Fáðu yfirlit yfir frammistöðu rásarinnar

Flipinn Yfirlit í YouTube-greiningu veitir þér yfirlit yfir frammistöðu rásarinnar og vídeóanna þinna á YouTube. Spjaldið með helstu mæligildum sýnir áhorfið, áhorfstíma, áskrifendur og áætlaðar tekjur (ef þú ert í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila). 
 
Athugaðu: Ekki er víst að allar skýrslur séu aðgengilegar í snjalltækjum.

Skoðaðu yfirlitsskýrslurnar

YouTube Android-forritið

Í YouTube-forritinu geturðu skoðað eftirfarandi mæligildi fyrir rásina þína frá upphafi: áskrifendur, áhorf, læk, ummæli, deilingar og fjöldi opinberra vídeóa.

Þú getur líka skoðað nýleg áhorf fyrir síðastliðna 7 daga og tölfræði fyrir nýjasta efnið á rásinni þinni. Þú getur notað YouTube Studio-forritið fyrir ítarlegri greiningu .

  1. Opnaðu YouTube-forritið .
  2. Ýttu á prófílmyndina þína og svo Rásin þín.
  3. Á millivalmyndinni skaltu ýta á Greining  til að skoða stutt yfirlit yfir árangur rásarinnar þinnar.

YouTube Studio-forritið fyrir Android

  1. Opnaðu YouTube Studio-forritið .
  2. Í valmyndinni neðst skaltu ýta á Greining .
  3. Flipinn Yfirlit birtist sjálfgefið. 

Vinsælt efni

Skýrslan um vinsælustu vídeóin sýnir vinsælustu vídeóin þín. Sjálfgefið sýnir skýrslan vinsælustu vídeóin eftir áhorfi.

Rauntími

Rauntímaskýrslan veitir þér innsýn í frammistöðu nýlega birtra vídeóa. Skýrslan veitir þér einnig upplýsingar um vinsælustu vídeóin og fjölda áskrifenda. Þú getur líka skoðað skýrslu með ítarlegri greiningu til að bera saman frammistöðu eftir 60 mínútur og 48 klukkustundir.

Lykilmæligildi

Áhorf

Fjöldi réttmæts áhorfs fyrir rásirnar þínar eða vídeó.

Áhorfstími (klst.)

Hversu lengi áhorfendur hafa horft á vídeóið þitt.

Áskrifendur

Fjöldi áhorfenda sem hafa gerst áskrifendur að rásinni þinni.

Áætlaðar tekjur

Áætlaðar heildartekjur (hreinar tekjur) af öllum auglýsingum sem Google seldi og færslum fyrir valið tímabil og svæði.

Meðallengd áhorfs

Áætluð meðallengd áhorfs í mínútum fyrir valið vídeó og tímabil.

Birtingar

Hversu oft smámyndirnar þínar birtust áhorfendum á YouTube í skráðum birtingum.

Smellihlutfall birtinga

Hversu oft áhorfendur horfðu á vídeó eftir að hafa séð smámynd.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14858518550856512106
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false