Horfðu á beinstreymi

Horfðu á og spjallaðu við aðra á YouTube með því að nota beinstreymi og frumsýningar.

  • Beinstreymi gera þér kleift að horfa á efni með öðrum sem er sent út í rauntíma á YouTube.
  • Frumsýningar gera þér kleift að horfa á nýtt vídeó með höfundum og samfélagi þeirra í rauntíma.

Finndu og horfðu á beinstreymi og frumsýningar

Til að skoða væntanleg og núverandi beinstreymi og frumsýningar:

  1. Farðu á YouTube.com. 
  2. Vinstra megin skaltu smella á Vinsælt núna .
  3. Efst skaltu smella á áfangastaðinn Í beinni.

Ábending: Fáðu tilkynningu þegar beinstreymi eða frumsýning hefst með því að smella á Stilla áminningu.

Finndu og horfðu á endurspilanir á beinstreymum

Þegar beinstreymi lýkur getur rás birt hápunkta úr streyminu eða enduspilað það á rásinni. Hápunktar og endurspilanir birtast sem vídeó. Rásin getur valið að sýna endurspilun á spjalli í beinni líka.

Spjallaðu við aðra

Á meðan þú horfir á beinstreymi eða frumsýningu geturðu átt samskipti við aðra með því að senda skilaboð í spjalli í beinni. Mundu að fylgja reglum netsamfélagsins á YouTube og leiðbeiningum um hvernig þú getur tryggt öryggi þitt í beinstreymum.

Í sumu spjalli í beinni geturðu stutt höfunda með því að senda viðkomandi ofurspjall eða Super Stickers.

Ofurspjall og Super Stickers eru leiðir fyrir áhorfendur að kaupa litrík og fest spjallskilaboð og límmiða á meðan á beinstreymum og frumsýningum stendur.

Nánar um notkun á spjalli í beinni.

Sýndu viðbrögð

Þegar þú horfir á beinstreymi með spjall opið geturðu notað viðbrögð til að bregðast við því sem er að gerast jafnóðum. Þú og aðrir áhorfendur getið séð nafnlaus viðbrögð; ekki er hægt að sjá hvaða notandi sýndi hvaða viðbrögð.

Þú getur valið úr hjarta, broskalli, gleðispilli, roðnandi andliti og „100”.

Ef þú vilt ekki sjá viðbrögð geturðu snúið símanum lárétt og horft á öllum skjánum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
6745383848469440196
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false