Reglur um tilvísunarupplifun

Tilvísunarupplifunin vísar til upplifunar notandans eftir að hafa skoðað verð á vefsvæði Google og svo smellt á tengil á lendingarsíðu samstarfsaðila og að lokum á bókunarsíðuna. Google gerir kröfu um að þú viðhaldir stöðugri og sýnilegri framsetningu á því herbergisverði sem notandinn valdi á vefsvæði Google og eðlilegu bókunarflæði til að tryggja jákvæða tilvísunarupplifun notandans.

Við metum tilvísunarupplifunina út frá eftirfarandi skilyrðum bókunarvefsvæðis. Ef ekki er farið eftir einhverju af eftirfarandi getur það valdið því að verð sé merkt sem rangt.

  1. Verð verður að vera rétt og bókanlegt á netinu: Heildarverðið sem notendur sjá á vefsvæði samstarfsaðila verður að samsvara því sem þeir sáu á Google fyrir valda ferðaáætlun og vera heildarframsetning á verðinu. Notendur verða að geta lokið við bókunina á því verði og færslan verður að leiða til staðfestrar bókunar á hótelinu innan sólarhrings.
  2. Herbergið og verðið sem notandinn smellti á frá Google verður að vera birt notandanum með áberandi hætti á lendingarsíðunni. Farðu yfir hlutann „Áberandi sýnileiki valins herbergis og verðs“ hér að neðan til að fá nánari upplýsingar og dæmi.
  3. Notandi verður að lenda á síðu þar sem einfalt er að finna hvar á að bóka valið herbergi og verð. Sjá nánari upplýsingar í „Reglur um lendingarsíður og bókunarflæði“.
  4. Loka- og heildarverð bókunar verður að vera birt áður en farið er fram á nokkrar notendaupplýsingar.
  5. Upplýsingar sem eru birtar þegar lent er á þínu vefsvæði í gegnum bókun verða að vera samræmdar, skýrar og ítarlegar. Farðu yfir hlutann „Upplýsingareglur fyrir lendingar- og bókunarsíðurnar“ til að sjá hvers er krafist í flæðinu.
  6. Síður verða að hlaðast á eðlilegum tíma og virka að fullu. Síða gæti talist ekki virka ef efni (eins og myndir og lýsingar), verð eða tenglar hlaðast ekki. Síða telst einnig ekki virka ef notanda tekst ekki að eiga samskipti við hana í meira en 10 sekúndur.

Að öllu jöfnu verður verðið sem notendur sjá á Google að vera lægsta verðið sem þú býður á svæðinu þínu fyrir það hótel, dagsetningapar gestafjölda og sölustað. Þetta hjálpar þér að vekja sem mestan áhuga notenda og setja vefsvæðið þitt fram á sem bestan máta á Google. Þótt við teljum það hagstætt fyrir notendur og samstarfsaðila að verðið á Google sé það lægsta sem er í boði geturðu sent annað gilt verð í þeim fáu tilvikum þar sem þú getur ekki sent lægsta verðið.

Við áttum okkur á að upplifun lýsileitarsamstarfsaðila er nokkuð ólík upplifun samstarfsaðila þar sem bókunin fer fram á vefsvæði samstarfsaðilans. Farðu yfir kaflann hér að neðan til að skilja hvaða upplifunar er vænst fyrir lýsileitarsamstarfsaðila.

Vænt tilvísunarupplifun lýsileitarsamstarfsaðila

Sumir samstarfsaðilar gætu birt verð frá öðrum veitendum bókunarþjónustu (t.d. virkni lýsileitargerðar). Þessir samstarfsaðilar bera samt ábyrgð á því að viðhalda réttu verði og skýrri leið til að bóka verðið sem fannst á Google. Þessir samstarfsaðilar sem safna saman verði frá þjónustuveitendum og senda notendur á annað vefsvæði til að bóka (t.d. lýsileitarsamstarfsaðilar) verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að forðast refsingar.

  1. Verð skal vera rétt og bókanlegt á netinu: Heildarverðið sem notendur sjá á svæðinu þínu verður að samsvara því sem þeir sáu á Google fyrir valda ferðaáætlun og vera heildarframsetning á verðinu og notandinn verður að geta lokið við bókunina á því verði á þínu vefsvæði eða vefsvæði samstarfsaðila.
  2. Herbergið og verðið sem notandinn smellti á á Google verður að vera birt notandanum með áberandi hætti þegar hann kemur á lendingarsíðuna. Jafnvel þótt verð sé hlaðið eftir að notandi lendir á vefsvæðinu þínu verður valkosturinn sem hann smellti á í Google að vera auðsýnilegur (til dæmis ekki falinn á bak við flipa af taginu „Skoða meira“). Farðu yfir hlutann „Áberandi sýnileiki valins herbergis og verðs“ hér að neðan til að fá nánari upplýsingar og dæmi.
  3. Notandi ætti að lenda á síðu þar sem einfalt er að finna hvar á að bóka valið herbergi og verð. Ef bókunin á sér stað á þínu vefsvæði verðurðu að fylgja „Reglum um lendingarsíður og bókunarflæði“. Ef bókunin á sér stað á vefsvæði samstarfsaðila verður að fylgja reglunum í gegnum bókunina á vefsvæði hans.
  4. Loka- og heildarverð bókunar verður að vera birt áður en farið er fram á nokkrar notendaupplýsingar.
  5. Upplýsingar sem eru birtar þegar lent er á þínu vefsvæði í gegnum bókun ættu að vera samræmdar, skýrar og ítarlegar. Farðu yfir hlutann „Upplýsingareglur fyrir lendingar- og bókunarsíðurnar“ til að sjá hvers er krafist í flæðinu.

Áberandi sýnileiki valins herbergis og verðs

Herbergið og verðið sem notandinn smellti á í Google ættu að vera auðfinnanleg þegar notandinn lendir á vefsvæðinu þínu. Þessar upplýsingar ættu að vera áberandi á lendingarsíðunni. Við skilgreinum „áberandi“ mismunandi eftir því hvernig síðu notandinn lendir á:

  • Á lendingarsíðum sem fela í sér val á herbergi eða bókunarsíðu verða herbergið og verðið að vera sýnileg og auðfundin. Valkostir sem þarf að fletta langt niður til að skoða teljast ekki auðfundnir.
  • Á lendingarsíðum sem krefjast þess að notandi velji hótel eða þjónustuveitanda þarf verðið sem notandinn valdi á vefsvæði Google að vera aðgreint hvað varðar staðsetningu og/eða meðhöndlun frá öðru verði svo það sé skýrt og augljóst notanda.

Við áttum okkur á að hönnun vefsvæða samstarfsaðila er mismunandi, þannig að til aðstoðar eru hér fyrir neðan dæmi um hvað er líklegt til að teljast áberandi staðsetning:

  • Verð sem er stærra en önnur og er efst á síðunni
  • Aðalvalhnappur fyrir verð sem er efst á síðunni
  • Verð sem er nálægt því að vera efst á síðunni og hefur sýnilega merkingu (til dæmis yfirstrikað eða með texta) sem sýnir að það er valinn kostur
  • Verð sem er fest hægra eða vinstra megin á síðunni og aðgreint frá öðru verði á síðunni

Ef þú hefur spurningar um hvort „áberandi“ framsetningin á vefsvæðinu þínu stenst skilyrði okkar er þér óhætt að hafa samband við fulltrúa þinn hjá Google. Hér að neðan eru nokkur myndræn dæmi til að leiðbeina þér.

Athugaðu: Þetta eru aðeins dæmi og ekki er víst að þau uppfylli reglur fyrir öll vefsvæði samstarfsaðila.

Dæmi

Verð sem er sýnt á Google er mest áberandi (stenst)

Google kannar reglulega hvort lendingarsíður standist þessar reglur. Athugun getur leitt til falls ef verðið er birt á meðal annarra verða og er ekki aðgreint með neinum hætti, það þarf að fletta niður til að finna það, þarf að smella aftur til að skoða það og svo framvegis.

Reglur um lendingarsíðu og bókunarflæði

Lendingarsíðan þín verður að sýna sömu herbergisgerð, innritunardag, brottfarardag og gestafjölda og notandinn valdi á Google. Hvatt er til þess að lendingarsíðan sé bókunarsíðan. Í þeim tilfellum þar sem svo er ekki verður lendingarsíðan:

  • Að gera notandanum kleift að bóka hótel án óþarfra smella sem færa notandann ekki nær því að bóka, eða að hann þurfi að færa aftur inn valið hótel og dagsetningar einhvers staðar í flæðinu.
  • Að sýna heiti hótelsins með skýrum hætti.
  • Að gefa til kynna hvert næsta skref notandans er til að fara í bókun.

Þegar notandinn smellir og fer á bókunarsíðu (eða ef lendingarsíðan er líka bókunarsíðan) verður síðan:

  • Að uppfylla Reglur um skatta og gjöld.
  • Að sýna heiti hótelsins, dagsetningar og gestafjölda meðan á dvölinni stendur.
  • Verðið frá tilvísunarhlekknum (til dæmis verðið sem notandinn smellti á á lendingarsíðu, eða verðið sem notandinn valdi á Google) verður að vera auðfundið fyrir notanda eða samsvara verðinu sem tengist aðalbókunarhnappinum (ef aðalbókunarhnappur er til staðar).

Ef verð sem notandi smellti á er ekki tiltækt í bókunarflæðinu telst það brot á nákvæmni.

Upplýsingareglur fyrir lendingar- og bókunarsíðurnar

Verð sem er í boði á lendingarsíðunni þinni verður að vera eins hvað varðar það sem er innifalið og skilyrði (til dæmis endurgreiðslur, Wi-Fi, punkta og svo framvegis) og það verð sem er boðið notendum sem byrja leit beint frá bókunarvefsvæðinu þínu.

Lendingarsíðan verður:

  • Að sýna heiti hótelsins.
  • Að sýna sömu herbergisgerð, innritunardag, brottfarardag, gestafjölda, tungumál og grunnverð og notandinn valdi á Google.
  • Að innihalda ekki valfrjálsar greiðslur, gjöld og þjónustu sjálfgefið í heildarverðinu.
  • Fylgdu Reglum okkur um endurgreiðanlegt verð ef verðið er endurgreiðanlegt.

Bókunarsíðan verður:

  • Að sýna heiti hótelsins.
  • Að sýna sömu herbergisgerð, innritunardag, brottfarardag, gestafjölda, tungumál og grunnverð og notandinn valdi á Google.
  • Að telja með alla skyldubundna skatta og gjöld auk viðeigandi grunnverðs.
  • Að innihalda ekki valfrjálsar greiðslur, gjöld og þjónustu sjálfgefið í heildarverðinu.
  • Fylgdu Reglum okkur um endurgreiðanlegt verð ef verðið er endurgreiðanlegt.

Hvaða reglur gilda um millibilssíður sem birtast á undan lendingarsíðunni?

Google álítur lendingarsíðuna vera þann stað þar sem notendur enda að lokum eftir að hafa farið í gegnum áframsendingar eftir að hafa smellt á tilvísunartengil á vefsvæði Google. Þessi stöðuga síða kemur eftir allar áframsendingar og breytist ekki án handvirkrar gagnvirkni notanda.

Millibilssíður eru vefsíður sem birtast á undan lendingarsíðunni og áframsenda notandann sjálfkrafa á lendingarsíðuna eftir ákveðinn tíma. Ekki er mælt með að birta millibilssíður á milli Google-vefsvæða og lendingarsíðunnar þinnar. Ef þú hins vegar verður að sýna millibilssíðu verður hún að vera merkt samstarfsaðilanum sem passar við tilvísunartengilinn á Google.

Hvað gerist ef ég brýt gegn þessum reglum?

Google notar sambland af sjálfvirkri og mennskri yfirferð til að tryggja að farið sé eftir okkar reglum. Brot á reglum okkar um tilvísunarupplifun leiða annaðhvort til þess að verð teljist rangt eða að samstarfsaðilinn teljist ekki uppfylla reglur með kerfisbundnari hætti. Refsiaðgerðum kann að vera beitt á stigi verðs, gisitstaðar eða reiknings. Farðu yfir síðuna Reglur um verðnákvæmni til að fá frekari upplýsingar um aðgerðir sem Google kann að grípa til vegna lítillar verðnákvæmni.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9732575469221113568
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
81426
false
false