðvarpsþátt í safninu þínu skaltu smella á Vista í safni á upplýsingasíðu hlaðvarpsþáttarins.

Þegar þú vistar hlaðvarp í safninu þínu birtist spilunarlisti þáttarins á hlaðvarpsflipanum. Nýir þættir af hlaðvörpum sem þú fylgir munu líka bætast við á spilunarlistann Nýir þættir í safninu.

YouTube mun sýna útgáfudag þáttarins á sumum vettvöngum og útgáfudagsetningu á YouTube á öðrum. Útgáfudagurinn er ekki staðfestur af YouTube og höfundurinn getur breytt honum að vild. Ef enginn útgáfudagur finnst röðum við þáttum eftir því hvaða dag þeir voru birtir á YouTube.

Læka eða dissa tónlist

Ýttu á Læka eða Dissa við lög til að sérsníða stöðina þína.

Tónlist sem þú hefur lækað mun birtast í spilunarlistanum „Lækin þín“ sem þú finnur efst í Safninu þínu . Lög og plötur sem þú lækar munu líka birtast í lagahluta safnsins og hafa áhrif á þær tillögur sem þú færð. Ef þú lækar  vídeó í tóndæmaflipanum verður lagið sjálfkrafa vistað í safninu þínu.

Lag fjarlægist ekki sjálfkrafa úr safninu þótt þú aflækir það. Til að fjarlægja lag eða plötu úr safninu:

  1. Ýttu á flipann Safn.
  2. Finndu lagið eða plötuna sem þú vilt fjarlægja.
  3. Ýttu á Meira  við hliðina á laginu eða plötunni.
  4. Ýttu á Fjarlægja úr safni.

Til að sækja lög sem þú hefur lækað:

  1. Ýttu á flipann Safn.
  2. Ýttu á Spilunarlistar.
  3. Ýttu á Lækin þín.
  4. Ýttu á Meira .
  5. Ýttu á Sækja .

If you are viewing a made for kids video or song, you will not be able to use the like or dislike buttons. 

Raða og sía efni

Í safninu þínu geturðu notað valmynd sem sýnir uppruna efnis til að skipta á milli og skoða YouTube Music-safnið, YouTube Music-niðurhöl, efni sem þú hefur hlaðið upp á YouTube eða skrár á tækinu.

Efnissíurnar efst í safninu gera þér kleift að finna spilunarlista, lög, plötur, flytjendur eða hlaðvörp í safninu. Þegar þú síar eftir lögum færðu þar að auki upp lista af tónlistarstefnum sem þú getur notað til að sérsníða upplifunina eftir því hvernig skapi þú ert í.

Þú getur líka raðað tónlistarefni í YouTube Music-forritinu eftir nýlegri virkni, nýlega vistuðu efni eða nýlega spiluðu. Finndu þá tónlist sem þú leitar að hvar og hvenær sem er með því að raða spilunarlistum, safni og niðurhölum á fljótlegan hátt.

Tillögur í YouTube Music

Tillögur og leitarniðurstöður í YouTube Music geta verið byggðar á lögum og vídeóum sem þú hefur hlustað og horft á í YouTube Music og á YouTube. Nánar hvernig þú stjórnar áhorfsferlinum þínum á YouTube. 

Tillögur og leitarniðurstöður í YouTube Music geta líka verið byggðar á lögum, vídeóum og hlaðvörpum sem þú hefur lækað í YouTube Music-forritinu og á YouTube. Þú getur lækað, dissað og fjarlægt lækuð lög, vídeó og hlaðvörp til að breyta hvaða tillögur þú færð. Hvaða tillögur þú færð í YouTube Music getur líka verið byggt á þeim flytjendum sem þú ert áskrifandi að á YouTube Music og YouTube. Þú getur breytt áskriftunum þínum til að breyta hvaða tillögur þú færð.

 

Stjórna ferli

Til að stjórna ferlinum þínum:
  1. Veldu prófílmyndina þína.
  2. Veldu Ferill .
  3. Veldu Meira  við hliðina á laginu eða hlaðvarpinu sem þú vilt fjarlægja.
  4. Veldu Fjarlægja úr áhorfsferli.

Gerðu hlé á ferlinum

Til að gera hlé á ferlinum:

  1. Veldu prófílmyndina þína.
  2. Veldu Stillingar .
  3. Veldu Persónuvernd og staðsetning.
  4. Kveiktu á Gera hlé á áhorfsferli eða Gera hlé á leitarferli.

Eyða ferlinum

Til að eyða ferlinum:

  1. Veldu prófílmyndina þína.
  2. Veldu Stillingar .
  3. Veldu Persónuvernd og staðsetning.
  4. Veldu Stjórna áhorfsferli eða Stjórna leitarferli og fylgdu leiðbeiningunum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14075418932818918525
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
5030828
false
false