Ábyrgð höfundar

Höfundar eru hjarta YouTube. Hluti af því að vera höfundur er að þú ert meðlimur í stóru og áhrifamiklu, alþjóðlegu samfélagi. Þú getur hjálpað okkur að viðhalda og vernda þennan einstaka og kraftmikla hóp.

Átaksverkefni YouTube varðandi ábyrgð höfunda

Sem höfundur á YouTube samþykkirðu að fylgja eftirfarandi:

Mikilvægt er að þú skiljir leiðbeiningarnar og hlutverk þeirra í sameiginlegri ábyrgð okkar á að halda YouTube heilbrigðu. Ef þú brýtur gegn leiðbeiningunum gæti vídeóunum þínum verið eytt, rásin þín fengið punkta eða, ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða, gæti rásin þín sætt takmörkunum eða jafnvel verið lokað.

Tekna aflað af efni

Höfundar sem vilja afla tekna af efni þurfa að fylgja fleiri leiðbeiningum:

Með því að virða leiðbeiningarnar hjálparðu okkur að koma í veg fyrir að mögulega óviðeigandi vídeó geti aflað tekna sem getur síðan skaðað tekjuöflun fyrir alla.

Ef þú fylgir ekki leiðbeiningunum gætirðu sætt refsingum, til dæmis gæti verið slökkt á auglýsingum í efni hjá þér eða rásinni þinni verið lokað tímabundið í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila.

Nánar um tekjuöflunarreglur okkar.

Vernd YouTube-samfélagsins

Sem höfundur á YouTube ættirðu að bera ábyrgð bæði innan og utan verkvangsins. Ef við sjáum að athæfi höfundar á verkvangi YouTube eða utan hans skaðar notendur, samfélagið, starfsfólk eða vistkerfi okkar getum við gripið til aðgerða til að vernda samfélagið.

Auk efnisins sem þú hleður upp á YouTube eru hér nokkur dæmi um hegðun á og utan verkvangsins sem við teljum óviðeigandi og gætu leitt til refsinga:

  • Ef ætlunin er að valda öðrum skaða.
  • Þátttaka í misnotkun eða ofbeldi, grimmileg hegðun eða þátttaka í sviksamlegri eða blekkjandi hegðun sem leiðir til skaða í raunheimi.

Þó að hegðun af þessari tegund sé fátíð getur hún valdið YouTube-samfélaginu alvarlegum skaða og mögulega grafið undan trausti meðal höfunda, notenda og auglýsenda.

Alvarleg brot sem valda umfangsmiklum skaða á samfélaginu gætu haft afleiðingar umfram venjulegar framfylgdaraðgerðir. Þessar takmarkanir gætu falið í sér:

  • YouTube Originals og YouTube Spaces-upplifanir: YouTube Originals gæti verið lokað tímabundið, sagt upp eða fjarlægt og þú gætir misst aðgang að YouTube Pop-up-svæðum og sýndarsamkomum.
  • Tekjuöflun, stjórnun samstarfsaðila og kynningartækifæri: Rásin þín gæti misst möguleikann á að birta auglýsingar, afla tekna og mögulega verið fjarlægð úr þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila, þar á meðal misst aðgang að stjórnun samstarfsaðila og stuðningi við höfunda. Þú gætir líka misst aðgang að efnisstjórnun Studio. Þú gætir líka verið fjarlægð(ur) úr YouTube Select-listum.

Önnur gögn

Notaðu þessi gögn til að fá nánari upplýsingar um reglur YouTube:

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11922735573077451236
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false