Val á aðferð til að ná til áhorfenda um allan heim

Eftir því sem rásin þín vex og þú nærð til áhorfenda um allan heim er gott að íhuga um að búa til ólíkar rásir fyrir ólík tungumál eða lönd/svæði. Hér fyrir neðan eru þrjár aðferðir til að ná til áhorfenda um allan heim. Til að hjálpa okkur að ná til fólks víðar um heim geturðunotað sjálfvirka skjátexta, þýðingar sem bætt er handvirkt við eða notað tól og þjónustur frá þriðju aðilum.

Fáðu ábendingar fyrir höfunda um að búa til efni fyrir alla.
Viðhalda einni rás með efni á mörgum tungumálum

Allt efni er haft á einni rás. Vídeóum er hlaðið upp á mörgum tungumálum fyrir ólík landsvæði.

Mörkun

Efnið þitt verður eins í öllum löndum/svæðum. Ef áhorfendur þínir nota sömu orð til að leita að vörumerki þínu óháð tungumáli er auðveldara að uppgötva rásina þína.

Virkni

Notkun á einni rás sameinar áhorf og áskrifendur þína. Það auðveldar líka áhorfendum að finna rásina þína á YouTube leit.

Rásin þín fær færslur, ummæli og uppfærslur á straumi á mörgum ólíkum tungumálum. Þetta gæti verið ruglandi fyrir áhorfendurna.

Til að hjálpa áhorfendum þínum:

Stjórnun

Þar sem allt efni er á sama stað getur teymið þitt einbeitt sér að því að stjórna einni rás sem gerir það auðveldara að viðhalda samræmi í alþjóðlegri mörkun og tón.

Aðskildar rásir búnar til fyrir ólík tungumál

Búðu til aðskildar rásir fyrir ólík tungumál og svæði. Þessi aðferð er gagnleg fyrir tungumál með ólíkt skrifletur eða leitarfyrirspurnir.

Mörkun

Þú getur sérsniðið hverja rás að áhorfendahópnum og innfellt auðveldlega staðbundna viðburði og kynningar. Ef vörumerkið þitt er aðeins frábrugðið á milli landa/svæða geturðu notað þessa aðferð til að innfella þennan mun í stefnu rásarinnar.

Virkni

Aðskildar rásir gefa þér skýr samskipti við ólíka áhorfendahópa. Öll atriði á hverri rás verða sérhönnuð að tilteknum áhorfendahóp sem getur veitt betri áhorfandaupplifun. Áhorfendur eru ólíklegri til að ruglast eða missa áhugann vegna breytileika í efni eftir tungumálum.

Til að bæta sýnileika:

  • Tilgreindu tungumál eða svæði hverrar rásar til að áhorfendur geti fundið rásina fyrir þeirra svæði á YouTube leit.
  • Kynntu rásirnar þínar á milli þeirra til að bæta sýnileika.
  • Bættu áhugaverðum rásum við hlutann „valdar rásir“ á síðu rásarinnar þinnar.

Stjórnun

Hver rás þar stöðugt viðhald og athygli. Vertu viss um að vörumerki þitt hafi næg tilföng til að viðhalda hverri rás með dagskrá yfir reglulegar upphleðslur og virkni.

Ein alþjóðleg rás búin til með stuðningi við staðbundnar rásir

Notaðu eina rás sem aðalrás vörumerkisins þíns til að kynna alþjóðlegar herferðir. Búðu til staðbundnar rásir fyrir ólík tungumál og lönd/svæði.

Mörkun

Notaðu aðalrásina þína fyrir alþjóðlegt efni og staðbundnar rásir fyrir viðburði og kynningar. Búðu til samræmd sniðmát fyrir lýsigögn og smámyndir vídeóanna þinna til að viðhalda samræmi á milli rásanna þinna.

Virkni

Áhorfendum og áskrifendum getur verið skipt á milli margra rása en áhorfendur fá stöðuga og staðbundna upplifun. Notaðu alþjóðlegu aðalrásina til að senda áhorfendur á staðbundnu rásirnar þínar með því að nota lýsigögn vídeós, rásarlýsingar og skipulag fyrir valdar rásir.

Tíðari upphleðslur á staðbundnu rásunum geta bætt sýnileika þeirra á YouTube leit.

Stjórnun

Þetta skipulag krefst samstillingar á milli alþjóðlegra og staðbundinna teyma en leyfir þér að sérsníða skilaboð vörumerkisins þíns fyrir staðbundin markaðssvæði. Þessi aðferð þarf mesta tímann og vinnuna til að viðhalda henni.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7928979079895659055
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false