Bestu venjur fyrir efni með börnum

Við viljum að höfundar okkar haldi áfram að njóta sína og haldi í sköpunargáfuna en við biðjum um að þú fylgir reglum netsamfélagsins. Þú ættir alltaf að sýna skynsemi þegar kemur að efninu sem þú birtir á netinu og biðja um leyfi áður en þú hleður upp efni á YouTube sem sýnir fólk.

Ef fólk hleður upp efni með ólögráða börnum þarf viðkomandi að gera eftirfarandi:

  • Virða persónuvernd. Tryggja samþykki foreldris eða forráðamanns ólögráða barns ef barnið á að birtast í vídeóinu. Passa að þátttaka barnsins í vídeóinu sé af fúsum og frjálsum vilja.
  • Stjórna notendaummælum við vídeóin þín. Til eru verkfæri sem þú getur notað til að sía og skoða ummæli og þú getur alltaf tilkynnt ummæli til okkar ef þú telur þau vera ruslefni eða misnotkun.
  • Stjórnaðu stillingum vídeósins sem tengjast birtingu og innfellingu. Þú hefur nokkra valkosti til að stjórna hverjir geta skoðað vídeóið þitt og hvernig því er deilt á ytri vefsvæðum.

Passaðu að þú skiljir og fylgir lögum. Þú þarft að fylgja öllum lögum, reglum og reglugerðum sem tengjast vinnu með ólögráða börnum. Sum málefni sem þú ættir að vita um eru:

  • Leyfi: Skoðaðu landslög og reglur til að sjá hvort ólögráða börn í vídeóunum þínum þurfa á leyfi að halda, skráningu eða heimild til að vinna. Þú ættir líka að vita hvort þú þarft leyfi eða heimild til að ráða ólögráða börn í vinnu.
  • Laun/tekjuhlutdeild: Þú þarft að fylgja gildandl lögum um greiðslu til ólögráða barna fyrir vinnu þeirra. Í sumum tilvikum gætirðu þurft að greiða ólögráða börnum laun. Í öðrum tilvikum gætirðu þurft að veita ólögráða börnum beina tekjuhlutdeild af þeim tekjum sem þú aflar af vídeóunum eða setja til hliðar ákveðinn hluta þeirra sem er eingöngu ætlaður ólögráða barni.
  • Skóli og menntun: Þátttaka ólögráða barna í efni frá þér verður að fylgja öllum gildandi lögum til að vernda þau gegn truflun á eðlilegu skólanámi og menntun.
  • Vinnuumhverfi, vinnustundir og hlé: Vinnuumhverfið vera að vera öruggt fyrir ólögráða barnið. Það verður að hafa tíma til að hvíla sig, mennta og til afþreyingar á hverjum degi. Ólögráða börn ættu ekki að vinna fram á nótt. Þú ættir líka að fylgja öllum landslögum um vinnutíma og takmarkanir á vinnutíma á hverjum degi/viku.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8845516819503649693
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false