Algengar spurningar um „ætlað börnum“

COPPA and YouTube: Answering Your Top Questions

Fáðu áskrift að YouTube-höfundarásinni til að fá nýjustu fréttir, uppfærslur og ábendingar.

 

Óháð staðsetningu þinni ber þér lagaleg skylda til að fylgja lögum um persónuvernd barna á netinu (e. Children's Online Privacy Protection Act) og/eða öðrum lögum. Þér ber skylda til að láta okkur vita hvort vídeóin þín eru ætluð börnum ef þú býrð til efni fyrir börn. Þessar breytingar eru til að tryggja vernd og persónuvernd barna betur og fylgja lögum. 

Hvers vegna er það á ábyrgð höfundar að fylgja lögunum ef YouTube sér um að safna gögnum (ekki höfundurinn)?

YouTube og höfundar deila ábyrgðinni á að fylgja ákvæðum um persónuvernd barna í mörgum lögum. Við treystum á að þú segir okkur ef efnið þitt er ætlað börnum vegna þess að þú þekkir efnið þitt best. Við treystum þér til að stilla markhópinn þinn rétt og við hnekkjum eingöngu áhorfendastillingu þinni ef upp kemst um villu eða misnotkun. Þegar þú stillir áhorfendahóp þinn takmörkum við hvernig við notum gögn og söfnum þeim í því efni í samræmi við áhorfendastillinguna.
Hvernig veit ég hvort efnið mitt sé EKKI ætlað börnum?
Samkvæmt leiðbeiningum Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) er vídeóið þitt líklega „ætlað börnum“ ef það er með leikara, persónur, virkni, leiki, lög, sögur eða annað efni sem ætlað er börnum. Annars er ólíklegt að efnið þitt þurfi að vera merkt sem „ætlað börnum“.
Vídeó er ekki endilega ætlað börnum þótt:
  • Það sé öruggt og viðeigandi fyrir alla aldurshópa (þ.e. er „fjölskylduvænt“)
  • Það fjalli um efni sem er yfirleitt tengt við börn
  • Svo vilji til að börn horfi á það

Hér eru nokkur dæmi um þær gerðir vídeóa sem gætu talist vera fyrir „almenna áhorfendur“ þegar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til að sýna að vídeóinu sé beint til barna:

  • Heimaframkvæmdavídeó sem kennir hvernig á að endurgera dúkkur eða búa til leirkalla
  • Fjölskylduvlogg um heimsókn í skemmtigarð 
  • Vídeó með ítarlegum upplýsingum um hvernig á að búa til tölvuleikjamodd 
  • Háðskt vídeó með fullorðnum að syngja með barnalögum 
  • Teiknað dagskrárefni sem höfðar til allra
  • Minecraft-vídeó með fullorðinshúmor 

Mundu að íhuga vandlega til hverra þú vilt ná með vídeóunum þínum þegar þú metur efnið þitt og þættina hér fyrir ofan. 

Er efni fyrir „almenna áhorfendur“ það sama og efni fyrir „blandaða áhorfendur“?
Nei. Efni fyrir almenna áhorfendur er efni sem getur höfðað til allra en er ekki sérstaklega ætlað börnum eða efni sem er ætlað unglingum eða eldri áhorfendum. Efni fyrir almenna áhorfendur á að vera stillt sem „ekki ætlað börnum“  

Hér eru nokkur dæmi um þær gerðir vídeóa sem gætu talist vera fyrir „almenna áhorfendur“ þegar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til að sýna að vídeóinu sé beint til barna:  
  • Heimaframkvæmdavídeó sem kennir hvernig á að endurgera dúkkur eða búa til leirkalla
  • Fjölskylduvlogg sem segir öðrum foreldrum frá heimsókn í skemmtigarð 
  • Vídeó með ítarlegum upplýsingum um hvernig á að búa til tölvuleikjamodd eða notandamyndir
  • Teiknað efni sem höfðar til allra
  • Leikjavídeó með fullorðinshúmor 
Efni fyrir blandaða áhorfendur er aftur á móti gerð efnis sem er ætluð börnum. Þetta er efni sem miðar að því að hafa börn meðal áhorfenda sinna þótt þau séu ekki stærsti áhorfendahópurinn og það telst sem miðað að börnum með tilliti til þeirra atriða sem lýst er hér að ofan.

Get ég ekki bara bætt við fyrirvara um að efnið mitt sé ekki ætlað börnum?

Þótt fyrirvara sé bætt við um að efnið þitt sé ætlað áhorfendum sem eru eldri en 13 ára þýðir það ekki að FTC muni sjálfkrafa líta á efnið þitt sem ekki ætlað börnum. Það er atriði sem getur hjálpað við að ákvarða ætlaðan áhorfendahóp en FTC mun meta það með tilliti til annarra atriða í COPPA, til dæmis: 
  • Hvort efnið innihaldi persónur, virkni, leiki, leikföng, lög, sögur eða annað sem höfðar sérstaklega til barna.
  • Aðrar yfirlýsingar þínar um ætlaðan áhorfendahóp efnisins sem eru frábrugðnar fyrirvaranum (t.d. yfirlýsingar á persónulegu vefsvæði)

Þarf ég að sanna aldur áhorfenda minna ef ég hef ekki verkfærin til þess? Hvað telur FTC sem sönnun fyrir því að börn horfi á efnið mitt? 

Sönnunargögn sem þú hefur um aldur áhorfenda þinna er bara eitt þeirra atriða sem þú ættir að hafa í huga þegar þú merkir efnið þitt sem „ætlað börnum“. Því miður er YouTube-greining ekki hönnuð til að hjálpa við að ákvarða hvort börn horfi á efnið þitt. FTC hefur ráðlagt að það geti verið hjálplegt að skoða gögn til að ákvarða hvort efnið þitt sé ætlað börnum, t.d. niðurstöður könnunar á aldri áhorfenda þinna.
Hvers vegna bætti YouTube ekki við stillingunni „blandaðir áhorfendur“? 
Þegar við hönnuðum áhorfendastillinguna hagræddum við valkostunum fyrir höfunda með því að búa til einn flokk „ætlað börnum“ til að forðast frekari rugling á svæði sem var þegar óskýrt. Nokkrar flækjur fylgja flokknum „blandaðir áhorfendur“ og við höfum sent opinber ummæli til FTC til að hjálpa okkur að búa til betri lausn fyrir höfunda, þar á meðal höfunda með blandaða áhorfendur. 

Hvaða eiginleikar eru ekki í boði í efni sem er ætlað börnum og hvers vegna eru þeir ekki í boði? 

Hér geturðu skoðað lista yfir eiginleika sem eru ekki í boði í efni sem er ætlað börnum. Allir eða hluti þessara eiginleika geta reitt sig á notendagögn. Til að gæta persónuverndar barna og uppfylla lagaleg skilyrði verðum við að takmarka gagnasöfnun og notkun í vídeóum sem eru stillt sem „ætluð börnum“.

Hvernig munu tillögur virka fyrir efni sem er ætlað börnum eða sem er ekki ætlað börnum? Hefur þetta áhrif á hvernig vídeóin mín birtast í tillögum?

Markmið tillögukerfis YouTube er að hjálpa notendum að finna vídeó sem þeir vilja horfa á og tengja notendur við efni sem þeir fíla -- líka efni sem er stillt sem „ætlað börnum“. Við vinnum að því að færa notendum efni sem vekur áhuga þeirra og gefur þeim gæðaupplifun á YouTube. Líklegra er að tillögur að vídeóum fyrir börn hafi að geyma vídeó sem eru með stillinguna ætlað börnum. Til að tryggja að efnið þitt nái til réttra áhorfenda er mikilvægt að þú stillir áhorfendastillinguna annað hvort sem ætlaða börnum eða ekki.

Þetta vídeó virðist óviðeigandi. Hvers vegna er það stillt sem „ætlað börnum“?

Þegar markhópur vídeós eða rásar er stilltur sem „ætlað börnum“ bendir það til þess að börn séu annaðhvort aðalmarkhópur efnisins eða að vídeóinu sé beint að börnum. Boðið er upp á að markhópur efnis sé stilltur sem „ætlað börnum“ til að höfundar geti betur fylgt COPPA.

Við erum einnig með kerfi til að ákvarða hvort efni á YouTube er viðeigandi. Reglur netsamfélagsins á YouTube tilgreina hvað er leyft og hvað ekki á YouTube. Við fjárfestum í tækni og starfsfólki sem hjálpar til við að tryggja að börn og fjölskyldur njóti sem bestrar verndar á YouTube. Við setjum til dæmis aldurstakmark á efni sem er ætlað fullorðnum en mætti auðveldlega rugla saman við fjölskylduefni. Við fjarlægjum líka efnið ef því er greinilega beint að ólögráða einstaklingum og fjölskyldum í heiti, lýsingu eða merkjum. Ef þú sérð efni sem þú telur brjóta gegn reglum netsamfélagsins á YouTube geturðu líka notað tilkynningaeiginleikann til að tilkynna það og þá mun starfsfólk YouTube skoða efnið.

Ef efni er stillt sem „ætlað börnum“ þýðir það þá að það birtist í YouTube Kids-forritinu?

Vídeó sem eru stillt sem „ætlað börnum“ birtast ekki sjálfkrafa í YouTube Kids-forritinu. Efnisreglur okkar tryggja að efni í YouTube Kids henti aldrinum sem um ræðir, fylgi gæðareglum okkar og henti áhugasviði barna um heim allan. Við notum blöndu af sjálfvirkum síum, ábendingum frá notendum og yfirferð starfsfólks til að ákvarða hvort efni sé viðeigandi fyrir YouTube Kids-forritið.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
16808898362581601786
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false