Reglur um þá sem villa á sér heimildir

Öryggi höfunda, áhorfenda og samstarfsaðila okkar er í algjörum forgangi hjá okkur. Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að vernda þetta einstaka og lifandi samfélag. Miklu skiptir að þú skiljir reglur netsamfélagsins okkar og hlutverk þeirra í að tryggja öryggi YouTube, en þar berum við öll ábyrgð. Taktuþér tíma til að lesa vandlega reglurnar hér að neðan. Þú getur líka skoðað þessa síðu til að fá fullan lista yfir leiðbeiningar okkar.

Efni sem ætlað er að villa á sér heimildir sem einstaklingur eða rás er ekki leyft á YouTube. YouTube framfylgir líka rétti handhafa vörumerkja. Þegar rás eða efni á rásinni veldur misskilningi um uppruna auglýstrar vöru eða þjónustu er slíkt ekki leyft.

Ef þú sérð efni sem brýtur gegn þessum reglum skaltu tilkynna það.

  • Ef þú telur að einhver sé að villa á sér heimildir sem rás þín eða annars höfundar geturðu tilkynnt rásina.

Hvað þessar reglur þýða fyrir þig

Ef þú birtir efni

Ekki birta efni á YouTube ef það passar við einhverjar af eftirtöldum lýsingum. 

  • Að villa á sér heimildir sem rás: Rás sem hermir eftir prófíl, bakgrunni eða almennu útliti annarrar rásar á þann hátt að svo virðist sem að rásin tilheyri öðrum. Rásin þarf ekki að vera 100% eins, svo framarlega að ætlunin sé greinilega að herma eftir hinni rásinni.
  • Að villa á sér heimildir sem annar einstaklingur: Efni sem ætlað er að láta sem svo að einhver annar sé að birta það.

Ef þú starfrækir aðdáendarás skaltu gæta þess að það komi skýrt fram í nafni eða heiti rásarinnar. Það verður að vera augljóst fyrir áhorfendur að rásin sé ekki á vegum upprunalegs höfundar, flytjanda eða þess aðila sem rásin hyllir.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

  • Rásir með sama auðkenni (nafni eða heiti rásar) og mynd og önnur rás þar sem eini munurinn er að bili hefur verið bætt í nafnið eða núll notað í stað bókstafsins O.
  • Ef raunverulegt nafn, notandanafn, mynd, vörumerki, lógó eða aðrar persónuupplýsingar annars eru notuð til að plata fólk svo að það haldi að þú sért sú manneskja. 
  • Að setja upp rás með því að nota auðkenni (nafn eða heiti rásar) og mynd einstaklings og þykjast síðan vera sá einstaklingur þegar efni er birt á rásinni.
  • Að setja upp rás með því að nota nafn og mynd einstaklings og síðan að birta ummæli á öðrum rásum eins og sá einstaklingur væri að birta ummælin.
  • Rásir sem þykjast vera „aðdáandareikningur“ í lýsingunni en láta það ekki koma skýrt fram í nafni eða heitir rásarinnar eða villa svo á sér heimildir sem rás einhvers annars og hlaða upp efni frá viðkomandi rás.
  • Rásir sem villa á sér heimildir sem fyrirliggjandi fréttarásir.

Mundu að þetta eru einungis dæmi og þú skalt ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessari reglu gætum við lokað rásinni þinni eða reikningi. Nánar um uppsögn rásar eða reiknings.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
15922075647904606416
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false