Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Reglur um ytri tengla

Tenglar sem senda notendur á efni sem brýtur gegn reglum netsamfélagsins eru ekki leyfðir á YouTube. Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Athugaðu: Ekki er víst að hægt verði að smella á tiltekna tengla. Nánar hér.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta tengla í efninu þínu á YouTube ef þeir senda notendur á efni sem brýtur gegn reglum netsamfélagsins okkar. Þessi regla nær yfir tengla sem falla undir einhverja af lýsingunum hér að neðan. Athugaðu að listinn er ekki tæmandi.

  • Tenglar á klámefni
  • Tenglar á vefsvæði eða forrit sem setja upp spilliforrit
  • Tenglar á vefsvæði eða forrit sem vefveiða innskráningarupplýsingar notanda, fjárhagsupplýsingar o.s.frv.
  • Tenglar á vefsvæði, forrit eða aðrar uppsprettur sem veita óheimilaðan aðgang að hljóðefni, hljóð- og myndefni, tölvuleikjum, hugbúnaði eða streymisþjónustum sem yfirleitt krefjast greiðslu.
  • Tenglar á vefsvæði sem reyna að afla tekna fyrir eða fá fólk til liðs við hryðjuverkasamtök
  • Tenglar á vefsvæði sem innihalda myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum
  • Tenglar á vefsvæði sem selja hluti sem tilgreindir eru í leiðbeiningum okkar um eftirlitsskyldar vörur
  • Tenglar á efni sem brýtur gegn reglum okkar um hatur eða áreitni
  • Tenglar á efni sem hvetur aðra til að fremja ofbeldisverk
  • Tenglar á efni ​​með villandi upplýsingum um COVID-19 sem stangast á við upplýsingar frá staðbundnum heilbrigðisyfirvöldum eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)
  • Tenglar á vefsvæði eða forrit sem dreifa misvísandi eða villandi efni sem skapar mikla hættu á alvarlegum skaða, svo sem efni sem truflar lýðræðisleg ferli
  • Tenglar á ytri vefsvæði sem innihalda stefnuyfirlýsingar ofbeldisfullra árásarmanna

Þessi regla á við um vídeó, hljóð, rás, ummæli, fest ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika. Tenglar geta verið á hvaða sniði sem beinir notanda á síðu utan YouTube. Sem dæmi um tengla af þessu tagi má nefna: vefslóðir sem hægt er að smella á, vefslóðatexta í vídeóum eða myndum og ruglaðar vefslóðir (svo sem að skrifa „dot com” í staðinn fyrir „.com”). Þetta á líka við um að beina notendum munnlega á önnur vefsvæði, hvetja áhorfendur til að kynna sér höfundaprófíla eða síður á öðrum vefsvæðum og að lofa brotlegu efni á öðrum vefsvæðum. Þessi listi er ekki tæmandi.

Athugaðu: Efni hlutdeildarfélaga brýtur ekki gegn notkunarskilmálum YouTube. Ef þú hins vegar birtir mikið af efni frá hlutdeildarfélagi á sérstökum reikningum gæti það brotið gegn reglum okkar um ruslefni. Þú getur skoðað nánar hvað leyft er í reglum okkar um ruslefni, blekkingar og svindl.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

  • Vídeó sem inniheldur efni með kynferðislegu þema þar sem lýsingin segir „smelltu til að sjá það sem YouTube leyfir ekki“ og inniheldur tengil á klámvefsvæði.
  • Efni í lýsingu leikjaspilunarvídeós þar sem gjaldmiðli leiks eða inneign í netverslun er lofað ef smellt er á tengil en tengillinn sýkir þess í stað tölvu notanda með spilliforriti.
  • Birting á tengli á vefveiðivefsvæði sem stelur bankaupplýsingum notanda og aðgangsorðum.
  • Leiðbeiningar til áhorfenda um að afrita og líma tengil sem ekki er hægt að smella á í vídeói sem síðan fer með áhorfendur á klámvefsvæði eða vefsvæði með ruslefni.
  • Sérhver tengill sem leiðir notendur á vefsvæði, skráarhýsingarþjónustu eða aðra staði þar sem notendur geta hlaðið niður myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum.
  • Efni sem beinir áhorfendum munnlega á vefsvæði til að finna prófíl eða síðu á öðrum verkvangi svo að þeir geti horft á efni sem brýtur gegn reglum netsamfélags YouTube.
  • Vefslóð innfelld í vídeó frá vefsvæði sem myndi gefa kjósendum rangar upplýsingar um tíma, stað, aðferðir eða skilyrði fyrir þátttöku í kosningum.
  • Tengill á grein sem segir að bóluefni gegn COVID-19 séu hluti af aðgerðaáætlun um fækkun fólks á jörðinni.

Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Ekki birta efni ef þú heldur að það gæti brotið gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
3992347786818955250
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false