Þessi grein hjálpar þér að setja upp, læra á og skilja ýmsa eiginleika Google-korta. Þú getur notað forrit Google-korta í snjalltæki eða Google-kort í tölvu.
Stilltu heimilisfang vinnu eða heimilis
Þú getur séð leiðarlýsingu frá heimili þínu eða vinnustað á Google-reikningnum þínum á fljótlegri hátt ef þú skráir heimilisfang vinnu og heimilis.
Þú getur einnig fundið fljótförnustu leiðina til að stytta ferðatímann. Kynntu þér hvernig þú skráir heimilisfang vinnu og heimilis.
Ábending: Þessum upplýsingum verður hugsanlega deilt með öðrum vörum og þjónustum Google.
Fáðu upplýsingar um stað
Þegar þú hefur fundið stað á kortinu geturðu:
- Fengið leiðarlýsingu á staðinn.
- Fengið upplýsingar á borð við afgreiðslutíma og rétti á matseðli.
- Skoðað myndefni í Götusýn.
Fáðu leiðarlýsingu og hefðu leiðsögn
Fáðu ferðatíma og leiðarlýsingu á staði sem þú ætlar hugsanlega að heimsækja næst, t.d. heimili, vinnu eða staðsetningu bókana í dagatalinu.
Öðlastu skilning á eiginleikum í forriti Google-korta
Forrit Google-korta hefur verið uppfært til að auðvelda þér að nálgast eiginleika.
Þegar þú opnar forrit Google-korta sérðu eftirfarandi flipa neðst á heimaskjánum:
- Kanna : Veldu hvert ferðinni er heitið.
- Þú : Búðu til lista, sjáðu fyrri heimsóknir og skoðaðu vistaðar ferðir, tilkynningar og skilaboð.
- Leggja til : Deildu upplifun þinni, bættu upplýsingum og umsögnum við og lagfærðu vandamál.
Þú finnur eiginleika á borð við staðsetningardeilingu, tímalínu og kort án nettengingar efst til hægri þegar þú ýtir á prófílmyndina eða upphafsstafinn .
Nýttu þér eiginleika Google-korta
Þú getur séð ítarlegar umsagnir og lýsingar á vinsælum stöðum og stofnunum á völdu svæði. Í Google-kortum geturðu leitað að algengum áfangastöðum, staðbundnum viðburðum, vinsælum veitingastöðum og því sem hægt er að gera.
Kynntu þér hvernig þú notar flipann „Kanna“ í Google-kortum.
Vistaðar ferðir
Á flipanum „Þú“ geturðu séð leiðirnar sem þú ferð oft á skjánum „Vistaðar ferðir“. Þú getur fengið upplýsingar um áætlaðan komutíma, umferð og slys á leiðinni.
Kynntu þér hvernig þú festir og stjórnar vistuðum ferðum.
Vistaðir staðir og listar
Á flipanum „Þú“ geturðu séð eftirfarandi sérsniðið efni:
- Nýlega vistaða staði
- Listana þína
- Vistaðar ferðir
- Tímalínu
- My Maps
- Bókanir
Kynntu þér hvernig þú finnur vistuðu staðina og listana þína.
Tilkynningar og skilaboð
Á flipanum „Þú“ geturðu:
- Skoðaðu tilkynningar Google-korta. Kynntu þér hvernig þú kveikir og slekkur á tilkynningum.
- Skoðaðu skilaboðin þín í Google-kortum. Kynntu þér hvernig þú sendir skilaboð beint á fyrirtæki.
Ýttu á „Leggja til“ neðst til að bæta stöðum við, skrifa umsagnir, hlaða upp myndum eða leggja til breytingu.
Þú getur einnig:
- Sent inn leiðréttingar á vegum og stöðum.
- Stjórnað prófílnum þínum í Kortum.
- Séð áhrif og skoðanir á framlögunum þínum.
Ýttu á prófílmyndina eða upphafsstafinn til að finna eiginleikana:
- Skráðu þig inn og út af reikningnum þínum.
- Gögnin þín í Kortum
- Persónuverndarstefna og þjónustuskilmálar
- Kveiktu á huliðsstillingu.
- Fyrirtækjaprófíllinn þinn
- Tímalína: Skoðaðu og stjórnaðu staðsetningarferlinum þínum.
- Staðsetningardeiling: Veldu hverjir geta séð staðsetninguna þína og staðsetningu hverra þú getur séð í Google-kortum.
- Kort án nettengingar: Skoðaðu og stjórnaðu kortunum þínum sem eru án nettengingar.
- Stillingar: Stjórnaðu WiFi-tengingunni þinni, mælieiningum, tilkynningum og stillingum ferða milli vinnustaðar og heimilis í Google-kortum.
- Hjálp og ábendingar: Fáðu hjálp og sendu ábendingar, t.d. beiðnir um leiðréttingu á vegum og stöðum, allt á einum stað.
Manage your privacy settings
Ýttu á prófílmyndina eða upphafsstafinn til að skoða og stjórna eftirfarandi aðgengisstillingum:
- Tímalína: Skoðaðu og stjórnaðu tímalínunni þinni í Google-kortum.
- Staðsetningardeiling: Veldu hverjir geta séð staðsetninguna þína og staðsetningu hverra þú getur séð í Google-kortum.
- Gögnin þín í Kortum: Stjórnaðu persónuverndarstillingunum þínum.