Endurheimta hakkaða YouTube-rás

Sem höfundur eyðir þú miklum tíma í efnið þitt og rásir. Við vitum að það getur valdið mikilli streitu og erfiðleikum þegar rásin þín hefur verið hökkuð. Sem betur fer getur þú gripið til ákveðinna aðgerða til að endurheimta rásina þína.

Áður en gripið er til aðgerða er mikilvægt að leita eftir merkjum um að rásin þín hafi hugsanlega verið hökkuð.

Allar YouTube-rásir tengjast í það minnsta einum Google-reikningi. Þegar YouTube-rás hefur verið hökkuð þýðir það að öryggi í það minnsta eins af Google-reikningunum sem tengjast rásinni hefur verið stefnt í hættu.

Ef þú tekur eftir einhverju af eftirfarandi atriðum er mögulegt að Google-reikningurinn þinn hafi verið hakkaður, honum stolið eða hann sé í hættu:

  • Breytingar sem þú gerðir ekki: Prófílmyndin , lýsingar, stillingar tölvupósts, AdSense fyrir YouTube-tenging eða send skilaboð hafa breyst.
  • Upphlaðin vídeó sem þú átt ekki: Einhver hefur birt vídeó með Google-reikningnum þínum. Þú gætir fengið tilkynningar í tölvupósti um þessi vídeó vegna refsinga eða punkta fyrir óleyfilegt efni.

Google-reikningar geta verið hakkaðir, þeim stolið eða öryggi þeirra skert af ýmsum ástæðum. Ástæðurnar eru meðal annars skaðlegt efni (spilliforrit) og blekkjandi tölvupóstar dulbúnir sem þjónusta sem þú kannast við (vefveiðar). Til að vernda reikninginn þinn skaltu aldrei deila netfanginu þínu eða upplýsingum um aðgangsorð með öðrum. Þú skalt aldrei hlaða niður skrám eða hugbúnaði frá aðilum sem þú treystir ekki.

Þú þarft fyrst að endurheimta hakkaða Google-reikninginn sem tengist YouTube-rásinni áður en þú getur endurheimt hökkuðu YouTube-rásina.

Fylgdu þessum þremur skrefum til að endurheimta YouTube-rásina þína:

1. Endurheimtu og tryggðu öryggi hakkaða Google-reikningsins sem tengist YouTube-rásinni
2. Afturkallaðu strax óumbeðnar breytingar á YouTube-rásinni til að forðast vandamál tengd reglum eins og reglum netsamfélagsins eða punkta vegna höfundarréttabrota
3. Dragðu úr hættu á óleyfilegum aðgangi að Google-reikningnum þínum með því að nota bestu öryggisvenjur fyrir alla notendur sem tengjast rásinni

Endurheimta Google-reikninginn

Þú getur enn skráð þig inn á Google-reikninginn þinn

Það er mikilvægt að uppfæra aðgangsorðið þitt og tryggja öryggi Google-reikningsins þíns. Farðu svo í næsta skref.

Þú getur ekki skráð þig inn á Google-reikninginn þinn

Til að fá aðstoð við að komast aftur inn á Google reikninginn:

  1. Fylgdu skrefunum til að endurheimta Google-reikninginn þinn eða Gmail.
  2. Endurstilltu aðgangsorðið þegar þú færð beiðni um það. Veldu traust aðgangsorð sem þú hefur ekki notað áður fyrir þennan reikning. Kynntu þér hvernig þú velur traust aðgangsorð.

Biddu rásarstjórana/eigendur að fylgja sömu skrefunum til að tryggja öryggi Google-reikninganna sinna.

Breyttu rásinni þinni aftur í sama ástand og hún var áður en hún var hökkuð

Til að fá aðstoð til að koma rásinni þinni aftur í sama ástand og hún var áður en hún var hökkuð:

  1. Hreinsaðu rásarnafn eða heiti
  2. Skiptu um rásarborða eða lógó
  3. Uppfærðu persónuverndarstillingar vídeósins
  4. Fjarlægðu alla óþekkta rásarnotendur eða notendur vörumerkisreiknings
  5. Leystu úr höfundarréttarbrotum

Dragðu úr hættu á óleyfilegum aðgangi

Þegar þú hefur lokið skrefunum hér að ofan er mikilvægt að þú tryggir öryggi Google-reikningsins sem tengist rásinni:

  1. Kveiktu á Enn öruggari vefskoðun
  2. Kveiktu á tvíþættri staðfestingu til að auka öryggi reikningsins þíns
  3. Settu upp eða uppfærðu endurheimtarsíma eða endurheimtarnetfang
  4. Kynntu þér öryggisskoðun Google-reikningsins
  5. Settu upp aðgangslykil til að fá vernd gegn ógnum á við vefveiðar
  6. Veldu Áætlun um ítarlega vernd

Ef rásinni þinni var lokað eftir að Google-reikningurinn þinn var hakkaður

Þegar þú hefur endurheimt Google-reikninginn þinn muntu finna tölvupóst í pósthólfinu þínu með frekari upplýsingum um hvernig þú getur áfrýjað lokun rásar. Þegar þú hefur endurheimt hakkaða Google-reikninginn geturðu áfrýjað með þessu eyðublaði. Áfrýjunin verður hugsanlega ekki samþykkt ef endurheimt reikningsins er ekki lokið.

Hafðu samband við starfsfólk höfundaþjónustu

Ef rásin þín er gjaldgeng (t.d. ef þú ert í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila) geturðu haft samband við starfsfólk höfundaþjónustu YouTube til að fá aðstoð þegar þú hefur endurheimt Google-reikninginn þinn.

Nánar um hvernig þú hefur samband við starfsfólk höfundaþjónustu.

Algengar spurningar

Ég hef endurheimt rásina mína en hvernig veit ég hvort hakkaranum hafi verið hent út eða ekki?

Við getum ekki alltaf áttað okkur á því hvort reikningsþjófur hafi verið fjarlægður. Við mælum með að þú skoðir YouTube-rásina þína og gangir úr skugga um að Google-reikningurinn þinn sé öruggur til að koma í veg fyrir frekari hökkun.  

Lendi ég í vandræðum ef hakkarinn hlóð upp vídeóum sem brjóta gegn reglum netsamfélagsins á YouTube? Gæti rásinni minni verið lokað?

Gakktu úr skugga um að þú eyðir strax öllum vídeóum sem þú hlóðst ekki upp þar sem allt efni á YouTube verður að fylgja reglum netsamfélagsins. Ef rásinni þinni var lokað eftir að hafa verið hökkuð geturðu áfrýjað hérna þegar þú hefur endurheimt Google-reikninginn þinn. Áfrýjunin verður hugsanlega ekki samþykkt ef endurheimt reikningsins er ekki lokið. Ef þú ert með fleiri spurningar skaltu hafa samband við starfsfólk höfundaþjónustu.

Reikningur eins þeirra sem stjórnar rásinni minni var hakkaður. Hvað get ég gert til að koma í veg fyrir reikningsþjófnað í framtíðinni?

Það er algengt að YouTube-rásir séu með fleiri en einn stjórnanda. Þú getur bætt öryggi rásarinnar með því að fylgja þessum skrefum: 

  • Tryggðu að þú og aðrir í teyminu þínu hafi gert ráðstafanir til að vernda reikningana þína
  • Notaðu verkfærin fyrir rásarheimildir og vörumerkisreikninga til að tryggja að aðeins viðurkenndir reikningar hafi aðgang til að stjórna rásinni þinni og aðeins á því heimildarstigi sem þú samþykkir. Ekki deila aðgangsorðum eða innskráningarupplýsingum með neinum öðrum. Eingöngu reikningar sem heimilaðir hafa verið í gegnum rásarheimildir, ættu að fá aðgang að rásinni þinni.
  • Til að koma í veg fyrir öryggisbrot skaltu nota annað netfang fyrir YouTube-rásina þína en það sem þú notar fyrir aðra reikninga. Ef þú notar sama netfangið á mismunandi verkvöngum og einhver fær aðgang að því, getur viðkomandi tekið yfir YouTube-reikninginn þinn og aðra reikninga samtímis.

 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
17597716258174524082
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false