Vörumerki er orð, tákn eða samblanda sem auðkennir uppruna vöru og aðgreinir hana frá öðrum vörum. Fyrirtæki eða annar aðili fær vörumerki gegnum lagalegt ferli. Þegar það er fengið veitir það eiganda einkarétt á notkun vörumerkisins í tengslum við þær vörur.
Brot gegn vörumerkjarétti er óviðeigandi eða óleyfileg notkun á vörumerki á þann hátt sem líklegur er til að valda misskilningi um uppruna vörunnar. Reglur YouTube banna vídeó og rásir sem brjóta gegn vörumerkjarétti. Ef efnið þitt notar vörumerki frá öðrum þannig að slíkt geti valdið misskilningi gæti verið lokað á vídeóin þín. Rásinni þinni gæti líka verið lokað tímabundið.
Ef þú telur að verið sé að brjóta gegn vörumerki þínu skaltu hafa í huga að YouTube er ekki milligönguaðili í vörumerkjaágreiningi milli höfunda og eigenda vörumerkja. Við mælum því eindregið með að eigendur vörumerkja ræði beint við höfundinn sem birti viðkomandi efni. Ef þú hefur samband við upphleðsluaðilann gætirðu leyst vandamálið hraðar og á þann hátt sem gagnast öllum. Sumir notendur gefa upp leiðir til að hafa samband á rásinni.
Ef þú nærð ekki að leysa úr málinu með eiganda reiknings sem í hlut á skaltu senda vörumerkjakvörtun gegnum eyðublaðið Vörumerkjakvörtun.
YouTube er reiðubúið að gera lauslega skoðun á sanngjörnum kvörtunum og fjarlægja efni ef um augljóst brot er að ræða. Til að hjálpa til við að leysa úr ágreiningi framsendir YouTube hverja vörumerkjakvörtun til upphleðsluaðilans áður en gripið er til aðgerða. Þannig fær upphleðsluaðili tækifæri til að bregðast við mögulegum vandamálum sem tengjast vörumerki.
Við samþykkjum líka vörumerkjakvartanir á frjálsu sniði sem sendar eru með tölvupósti, í faxi og bréfpósti.
Ef kvörtunin þín tengist sölu eða kynningu á fölsuðum vörum skaltu senda kvörtun um fölsun.
Ef kvörtunin tengist verki sem nýtur verndar, til dæmis lagi, kvikmynd eða bók, skaltu senda höfundarréttarkvörtun.