Reglur um falska virkni

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.

YouTube leyfir ekkert þar sem aukið er við áhorf, fjölda læka eða ummæla eða önnur mæligildi sem tengjast vídeói, hvort sem er með hjálp sjálfvirkra kerfa eða með því að spila vídeó óumbeðið hjá notendum. Efni sem einungis er ætlað að auka virkni áhorfenda (áhorf, læk, ummæli o.s.frv.) er heldur ekki leyft.

Efni og rásum sem fylgja ekki þessum reglum gæti verið lokað og þau fjarlægð af YouTube.

Áríðandi:  Ef þú ræður einhvern til að kynna rásina þína geta ákvarðanir viðkomandi haft áhrif á rásina. Allar aðferðir sem brjóta reglur okkar geta leitt til þess að efni verði fjarlægt eða til fjarlægingar rásar, hvort sem um er að ræða aðgerð sem þú framkvæmir eða einhver sem þú ræður.

Við teljum virkni vera lögmæta þegar megintilgangur notanda sem er manneskja er að eiga eðlilega gagnvirkni við efnið. Við teljum virkni vera ólögmæta, til dæmis, ef hún stafar af þvingunum eða blekkingum eða þegar eini tilgangur virkninnar er fjárhagslegur ávinningur.  

Ef þú finnur efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það. Leiðbeiningar um hvernig á að tilkynna brot á reglum netsamfélagsins má finna hér. Ef þú fannst nokkur vídeó eða ummæli sem þú vilt tilkynna geturðu tilkynnt rásina.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum.

  • Tenglar á eða kynning á þjónustum þriðja aðila þar sem á óeðlilegan hátt er aukið við mæligildi eins og áhorf, fjölda læka og áskrifenda
  • Efni sem tengir á eða kynnir vefsvæði eða þjónustur þriðja aðila sem auka áhorf eða fjölda áskrifenda á óeðlilegan hátt.
  • Bjóða upp á að gerast áskrifandi að rás annars höfundar ef viðkomandi hefur áskrift að þinni rás („áskrift fyrir áskrift“)
    • Athugaðu: Þú mátt hvetja áhorfendur til að gerast áskrifendur, læka vídeó, deila eða skilja eftir ummæli.
  • Efni sem sýnir höfund kaupa áhorf frá þriðja aðila með það í huga að kynna þjónustuna.

Þessar reglur eiga við um vídeó, lýsingar á vídeóum, ummæli, beinstreymi og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi.

Hvernig virkni er mæld

Fjöldi áskrifenda sem birtist á eftirfarandi stöðum er uppfærður í rauntíma:

  • Heimasíða rásarinnar
  • Reikningaval
  • Áhorfssíða vídeós
  • Vefsvæði þriðju aðila og forrit sem nota gagnaforritaskil YouTube

Fjöldi áskrifenda í YouTube-greiningu getur verið annar en fjöldi áskrifenda á YouTube-rásinni þinni. Fjöldinn í YouTube-greiningu er um það bil tveimur sólarhringum á eftir. Töfin gerir okkur kleift að framkvæma frekari staðfestingar og gera ruslskoðanir til að tryggja að tölurnar séu nákvæmar.

Síðuumferð sem telst tilkomin á óeðlilegan hátt mun ekki verða talin á YouTube og getur leitt til þess að reikningurinn þinn fái punkt. Reikningar sem hafa sætt tímabundinni lokun og áskrifendur sem teljast vera rusláskrifendur munu ekki vera taldir með í heildarfjölda áskrifenda og áhorfs hjá þér. Þetta eru ekki virkir áhorfendur og þó að þeir séu fjarlægðir ætti það ekki að hafa áhrif á áhorf eða áhorfstíma hjá þér.

Ef vídeó hefur verið fjarlægt hjá þér vegna bellibragða tengdum áhorfi skaltu skoða þessa síðu í hjálparmiðstöðinni til að fá frekari upplýsingar.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

  • Vídeóvitnisburður þar sem höfundur sýnir þegar hann kaupir falska síðuumferð frá þriðja aðila
  • Vídeó þar sem höfundur tengir á þriðja aðila sem býður upp á falska síðuumferð í samhengi sem telst kynning eða stuðningur. Til dæmis: „Ég fékk 1 milljón áskrifendur vegna þessa vídeós á einum degi og það getur þú líka!“
  • Vídeó sem reynir að þvinga eða blekkja áhorfendur til að horfa á annað vídeó með bellibrögðum (til dæmis með upplýsingaspjaldi sem er merkt á villandi hátt)
  • Rásir sem eru helgaðar falskri rásarvirkni eða -umferð eða því að kynna fyrirtæki sem einungis eru starfrækt í því skyni

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn. Athugaðu að brotlegar vefslóðir sem birtar eru í vídeói eða lýsigögnum vídeós geta leitt til þess að vídeóið sé fjarlægt.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú munt geta klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef sömu reglur eru brotnar innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun.

Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Nánar um punktakerfið.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Við gætum komið í veg fyrir notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað regluþjálfun síðar. Nánar um varanlega lokun rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
16909450496684788137
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false