Vertu öruggur unglingur á YouTube

Unglingar eru mikilvægur hluti af YouTube-samfélaginu. Ef að þú ert unglingur skaltu nota verkfærin og ráðin hér að neðan til að tryggja öryggi þitt á YouTube.

Athugaðu: Til að búa til Google-reikning verður þú að standast reglur um lágmarksaldursskilyrði í þínu landi/svæði.

Ef að þú ert kennari eða foreldri skaltu skoða foreldragögn og kennaragögn okkar. Til að fá meiri upplýsingar um netöryggi skaltu lesa ábendingar Google um netöryggi.

Ábendingar um öryggi fyrir unglinga

  • Vittu hvaða tegundir efnis þú getur tekið upp. Þegar þú tekur upp vini þína, bekkjarfélaga eða aðra ólögráða einstaklinga skaltu muna að þeir mega aldrei gera neitt sem er kynferðislega tvírætt, ofbeldisfullt eða hættulegt.

  • Mundu „ömmuregluna“. Er vídeóið eitthvað sem þú vilt að afar þínir og ömmur, foreldrar eða vinnuveitendur í framtíðinni geti skoðað? Ef ekki er líklega best að sleppa því að birta það. Eftir að þú birtir vídeó þá veistu ekkert hver getur séð það. Ef vídeóið er afritað eða endurbirt geturðu ekki fjarlægt öll afrit.

  • Forðastu hættulegar eða óþægilegar aðstæður. Ekki birta eitthvað bara af því að einhver bað þig um það. Talaðu við fullorðinn einstakling sem þú treystir áður en þú reynir að hitta vin sem þú kynntist á netinu.

  • Notaðu persónuverndarstillingar okkar. YouTube er með eiginleika sem hjálpa til við að takmarka hverjir geta skoðað vídeó sem þú birtir. Til að hjálpa til við persónuvernd þína þá getur þú stillt persónuleg vídeó sem „Lokað“ eða „Óskráð“. Til að hafa umsjón með upplifun þinni á YouTube skaltu fara í Persónuverndar- og öryggismiðstöðina.

  • Til að lesa ábendingar og horfa á vídeó sem hjálpa þér að upplifa meira öryggi á YouTube skaltu skoða öryggismiðstöð höfunda.
Ef þú upplifir áreitni, hótanir, einelti eða að einhver sé að villa á sér heimildir skaltu tilkynna rásina. Ef þú rekst á óviðeigandi efni skaltu tilkynna það.

Tengd gögn

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
503776876021229212
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false