Ráð til að taka upp með farsíma

 Búðu til efni fyrir YouTube í símanum: vídeó, Shorts, beinstreymi og færslur

YouTube Shorts gerir þér kleift að taka og deila lóðréttum vídeóum úr myndavélinni sem er alltaf á þér: símanum þínum. Allir geta skapað með Shorts. Við skulum skoða nokkur ráð sem vert er að hafa í huga við upptöku.

Settu upp símann þinn

  • Hreinsaðu myndavélalinsuna áður en þú byrjar að taka upp
  • Slökktu á tilkynningum áður en þú byrjar upptöku til að forðast truflanir
  • Myndaðu lóðrétt með síma eða myndavél að eigin vali

Til að taka upp bút skaltu halda myndatökuhnappinum inni eða ýta á hann til að hefja upptöku og ýta svo aftur til að stöðva upptökuna. Fjölkaflamyndavél Shorts gerir þér kleift að taka upp og setja saman mörg vídeó.

Hrisstu upp í myndefninu þínu með #Shorts

Að velja réttu lýsinguna

  • Mjúk, jöfn lýsing hjálpar myndflögu myndavélarinnar að sýna smáatriði á björtustu og dimmustu hlutum myndarinnar.
  • Á sólríkum dögum skaltu reyna að taka myndir í skugga til að forðast bjarta sól og dökka skugga.
  • Þegar þú kvikmyndar heima við getur þú nýtt náttúrulega birtu með því að stilla myndavélinni upp nærri glugga.

Taktu upp gæða hljóð

  • Gæða hljóð getur skipt sköpum. Tryggðu að þú takir upp í rými með lágmarks bergmáli og bakgrunnshljóði.
  • Slökktu á nálægum viftum eða suðandi raftækjum til að koma í veg fyrir að hljóðnemi símans taki upp óæskileg hljóð.
  • Ef þú átt hljóðnema og vilt nota hann þá er það frábært! Ef ekki, þá er hljóðnemi símans í lagi


Þú getur ýtt á Afturkalla til að fjarlægja fyrri myndbútinn sem þú tókst upp eða ýtt á Endurgera til að bæta honum við aftur. Gerðu eins margar tilraunir og þú þarft til að ná fullkominni mynd.

Nokkur atriði til að hafa í huga

  • Ef þú hefur einhverjar hugmyndir fyrir Short skaltu íhuga að gera tökulista áður en þú byrjar upptöku. Þarftu skjáupptökur eða aukamyndefni?
  • Bíddu alltaf augnablik eftir að þú hefur ýtt á upptöku áður en þú byrjar að gera eitthvað og bíddu alltaf augnablik eftir að þú klárar áður en þú hættir upptöku. Ekki hætta upptöku fyrr en þú hefur klárað.

Næst: skoðaðu ábendingar um hvernig á að búa til Shorts

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
true
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11425055817897552908
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false