Reglur útgefenda um efni fyrir Google Play Books

Að því er varðar þessar reglur um efni gilda hugtökin „bók“ og „bækur“ bæði um efni rafbóka og hljóðbóka.

Reglur um efni

Reglur okkar um efni spila mikilvægt hlutverk í að tryggja jákvæða upplifun fyrir notendur okkar jafnt sem útgefendur. Hjálpaðu okkur með því að virða þessar viðmiðunarreglur. Við kunnum að samþykkja undantekningar á þessum reglum byggt á listrænu, fræðilegu, sögulegu, heimildalegu eða vísindalegu gildi, eða þegar um er að ræða annars konar tilfelli þar sem efnið telst á einhvern hátt gagnlegt almenningi að verulegu leyti. Þessar reglur eru háðar breytingum svo þú skalt athuga reglulega með breytingar. Í þjónustuskilmálum Google Play má einnig nálgast frekari upplýsingar.

Þetta eru reglurnar okkar:

Ruslefni, villandi efni og efni sem veldur vonbrigðum

Ekki bjóða upp á efni sem villir um fyrir notendum eða veitir þeim slæma upplifun, gæti talist ruslefni eða er spilliforrit. Óheimilt efni er meðal annars, en takmarkast ekki við:
  • Óumbeðið kynningarefni eða auglýsingar
  • Efni sem auðvelt er að nálgast gjaldfrjálst á netinu
  • Óumbeðnar ginningar eða fjöldasendingar
  • Sending spilliforrita, vírusa eða annars efnis sem gæti truflað þjónustuna eða skaðað aðra
  • Bækur sem auðvelt væri að rugla saman við forrit eða aðra gerð stafræns efnis
  • Sýnishorn sem hafa þann eina tilgang að auglýsa eða hvetja til kaupa á öðrum bókum
  • Lýsigögn sem eru mjög lík fyrirliggjandi bókum og gætu því valdið ruglingi, þar á meðal villandi titlar, höfundar, lýsingar eða kápur, eða gögn sem gætu valdið ruglingi varðandi framsetningu bókarinnar
  • Bækur með gæðavandamál í einni eða fleiri efnisskrám sem gera það að verkum að erfitt er að skilja efnið
  • Hljóð sem er aðallega tónlist, að undanskildum fræðandi lögum eða flutningi sem blandar saman frásögn og tónlist
  • Hljóðefni með vélrænum upplestri í lélegum gæðum

Efni í almenningseign

Margar útgáfur af sömu bókinni rugla notendur okkar og veita lítið aðgreiningargildi. Útbreidd afritun veldur því að ekki er lengur tekið við bókum sem innihalda efni í almenningseign, nema frá völdum samstarfsaðilum.

Miðlun almenns efnis

Google móttekur stundum sömu bókina frá mörgum aðilum. Sumir eða allir aðilarnir kunna að hafa útgáfurétt yfir bókinni. Google getur ekki miðlað málum í mögulegum ágreiningi um réttindi á milli höfunda, útgefenda og annarra aðila. Við reynum þó að gæta fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir óheimila afritun og kunnum að hafna tvíteknum afritum sömu bókar vegna þess að margar útgáfur sömu bókar rugla notendur okkar.

Ef þú telur að annar aðili sé að gefa út efnið þitt í leyfisleysi skaltu kynna þér höfundarréttarreglur Google frekar.

Ef við getum ekki staðfest að þú hafir heimild til að hlaða upp efninu á reikningnum kunnum við einnig að hafna reikningnum þínum.

Ofbeldisfullt, ógnandi eða viðbjóðslegt efni

Óheimilt er að hvetja til ofbeldis eða hryðjuverka. Þetta felur í sér efni sem er ætlað að áreita, efni sem er notað til að hóta einstaklingi alvarlegum líkamlegum skaða eða dauða eða til að hvetja fólk til að valda öðrum líkamlegum skaða. Auk þess leyfum við ekki efni um sérlega gróft ofbeldi eða óþverra.

Hatursorðræða.

Efni sem hvetur til haturs, ofbeldis eða þjóðarmorðs gagnvart skilgreindum eða vernduðum hópi eða einstaklingi er óheimilt. Verndaðir hópar og einstaklingar eru meðal annars þeir sem skilgreinast út frá kynþætti eða uppruna, þjóðerni (þar á meðal ríkisborgararétti), trú, fötlun, kyni, aldri, stöðu innan herþjónustu, kynhneigð eða kynvitund.

Kynferðislega gróft efni

Við leyfum kynferðislega gróft efni og nektarmyndir sem hafa fræðandi, listrænt, sögulegt eða heimildalegt gildi. Útgefendur verða að merkja slíkt efni sem „Fyrir fullorðna“ á stillingaflipa bókarinnar í miðstöð samstarfsaðila.

Þrátt fyrir síðustu málsgrein kunnum við að fjarlægja forskoðun bókar sem inniheldur kynferðislega gróft efni og takmarka sýnileika hennar hjá notendum undir lögræðisaldri. Þetta hjálpar okkur að tryggja að Google Play sé öruggur staður fyrir öll til að leita að og uppgötva bækur.

Við leyfum þó ekki eftirfarandi tegundir efnis:

  • Nektarmyndir og/eða kynferðislega grófar lesnar lýsingar sem hafa ekkert fræðandi, listrænt, sögulegt eða heimildalegt gildi
  • Klámefni
  • Kynferðislega grófan texta í lýsigögnum bókar (þ.e. í titlum, undirtitlum eða lýsingum)
  • Kynferðislega grófan texta, myndir eða hljóðefni sem lýsir öfgafullum kynlífsathöfnum á borð við barnaníð eða kynlíf með dýrum
  • Efni sem beinir umferð á klámþjónustur á netinu

Athugaðu að við kunnum að samþykkja undantekningar á þessum reglum byggt á listrænu, fræðandi, sögulegu, heimildalegu eða vísindalegu gildi, eða þegar um er að ræða annars konar tilfelli þar sem efnið telst á einhvern hátt gagnlegt almenningi að verulegu leyti.

Virkni sem felur í sér svik eða misnotkun

Útgefendur mega ekki taka þátt í sviksamlegu athæfi sem leiðir til kaupa á bókum eða aðgangs að Google Play Books í gegnum sjálfvirkar, villandi, sviksamlegar eða aðrar óheimilar leiðir. Sviksamlegt athæfi er meðal annars, en takmarkast ekki við:

  • Notkun botta eða annarra sjálfvirkra verkfæra
  • Tölvugerðar leitarfyrirspurnir
  • Sviksamleg notkun hugbúnaðar, kreditkorta eða gjafakorta

Öryggi barna

Google fylgir harðlínustefnu varðandi kynferðislega misnotkun barna, hvort sem hún kemur fram í texta, myndum eða hljóði. Við bönnum algjörlega notkun Google Play til að búa til, geyma eða dreifa texta, myndum eða hljóði þar sem kynferðisleg misnotkun barna kemur fram. Hafðu í huga að við störfum náið með löggæsluyfirvöldum. Við tilkynnum aðila sem dreifa efni sem snýr að misnotkun barna og allt efni sem kynnir slíkt athæfi verður fjarlægt. Endurtekin eða mjög alvarleg brot á þessum reglum leiða á endanum til þess að reikningnum er lokað.

Persónu- og trúnaðarupplýsingar

Ekki deila persónulegum upplýsingum eða trúnaðarupplýsingum. Við bönnum óheimila sölu eða dreifingu persónuupplýsinga og trúnaðarupplýsinga. Þar á meðal eru kreditkortaupplýsingar, kennitölur, númer ökuskírteina og annarra leyfa, og allar aðrar upplýsingar sem eru ekki opnar almenningi. Hafðu í huga að í flestum tilvikum teljast upplýsingar sem eru nú þegar í boði annars staðar á netinu eða í opinberum gögnum ekki til persónu- eða trúnaðarupplýsinga samkvæmt reglum okkar.

Ólöglegt athæfi

Ekki taka þátt í ólöglegu athæfi á Google Play. Ef okkur er tilkynnt um ólöglegt athæfi grípum við til viðeigandi ráðstafana. Slíkt kann að fela í sér að loka á aðgang að vörum okkar, loka Google-reikningnum þínum eða tilkynna þig til viðeigandi yfirvalda.

Höfundarréttur

Virða skal höfundarréttarlög. Við munum bregðast við skýrum tilkynningum um meint brot á höfundarrétti. Ítrekuð brot á lögum um hugverkarétt, þ.m.t. höfundarrétti, leiða á endanum til þess að reikningnum er lokað. Nánar um höfundarréttarreglur Google.

Vörumerki

Við leyfum ekki bækur sem brjóta gegn vörumerkjum annarra. Vörumerki er orð, tákn, eða blanda af báðu sem auðkennir uppruna vöru eða þjónustu. Þegar vörumerki hefur verið veitt gefur það eigandanum einkarétt á notkun vörumerkisins hvað varðar tilteknar vörur eða þjónustur.

Vörumerkjabrot er óviðeigandi eða óleyfileg notkun á eins eða svipuðu vörumerki á þann hátt sem líklegur er til að valda misskilningi um uppruna vörunnar. Við bregðumst við skýrum tilkynningum um meint brot gegn vörumerkjarétti.

Regluyfirferð og framfylgni

Við notum sambland af sjálfvirku og mannlegu mati til að fara yfir efni í Google Play Books. Við mat á efni eða reikningum til að ákvarða hvort brotið sé gegn reglum okkar tökum við ýmsar upplýsingar með í reikninginn við ákvörðunina. Þar á meðal eru lýsigögn bóka á borð við bókatitla, forsíðumyndir og lýsingar, reikningsupplýsingar, efni bóka og aðrar upplýsingar sem okkur hafa borist í gegnum tilkynningakerfi (þar sem það á við) eða sem komið hafa í ljós við yfirferð að okkar frumkvæði.

Við fjarlægjum efni sem brýtur gegn reglum okkar og er skaðlegt notendum og vistkerfi Google Play í heild. Notkun á sjálfvirkum líkönum hjálpar okkur að greina fleiri brot og meta möguleg vandamál hraðar, sem hjálpar til við að halda Google Play Books öruggu fyrir alla. Þjálfaðir stjórnendur og greinendur framkvæma mat á efni, svo sem til að ákvarða hvort efni sé brotlegt út frá samhengi.

Ef reikningurinn þinn eða bækurnar teljast brjóta gegn reglum kunnum við að:

  • Fjarlægja efnið eða takmarka sýnileika þess
  • Loka á forskoðun efnisins
  • Loka fyrir aðgang þinn að einni eða fleiri vörum Google
  • Eyða Google-reikningnum þínum
  • Tilkynna ólöglegt efni til viðeigandi löggæsluyfirvalda
  • Skuldfæra endurgreiðslur til viðskiptavina á reikninginn þinn
  • Loka tímabundið eða varanlega á greiðslur

Ef þú ert ósammála ákvörðun okkar geturðu fundið frekari upplýsingar um áfrýjunarkosti þína. Kynntu þér hvernig þú getur áfrýjað ákvörðun. Ekki er víst að áfrýjanir séu í boði við allar aðstæður (t.d. í tilvikum þar sem efni er fjarlægt vegna dómsúrskurðar). Þú ættir að fá frekari upplýsingar um áfrýjunarkosti þína í tilkynningunni sem við sendum þér í sambandi við efnið eða reikninginn þinn.

Þegar bók er í yfirferð til að skera úr um hvort hún innihaldi efni sem brýtur gegn reglum okkar um efni kunnum við að loka tímabundið á forskoðun hennar í leit Google Play og Google-bóka.

Þótt notandi telji tiltekið efni brotlegt eða óviðeigandi þýðir það ekki endilega að við fjarlægjum það eða grípum til annarra aðgerða. Við vitum að fólk hefur ólík sjónarmið og tökum það til greina við yfirferð tilkynninga um misnotkun.

Google áskilur sér rétt til að hafna sölu hvaða innsendu bókar sem er á Google Play hvenær sem er að eigin ákvörðun.

Þarftu frekari hjálp?

Prófaðu næstu skref:

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
406756132161983695
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
82437
false
false