YouTube notkunarleiðbeiningar

Útiloka rásir frá Content ID tilköllum

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.
Þegar þú kveikir á samsvörun við Content ID býr YouTube sjálfkrafa til tilköll vegna upphlaðins efnis frá öðrum notendum sem samsvarar (að hluta) tilvísunarskrám þínum.

Í sumum tilvikum gætirðu viljað koma í veg fyrir að Content ID geri tilkall til vídeóa sem ákveðnar YouTube rásir hlaða upp. Til dæmis gæti kvikmyndastúdíó ekki viljað gera tilkall til vídeóa frá rás sem gagnrýnir og kynnir kvikmyndir frá stúdíóinu. Þú getur útilokað rásir frá Content ID tilköllum með því að bæta rásum á hvítan lista.

Athugasemdir
  • Vegna þess að Content ID gerir ekki tilkall til vídeóa frá rásum sem tengjast efnisstjóra þínum geturðu ekki bætt þessum rásum við hvíta listann þinn.
  • Ekki er hægt að bæta stökum eignum við hvíta listann, einungis er hægt að bæta við rásum.

Bæta rásum við hvítan lista

Þú getur bætt einni eða fleiri rásum við hvítan lista til að undanskilja þær frá Content ID tilköllum. Til að bæta rásum við hvítan lista:

  1. Skráðu þig inn í efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Hvítur listi .
  3. Í horninu efst til hægri skaltu smella á BÆTA VIÐ RÁSUM.
  4. Sláðu inn rásarauðkenni eða vefslóð. Rásarauðkenni er strengur með 24 bók- og tölustöfum sem hefst á „UC“ í vefslóð rásar.
    • Til að bæta við fleiri en einni rás í einu skaltu líma lista, aðskilinn með kommum yfir rásarauðkenni í textareitinn.
  5. Smelltu á BÆTA VIÐ.

Eftir að þú bætir rásum við hvíta listann mun Content ID ekki gera tilköll til vídeóa sem hlaðin eru upp á þær rásir héðan í frá. En ekki verður sjálfkrafa fallið frá fyrirliggjandi tilköllum sem gerð voru áður en þú bættir þeim við hvíta listann. Sjáðu hvernig þú getur fallið frá tilköllum.

Ef fleiri en einn samstarfsaðili á eign þarf hver samstarfsaðili að bæta rás við hvíta listann hjá sér til að koma í veg fyrir tilköll til eignarinnar.

Fjarlægja rásir af hvíta listanum

Ef þú fjarlægir rásir af hvíta listanum þýðir það að Content ID undanskilur ekki lengur rásirnar frá tilköllum. Ef rásirnar hlaða upp vídeóum sem samsvara tilvísunarskránum þínum og rásirnar eru ekki lengur á hvíta listanum þínum þá mun Content ID búa til tilköll. Til að fjarlægja rásir af hvíta listanum:

  1. Skráðu þig inn í efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Hvítur listi .
  3. Smelltu á síustikuna og svo Rásarauðkenni eða Rásarheiti.
  4. Límdu lista, aðskilinn með kommum, með rásarauðkennum eða rásarheitum og svo NOTA.
  5. Smelltu á gátreitina við hliðina á rásunum sem þú vilt fjarlægja af hvíta listanum þínum.
    • Til að velja allar rásir skaltu smella á gátreitinn fyrir ofann listann með leitarniðurstöðunum og svo Velja allt.
  6. Á borðanum efst skaltu smella á FJARLÆGJA.
Athugaðu: Ef þú fjarlægir rás af hvíta listanum þínum verður rásinni ekki eytt af YouTube.

Flyttu út upplýsingar um rásir á hvíta listanum þínum

Þú getur fengið meiri upplýsingar um rásirnar á hvíta listanum þínum, til dæmis rásarauðkenni, heiti rásar og dagsetningu þegar rásin fékk undanþágu. Til að flytja út upplýsingarnar:

  1. Skráðu þig inn í efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Hvítur listi .
  3. Smelltu á gátreitina við hliðina á rásunum sem þú vilt flytja út upplýsingar um.
  4. Í borðanum efst skaltu smella á Flytja út  og velja Gildi aðskilin með kommu (.csv) eða Google Sheets (nýr flipi). Vinnsla á skránni mun byrja.
  5. Þegar vinnslu á skránni er lokið:
    • Fyrir .csv skrá: Smellið á NIÐURHAL á efsta borðanum.
    • Fyrir Google Sheets skrá: Smellið á OPNIÐ TÖFLUREIKNA Í NÝJUM GLUGGA á efsta borðanum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9748804890059300544
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false