Opnaðu á aðgang að millistigs- og ítareiginleikum

Athugaðu: Þessi grein fjallar ekki um staðfestingarmerki rásar. Frekari upplýsingar um staðfestingarmerki má finna í þessari grein í hjálparmiðstöðinni.

YouTube býður upp á mörg verkfæri og eiginleika til að hjálpa þér að fá sem mest út úr rásinni þinni. Meirihluti höfunda hefur aðgang að þessum eiginleikum en sumir eiginleikar krefjast viðbótarstaðfestingar svo hægt sé að opna aðgang. Þessi viðbótarskilyrði fyrir aðgang gerir svindlurum, spömmurum og öðrum brotamönnum erfiðara fyrir að valda skaða. Aðeins aðaleigendur rása geta staðfest auðkenni sitt til að fá aðgang að viðbótareiginleikum.

Aðgangur að millistigseiginleikum

Ljúka símastaðfestingu til að fá aðgang

Ef þú lýkur símastaðfestingu færðu aðgang að millistigseiginleikum. Hér geturðu fundið upplýsingar um hvernig þú getur fengið aðgang að ítareiginleikum.

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio í tölvu.
  2. Smelltu á Stillingar.
  3. Smelltu á Rás.
  4. Smelltu á Gjaldgengi í eiginleika og svo Millistigseiginleikar og svo STAÐFESTA SÍMANÚMER.

Þú munt fá beiðni um að slá inn símanúmer. Þú færð sendan staðfestingarkóða í textaskilaboðum eða með símtali í símanúmerið.

Aðgangur að ítareiginleikum

Ítareiginleikar eru YouTube-eiginleikar sem gera, til dæmis, kleift að festa ummæli og fá hærri dagleg upphleðslumörk.

Þú getur fengið aðgang að ítareiginleikum með því að ljúka símastaðfestingu. Síðan geturðu valið að byggja upp fullnægjandi rásarferil eða ljúka við staðfestingu með því að nota skilríki eða vídeó hér fyrir neðan.

Athugaðu: skilríkja-/myndskeiðsstaðfesting er ekki í boði fyrir alla höfunda. Núverandi gjaldgengi þitt í eiginleika í YouTube Studio sýnir þér hvaða skref þú þarft að taka til að fá aðgang að ítareiginleikum.

Nota síma og skilríkja-/myndskeiðsstaðfestingu til að fá aðgang

Ljúka símastaðfestingu

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio í tölvu.
  2. Smelltu á Stillingar.
  3. Smelltu á Rás.
  4. Smelltu á Gjaldgengi í eiginleika og svo Millistigseiginleikar og svo STAÐFESTA SÍMANÚMER.
  5. Þú munt fá beiðni um að slá inn símanúmer. Þú færð sendan staðfestingarkóða í textaskilaboðum eða með símtali í símanúmerið.

Eftir að þú hefur klárað símastaðfestingu þarftu næst að klára staðfestingu með skilríkjum eða myndskeiði.

Athugaðu: Skilríkja-/myndskeiðsstaðfestingunni er yfirleitt eytt eftir nokkra mánuði þegar þú hefur byggt upp fullnægjandi rásarferil eða eftir 2 ár ef þú hefur ekki notað ítareiginleika.

Ljúka staðfestingu með skilríkjum

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio
  2. Smelltu á Stillingar.
  3. Smelltu á Rás
  4. Smelltu á Gjaldgengi í eiginleika  og svo  Ítarlegir eiginleikar  og svo AÐGANGUR AÐ EIGINLEIKUM.
  5. Veldu Nota skilríkinþín og smelltu svo á tölvupóst. Google mun senda tölvupóst. Þú getur líka skannað QR-kóða í staðinn. 
  6. Opnaðu tölvupóstinn í símanum þínum og ýttu á Hefja staðfestingu. 
  7. Lestu útskýringu á því hvernig Google mun nota skilríkin þín og hvernig skilríkin verða geymd. Til að halda áfram með staðfestinguna skaltu smella á Ég samþykki
  8. Fylgdu leiðbeiningunum til að taka mynd af skilríkjunum þínum. Athugaðu: Passaðu að fæðingardagurinn á skilríkjunum passi við fæðingardaginn á Google reikningnum
  9. Smelltu á Senda. Við munum fara yfir skilríkin þín þegar þau hafa verið send. Ferlið tekur yfirleitt sólarhring.

Nánar um hvernig gögn fyrir staðfestingu með skilríkjum eru notuð.

Eða

Ljúka myndskeiðsstaðfestingu

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Smelltu á Stillingar .
  3. Smelltu á Rás.
  4. Smelltu á Gjaldgengi í eiginleika og svo Ítareiginleikar og svo AÐGANGUR AÐ EIGINLEIKUM.
  5. Veldu Nota myndskeiðsstaðfestingu og smelltu svo á Næst og Fá tölvupóst.
    • Google sendir þér tölvupóst. Þú getur líka skannað QR-kóða í staðinn.
  6. Opnaðu tölvupóstinn í símanum þínum og ýttu á Hefja staðfestingu.
  7. Fylgdu leiðbeiningum um hreyfingar, s.s. að fylgja eftir punkti eða snúa höfðinu.
  8. Við munum fara yfir vídeóið þegar staðfestingarmyndskeiðinu hefur verið hlaðið upp.
    • Ferlið tekur yfirleitt sólarhring. Þú færð tölvupóst þegar það hefur verið samþykkt.

Nánar um hvernig gögn myndskeiðsstaðfestinga eru notuð.

Nota rásarferil til að fá aðgang

Til að fá aðgang að ítareiginleikum með rásarferli þarftu líka að ljúka símastaðfestingu.

Ljúka símastaðfestingu

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio í tölvu.
  2. Smelltu á Stillingar.
  3. Smelltu á Rás.
  4. Smelltu á Gjaldgengi í eiginleika og svo Millistigseiginleikar og svo STAÐFESTA SÍMANÚMER.
  5. Þú munt fá beiðni um að slá inn símanúmer. Þú færð sendan staðfestingarkóða í textaskilaboðum eða með símtali í símanúmerið.

Rásarferill þinn er notaður til að ákvarða hvort efnið frá þér og virkni hafi fylgt reglum netsamfélagsins á YouTube.

Rásarferillinn er skrá yfir:

  • Virkni á rás (til dæmis vídeóupphleðslur, beinstreymi og þátttaka áhorfenda.)
  • Persónuupplýsingar sem tengjast Google-reikningnum þínum
    • Hvenær og hvernig reikningurinn var stofnaður.
    • Hversu oft hann er notaður.
    • Aðferð til að tengjast Google-þjónustum.

Flestar rásir sem eru virkar hafa þegar fullnægjandi rásarferil til að opna á ítareiginleika án þess að þörf sé á frekari aðgerðum. Við vitum að við gerum stundum mistök og þess vegna bjóðum við líka upp á aðra staðfestingarmöguleika fyrir skjótari aðgang.

Byggja upp og viðhalda rásarferli

Ítareiginleikar eru YouTube eiginleikar sem fela í sér, til dæmis, möguleikann á að festa ummæli og hærri dagleg upphleðslumörk. Höfundar geta opnað fyrir aðgang að ítareiginleikum með því að fylgja stöðugt reglum netsamfélagsins á YouTube og byggja upp fullnægjandi rásarferil. Sé reglum okkar ekki framfylgt getur það seinkað gjaldgengi. Fyrir þær rásir sem þegar hafa aðgang að ítareiginleikum, getur það leitt til þess að þær tapi gjaldgengi.

Hér að neðan má finna dæmi um aðgerðir sem geta leitt til tafa eða orðið til þess að rás fái takmarkaðan aðgang að eiginleikum. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi:

Fá aftur aðgang að eiginleikum

Ef aðgangur þinn að ítareiginleikum er takmarkaður muntu fá tölvupóst. Rásir geta fengið aðgang aftur með því að bæta rásarferilinn eða senda staðfestingu. Virkar rásir sem hafa fylgt reglum netsamfélagsins á YouTube geta yfirleitt byggt upp fullnægjandi rásarferil innan tveggja mánaða.

Athugaðu: að skilríkja-/myndskeiðsstaðfesting er ekki í boði fyrir alla höfunda. Núverandi gjaldgengi þitt í eiginleika í YouTube Studio sýnir þér hvaða skref þú þarft að taka til að fá aðgang að ítareiginleikum.

Úrræðaleit

  • Ef þú færð skilaboðin „Ítarlegir eiginleikar YouTube eru ekki í boði fyrir þennan reikning“:
    Þetta þýðir að þú sért innskráð(ur) á reikning þar sem þú ert ekki aðaleigandinn. Þetta getur komið fyrir ef þú hefur skráð þig inn á reikning sem eru undir foreldraeftirliti eða þú hefur skráð þig inn á vörumerkisreikning.
  • Ef þú færð skilaboðin „Athugaðu vafrann þinn“:
    Vafrinn þinn er ekki samhæfur. Passaðu að uppfæra tækið þitt í nýjustu útgáfu stýrikerfis og vafra. 
  • Ef þú færð skilaboðin „Staðfesting á skilríkjum virkar ekki í myndavélinni í þessum síma“:
    Myndavélin þín er ekki samhæf. Skráðu þig inn með síma sem er með afturvísandi myndavél með fulla háskerpu til að senda inn skilríki.
  • Ef þú færð skilaboðin „Annað forrit gæti verið að nota myndavélina þína. Lokaðu opnum forritum og reyndu aftur“:
    Þetta þýðir að annað forrit er að nota myndavélina. Lokaðu opnum forritum og reyndu aftur.

Algengar spurningar

Hvers vegna biður YouTube um símanúmerið mitt / myndskeiðsstaðfestingu / gild skilríki?

YouTube segir upp milljónum rása á ári vegna efnis og hegðunar sem brýtur gegn reglunum. Margar þessara rása eru búnar til af sömu hópum og einstaklingum sem nota eða ofnota sömu tegundir eiginleika í tilraun til að blekkja, svindla á eða misnota áhorfendur, höfunda og auglýsendur. Staðfesting á auðkenni þínu er ein leið fyrir okkur til að takast á við misnotkun og ákvarða hvort þú hafir áður brotið reglur okkar og takmarka endurteknar umsóknir. 

Hvernig eru skilríkin mín og gögn myndskeiðsstaðfestinga notuð?

Símanúmer

Ef þú velur að senda inn símanúmer munum við nota það til að:

  • Senda þér staðfestingarkóða.

Staðfesting með skilríkjum

Þegar þú leggur fram gild skilríki (t.d. gilt vegabréf eða ökuskírteini) þá notum við þau til að staðfesta:

  • Fæðingardaginn þinn
  • Staðfesta að skilríkin séu nýleg og í gildi
  • Að ekki hafi áður verið lokað á þig fyrir brot á reglum YouTube

Þetta hjálpar okkur líka að verjast svikum og misnotkun og getur hjálpað okkur að bæta staðfestingarkerfin.

Staðfestingu með skilríkjum eða myndskeiðsstaðfestingu frá þér verður sjálfkrafa eytt af Google-reikningnum þínum innan 2 ára. Þeim er yfirleitt eytt eftir nokkra mánuði þegar þú hefur byggt upp fullnægjandi rásarferil eða eftir 1 ár ef þú hefur ekki notað ítareiginleika. Nánar um hvernig hægt er að eyða staðfestingargögnum.

Myndskeiðsstaðfesting

Myndskeiðsstaðfesting er stutt myndskeið af andliti einstaklings. Við notum myndskeiðið til að hjálpa okkur að staðfesta:

  • Að þú sért raunveruleg manneskja
  • Staðfesta að þú hafir náð tilskildum aldri til að nota þjónustu Google
  • Að ekki hafi verið lokað á þig vegna brota gegn reglum YouTube

Þetta hjálpar okkur líka að verjast svikum og misnotkun og getur hjálpað okkur að bæta staðfestingarkerfin.

Staðfestingu með skilríkjum eða myndskeiðsstaðfestingu frá þér verður sjálfkrafa eytt af Google-reikningnum þínum innan 2 ára. Þeim er yfirleitt eytt eftir nokkra mánuði þegar þú hefur byggt upp fullnægjandi rásarferil eða eftir 1 ár ef þú hefur ekki notað ítareiginleika. Nánar um hvernig hægt er að eyða staðfestingargögnum.

Varðveisla og eyðing gagna

Þú getur eytt skilríkjum eða myndskeiðsstaðfestingu hvenær sem er á Google-reikningnum þínum. Athugaðu að ef þú eyðir öðru hvoru áður en þú hefur byggt upp rásarferil á YouTube geturðu ekki notað ítareiginleika YouTube nema þú:

  •  Byggir upp YouTube rásarferil

Eða

  • Ljúkir staðfestingu með skilríkjum eða myndskeiðsstaðfestingu á ný

Til að tryggja að einstaklingar eða hópar komist ekki fram hjá takmörkunum okkar með því að búa til nýja reikninga metum við hvort þú hafir áður brotið reglur YouTube og takmörkum endurteknar umsóknir. Google kann að vista skilríkin eða myndskeiðið þitt og andlitsgreiningargögn í tiltekinn tíma til verndar gegn misnotkun.

Þessi gögn verða varðveitt í hámark 3 ár frá síðustu aðgerð þinni á YouTube.

Ef þú vilt ekki senda inn skilríki eða myndskeiðsstaðfestingu til að opna fyrir aðgang að ítareiginleikum þarftu ekki að gera það. Þú getur alltaf byggt upp fullnægjandi rásarferil í staðinn. Þegar þú ert tilbúin(n) til að opna fyrir aðgang að ítareiginleikum er líklegt að þú hafir hvort sem er byggt upp fullnægjandi rásarferil.

Þegar þú notar þjónustu okkar treystir þú okkur fyrir upplýsingunum þínum. Við skiljum að því fylgir mikil ábyrgð og við leggjum okkur fram um að vernda upplýsingarnar þínar og setja þig við stjórnvölinn. Persónuverndarstefna Google gildir hér rétt eins og um allar okkar vörur og þjónustur. 

Athugaðu: Við munum aldrei selja persónuupplýsingar þínar til annarra. 

Ég hef þegar lagt fram staðfestingu, af hverju fæ ég beiðni um staðfesta aftur?

Til að tryggja að við fylgjum ströngum reglum um gagnameðhöndlun er skilríkjum þínum eða myndskeiðsstaðfestingu sjálfkrafa eytt þegar þú hefur náð fullnægjandi rásarferli eða við getum eytt þeim ef þú notar ekki ítareiginleika í eitt ár. Þú getur líka valið að eyða skilríkjunum eða myndskeiðsstaðfestingu hvenær sem er í Google-reikningnum þínum. 

Ef staðfestingunni er eytt þarftu að eiga fullnægjandi rásarferil eða endursenda skilríki eða myndskeiðsstaðfestingu til að halda áfram að nota ítareiginleika. 

Hvernig get ég eytt staðfestingargögnunum mínum?

Áríðandi: Ef þú eyðir skilríkjum eða myndskeiðsstaðfestingu áður en þú hefur byggt upp rásarferil missirðu aðgang að ítareiginleikum.
  1. Skráðu þig inn á Google-reikninginn þinn.
  2. Smelltu á Persónuupplýsingar í vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á Skilríkjaskjal eða Myndskeiðsstaðfesting.
  4. Smelltu á Eyða Eyða.
Af hverju er snjallsími skilyrði? Get ég ekki bara hlaðið upp vídeói eða mynd af skilríkjunum mínum?

Snjallsími er skilyrði vegna þess að hann veitir viðbótaröryggi sem gerir svindlurum og spömmurum erfiðara að valda skaða.

Ég hef ekki fengið staðfestingarkóðann sendan í símann minn. Hvað er að?

Þú ættir að fá kóðann samstundis. Ef þú hefur ekki fengið kóðann geturðu beðið um nýjan. Vertu viss um að eftirfarandi algeng vandamál komi ekki upp:

  • Afhending SMS-skilaboða getur tafist. Tafir geta komið upp á mjög þéttbýlum svæðum eða ef þú ert ekki með gott samband. Ef þú hefur beðið lengur en í nokkrar mínútur og hefur enn ekki fengið skilaboðin skaltu prófa símtal í staðinn.
  • Ef þú hefur nú þegar staðfest 2 rásir með 1 símanúmeri þarftu að staðfesta annað símanúmer. Til að koma í veg fyrir misnotkun takmörkum við fjölda rása sem hægt er að tengja við hvert símanúmer.
  • Ekki er hægt að fá SMS-skilaboð frá Google í sumum löndum/landsvæðum. Flest símafyrirtæki geta sent SMS-skilaboð frá Google. Ef símafyrirtækið þitt getur ekki sent SMS-skilaboð frá Google geturðu prófað símtal í staðinn eða notað annað símanúmer.
Gildum skilríkjum / myndskeiðsstaðfestingu var hafnað. Hvað get ég gert?

Ef fyrstu tilraun þinni var hafnað færðu tilkynningu í tölvupósti. Við ráðleggjum þér að lesa ábendingarnar í tölvupóstinum.

Ef önnur tilraunin tekst ekki þarftu að bíða í 30 daga áður en þú prófar aðra hvora staðfestingaraðferðina aftur. Ef þér finnst að önnur myndskeiðsstaðfestingin frá þér hefði átt að vera samþykkt geturðu áfrýjað henni og sagt okkur ástæðuna.

Þú getur líka beðið og byggt upp rásarferil í staðinn.

Hvers vegna sé ég ekki valkost til að ljúka við skilríkja- eða myndskeiðsstaðfestingu?

Skilríkja- og myndskeiðsstaðfesting er ekki í boði fyrir alla höfunda en þá þarftu að byggja upp fullnægjandi rásarferil til að fá aðgang að ítareiginleikum. Núverandi gjaldgengi þitt í eiginleika í YouTube Studio sýnir þér hvaða skref þú þarft að taka til að fá aðgang að ítareiginleikum.
Hvernig virkar þetta fyrir rásir með marga notendur?

Ef þú ert með vörumerkisreikning:

Eingöngu aðaleigandi rásarinnar má staðfesta auðkenni sitt. Allir notendur rásarinnar munu hafa aðgang að sömu eiginleikum og aðaleigandinn, háð staðfestingarstöðu þeirra.

Ef þú ert ekki með vörumerkisreikning:

Eingöngu eigandi rásarinnar má staðfesta auðkenni sitt. Allir notendur rásarinnar munu hafa aðgang að sömu eiginleikum og eigandinn, háð staðfestingarstöðu þeirra.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
5426712397832150249
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false