Reglur um villandi heilbrigðisupplýsingar

YouTube leyfir ekki efni sem skapar mikla hættu á alvarlegum skaða með því að dreifa villandi heilbrigðisupplýsingum sem stangast á við leiðbeiningar staðbundinna heilbrigðisyfirvalda eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um tiltekin heilsufarsvandamál og efni. Reglurnar ná m.a. til eftirfarandi flokka:

  • Villandi upplýsingar um forvarnir 
  • Villandi upplýsingar um meðferðir 
  • Villandi upplýsingar með afneitunum

Athugaðu: Reglur YouTube um villandi heilbrigðisupplýsingar geta tekið breytingum í samræmi við breytingar á leiðbeiningum frá heilbrigðisyfirvöldum eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Misræmi getur verið á milli leiðbeininga frá staðbundnum heilbrigðisyfirvöldum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og reglutilkynninga okkar og ekki er víst að reglur okkar nái til allra leiðbeininga frá staðbundnum heilbrigðisyfirvöldum eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem tengjast tilteknum heilsufarsvandamálum og efnum.

Hvað reglurnar þýða fyrir þig

Ekki birta efni á YouTube ef það inniheldur eitthvað af eftirtöldu:

Villandi upplýsingar um forvarnir: Við leyfum ekki efni sem kynnir upplýsingar sem stangast á við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um forvarnir gegn eða smiti á tilteknum heilsufarsvandamálum eða um öryggi, gagnsemi eða innihald bóluefna sem nú eru samþykkt og notuð.

Villandi upplýsingar um meðferðir: Við leyfum ekki efni sem kynnir upplýsingar sem stangast á við leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda um meðferðir við tilteknum heilsufarsvandamálum, þar á meðal kynningu á tilteknum skaðlegum efnum eða aðferðum sem staðbundin heilbrigðisyfirvöld eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa ekki samþykkt sem örugg eða gagnleg, eða sem staðfest hefur verið að séu mjög skaðleg.

Villandi upplýsingar með afneitunum: Við leyfum ekki efni sem afneitar tilvist tiltekinna heilsufarsvandamála.

Reglurnar eiga við um vídeó, vídeólýsingar, ummæli, beinstreymi og aðrar vörur eða eiginleika YouTube. Hafðu í huga að listinn er ekki tæmandi. Athugaðu að þessar reglur eiga líka við um ytri tengla í efninu þínu. Það getur átt við um vefslóðir sem hægt er að smella á og beina áhorfendum munnlega á önnur vefsvæði í vídeóinu, sem og aðra tengla.

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube. Listinn er ekki tæmandi.

Villandi upplýsingar um forvarnir

Skaðleg efni og aðferðir sem forvarnarúrræði
  • Kynning á eftirfarandi efnum og meðferðum sem geta valdið alvarlegum líkamlegum skaða eða dauða:
    • Kraftaverkalausn með steinefnum (MMS)
    • Svart smyrsl (Black Salve)
    • Terpentína
    • B17/amygdalin/ferskju- eða apríkósufræ
    • Hágæða vetnisperoxíð
    • Klóbindingarmeðferð til að lækna einhverfu
    • Silfurmálning
    • Bensín, dísel og steinolía
  • Efni sem kynnir notkun á ivermectin eða hýdroxýklórokín sem forvörn gegn COVID-19.
Villandi upplýsingar um tryggðar forvarnir
  • Staðhæfingar um að til sé áreiðanleg forvörn gegn COVID-19. 
  • Staðhæfingar um að lyf eða bólusetning sé áreiðanleg forvörn gegn COVID-19.
Villandi upplýsingar um bóluefni
  • Staðhæfingar sem eru andstæðar leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um öryggi, gagnsemi og innihald bóluefna sem nú eru gefin og samþykkt 
    • Öryggi bóluefna: Efni sem fullyrðir að bóluefni valdi langvinnum aukaverkunum, til dæmis krabbameini eða lömun, fyrir utan sjaldgæfar aukaverkanir sem heilbrigðisyfirvöld hafa viðurkennt.
      • Dæmi:
        • Staðhæfingar um að MMR-bóluefnið valdi einhverfu.
        • Staðhæfingar um að bóluefni valdi COVID-19-smiti.
        • Staðhæfingar um að bóluefni séu hluti af áætlun um að draga úr fólksfjölda jarðar.
        • Staðhæfingar um að flensubóluefni valdi langvinnum aukaverkunum, til dæmis ófrjósemi, eða valdi því að fólk smitist af COVID-19.
        • Staðhæfingar um að HPV-bóluefnið valdi langvinnum aukaverkunum, t.d. lömun.
        • Staðhæfingar um að samþykkt COVID-19-bóluefni valdi dauða, ófrjósemi, fósturláti, einhverfu eða því að fólk smitist af öðrum smitsjúkdómum.
        • Staðhæfingar um að hjarðónæmi í gegnum náttúruleg smit sé öruggara en að bólusetja fólk.
        • Efni sem mælir með notkun á ósamþykktum eða heimagerðum COVID-19-bóluefnum.
    • Verkun bóluefna: Efni sem heldur því fram að bóluefni dragi ekki úr útbreiðslu eða smiti sjúkdóms.
      • Dæmi:
        • Staðhæfingar um að bóluefni dragi ekki úr hættu á að smitast af sjúkdómi.
        • Staðhæfingar um að bóluefni dragi ekki úr alvarleika sjúkdóms, þar á meðal spítalavist eða dauða.
        • Staðhæfingar um að hvaða bóluefni sem er sé áreiðanleg forvörn gegn COVID-19.
    • Innihaldsefni bóluefna: Efni með villandi framsetningu á innihaldsefnum bóluefna.
      • Dæmi:
        • Staðhæfingar um að bóluefni innihaldi efni sem eru ekki á innihaldslista bóluefnisins, til dæmis lífrænt efni úr fóstrum (svo sem fósturvef, fósturfrumur) eða aukaafurðir úr dýrum.
        • Staðhæfingar um að bóluefni innihaldi efni eða tæki sem er ætlað að rekja eða auðkenna fólk sem hefur fengið þau.
        • Staðhæfingar um að bóluefni breyti erfðaefni fólks.
        • Staðhæfingar um að fólk sem hefur fengið bóluefni verði segulmagnað.

Önnur gögn

Frekari upplýsingar um bóluefni, öryggi þeirra og verkun er að finna hér að neðan.

Upplýsingar um bóluefni frá heilbrigðisyfirvöldum:

Frekari upplýsingar um bóluefni:

Smitupplýsingar

  • Efni sem heldur fram smitupplýsingum sem stangast á við upplýsingar frá staðbundnum heilbrigðisyfirvöldum eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
    • Efni sem staðhæfir að COVID-19 sé ekki af völdum veirusýkingar.
    • Staðhæfingar um að COVID-19 sé af völdum geislunar frá 5G-netum.
    • Efni sem staðhæfir að COVID-19 sé ekki smitandi.
    • Efni sem staðhæfir að COVID-19 geti ekki smitast í ákveðnu loftslagi eða landsvæði.
    • Efni sem staðhæfir að einhver hópur eða einstaklingur sé með ónæmi gegn veirunni og geti ekki borið smit frá henni.

Villandi upplýsingar um meðferð 

Skaðleg efni og aðferðir sem meðferðarúrræði

  • Kynning á eftirfarandi efnum og meðferðum sem geta valdið alvarlegum líkamlegum skaða eða dauða.
    • Kraftaverkalausn með steinefnum (MMS)
    • Svart smyrsl (Black salve)
    • Terpentína
    • B17/amygdalin/ferskju- eða apríkósufræ
    • Hágæða vetnisperoxíð
    • Klóbindingarmeðferð til að lækna einhverfu
    • Silfurmálning
    • Bensín, dísel og steinolía
  • Efni sem mælir með ákveðnum aðferðum sem meðferð við krabbameini sem ekki hafa verið samþykktar af staðbundnum heilbrigðisyfirvöldum eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sem öruggar eða gagnlegar eða staðfest hefur verið að séu skaðlegar eða ógagnlegar við meðhöndlun krabbameins.
    • Dæmi:
      • Efni sem kynnir notkun eftirfarandi meðferða sem lækningu á krabbameini, utan klínískra rannsókna:
        • Sesíumklóríð (sesíumsölt)
        • Hoxsey-meðferð
        • Kaffistólpípa
        • Gerson-meðferð
      • Efni sem fullyrðir að eftirfarandi meðferðir séu öruggar og gagnlegar sem meðferð við krabbameini, utan klínískra rannsókna:
        • Antineoplaston-meðferð
        • Quercetin (inngjöf í æð)
        • Metadon
        • Klófestingarmeðferð í lausasölu
  • Efni sem hvetur til notkunar á ivermectin eða hýdroxýklórokín sem meðferð við COVID-19.
Villandi upplýsingar um áreiðanlega lækningu
  • Efni sem fullyrðir að til sé áreiðanleg lækning við krabbameini önnur en samþykktar meðferðir.
  • Efni sem fullyrðir að til sé áreiðanleg lækning við COVID-19.
Skaðlegar óhefðbundnar meðferðir og það að letja fólk til að sækja sér meðferð fagfólks
  • Efni sem fullyrðir að samþykktar meðferðir gegn krabbameini séu aldrei gagnlegar.
    • Dæmi:
      • Efni sem fullyrðir að samþykktar meðferðir gegn krabbameini, til dæmis lyfja- eða geislameðferð, séu aldrei gagnlegar.
      • Efni sem letur fólk til að sækja sér samþykktar meðferðir við krabbameini.
  • Fullyrðingar um að óhefðbundnar meðferðir séu öruggari eða gagnlegri en samþykktar meðferðir við krabbameini.
    • Efni sem fullyrðir að safar gagnist betur en lyfjameðferð við meðhöndlun á krabbameini.
  • Efni sem mælir með óhefðbundnum meðferðum í stað samþykktra meðferða við krabbameini.
    • Efni sem hvetur til þess að fólk noti mataræði og hreyfingu í stað samþykktra meðferða við krabbameini.
  • Að mæla gegn því að fólk leiti ráða hjá heilbrigðisstarfsfólki eða sæki sér læknishjálp þegar það veikist af COVID-19.
  • Efni sem hvetur til notkunar á heimalækningum, bænum eða helgiathöfnum í stað læknismeðferðar gegn COVID-19, til dæmis að leita til læknis eða fara á sjúkrahús.
  • Efni sem andmælir leiðbeiningum staðbundinna heilbrigðisyfirvalda eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um öryggi þungunarrofs með lyfjum og skurðaðgerðum:
    • Staðhæfingar um að þungunarrof valdi brjóstakrabbameini.
    • Staðhæfingar um að þungunarrof hafi oft í för með sér eða valdi mikilli hættu á ófrjósemi eða fósturláti síðar.
  • Kynningar á óhefðbundnum þungunarrofsaðferðum í stað aðferða með lyfjum eða skurðaðgerðum sem heilbrigðisyfirvöld telja öruggar.
  • Kynningar á óhefðbundnum ungbarnablöndum í stað brjóstamjólkur eða ungbarnablanda á almennum markaði.

Villandi upplýsingar með afneitunum  

  • Efni sem afneitar tilvist COVID-19 eða að fólk hafi látist af völdum COVID-19.
    • Dæmi:
      • Afneitun tilvistar COVID-19
      • Staðhæfingar um að fólk hafi ekki látið lífið eða veikst af COVID-19
      • Staðhæfingar um að engin tilfelli smits eða andláts finnist í löndum þar sem staðbundin heilbrigðisyfirvöld eða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hafa staðfest tilfelli smits eða andlát

Heimildaefni, fræðilegt- vísindalegt eða listrænt efni

Við gætum leyft efni sem brýtur gegn tilgreindum reglum um villandi upplýsingar ef efnið inniheldur nánara samhengi í vídeóinu, hljóðinu, titlinum eða lýsingunni. Þetta er ekki leyfi til að dreifa villandi upplýsingum. Nánara samhengi getur meðal annars verið andstæðar skoðanir frá staðbundnum heilbrigðisyfirvöldum eða sérfræðingum. Við gætum einnig gert undantekningar ef tilgangur efnisins er að fordæma, andmæla eða gera gys að villandi upplýsingum sem brjóta gegn reglum okkar. Einnig gætum við gert undantekningar fyrir efni sem fjallar um niðurstöður tiltekinnar læknisfræðilegrar rannsóknar eða sýnir opinberar umræður, til dæmis mótmæli eða opinbera fundi, svo lengi sem efninu er ekki ætlað að kynna villandi upplýsingar sem brjóta gegn reglum okkar.

YouTube finnst til dæmis líka að fólk ætti að geta sagt frá eigin reynslu, þar á meðal persónulegri reynslu sinni af bólusetningum. Þetta þýðir að við gætum gert undantekningar fyrir efni þar sem höfundar lýsa reynslu sinni eða fjölskyldumeðlima frá fyrstu hendi. Samtímis er okkur ljóst að það er munur á að segja frá persónulegri reynslu og að dreifa villandi upplýsingum. Til að viðhalda jafnvægi munum við samt sem áður fjarlægja efni eða rásir sem innihalda önnur brot gegn reglum eða breiða reglulega út villandi heilbrigðisupplýsingar.

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef við getum ekki staðfest að tengill sem þú birtir sé öruggur gætum við fjarlægt tengilinn.

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu líklega aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Ef þetta er ekki í fyrsta skipti fær rásin þín mögulega punkt. Ef þú færð 3 punkta innan 90 daga verður rásinni lokað. Þú getur fengið frekari upplýsingar um punktakerfið hérna.

Við gætum sagt upp rásinni þinni eða reikningnum vegna endurtekinna brota á reglum netsamfélagsins eða þjónustuskilmálum. Einnig gætum við sagt upp rásinni þinni eða reikningnum eftir eitt alvarlegt brot eða ef eini tilgangur rásarinnar er að brjóta gegn reglum. Þú getur fengið frekari upplýsingar um varanlega lokun rásar eða reiknings hér

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
16172563378558808555
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false