Reglur um smámyndir

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.

Smámyndir og aðrar myndir sem brjóta gegn reglum netsamfélagsins eru ekki leyfðar á YouTube. Myndir eru meðal annars borðar, notandamyndir, samfélagsfærslur og aðrir YouTube eiginleikar sem eru með myndir.

Ef þú finnur smámyndir eða aðrar myndir sem brjóta gegn þessum reglum skaltu tilkynna þær. Ef þú finnur nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ekki birta smámynd eða aðra mynd á YouTube ef hún sýnir eftirfarandi:

  • Klám
  • Kynferðislegar athafnir, notkun á kynlífsleikföngum, blæti eða aðra kynferðislegar myndir
  • Nekt þar sem kynfæri sjást
  • Myndir sem sýna óumbeðna kyngervingu
  • Ofbeldisfullt efni sem er ætlað að hneyksla eða vekja viðbjóð
  • Grófar eða truflandi myndir með blóði eða blóðsúthellingum
  • Gróft eða klámfengið orðfæri
  • Smámynd sem villir um fyrir áhorfendum og lætur þá halda að þeir muni sjá eitthvað sem er ekki í vídeóinu

Athugaðu: Listinn hér að ofan er ekki tæmandi.

Smámyndir með aldurstakmark og fjarlæging á smámyndum

Stundum gæti smámynd ekki verið viðeigandi fyrir alla áhorfendur en brýtur ekki gegn reglum netsamfélagsins. Þegar það gerist gætum við sett aldurstakmark á vídeóið eða við gætum fjarlægt smámyndina en rásin fær ekki punkt. Ef við fjarlægjum smámynd munum við láta þig vita og þú getur hlaðið upp annarri smámynd.

Hér á eftir sérðu það sem við skoðum þegar við fjarlægjum eða setjum aldurstakmark á þessar tegundir smámynda:

  • Hvort brjóst, rassar eða kynfæri eru miðpunkturinn í smámyndinni
  • Hvort fyrirsætan er í stellingu eða fatnaði sem er ætlað að hafa kynörvandi áhrif á áhorfandann
  • Hvort ofbeldisfullt eða myndefni með blóðsúthellingum er miðpunkturinn í smámyndinni
  • Hvort skrifuðum texta er ætlað að vera grófur eða hneyksla eða vekja áhorfendum viðbjóð
  • Hvort heitið, lýsing, merki eða önnur gögn benda til þeirrar ætlunar að hneyksla eða vekja áhorfendum viðbjóð

Hvað gerist þegar smámyndir brjóta gegn reglum okkar

Ef smámynd frá þér inniheldur klámefni gætum við lokað rásinni þinni. Ef smámyndin þín brýtur aðrar reglur munum við fjarlægja smámyndina og reikningurinn þinn gæti fengið punkt. Ef þetta er í fyrsta sinn sem þú birtir efni sem brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu viðvörun án þess að rásin þín fái refsingu. Þú getur klárað regluþjálfun til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. Ef smámynd frá þér brýtur sömu reglur innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð þrjá punkta á 90 dögum eða ef rásin þín er ætluð fyrir ofbeldisfullt efni mun rásinni þinni verða lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8978272589986144277
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false