Aðgengi í YouTube Kids-snjallforritinu

YouTube Kids-forritið virkar með aðgengiseiginleikum iOS sem veita VoiceOver-stuðning fyrir notendur sem eru blindir eða sjónskertir.

Hafist handa

Til að kveikja á aðgengiseiginleikum í iOS skaltu velja Stillingar og síðan Aðgengi og færa VoiceOver á kveikt.

Skoða forritið

Þegar forritið hefur verið opnað geturðu notað tvo fingur til að fletta frá hægri til vinstri og skoða fjölskylduvæn vídeó, rásir og spilunarlista. Ýttu tvisvar á smámynd til að skoða vídeó eða kanna rás eða spilunarlista. Til að fara aftur skaltu ýta tvisvar á hnappinn „til baka“.

Leitað að vídeóum

Leita að vídeóum:

  1. Ýttu tvisvar á hnappinn „leita“.
  2. Settu leitarfyrirspurnina í „textareitur“.

Ef þú vilt nota raddleit skaltu ýta tvisvar á hnappinn „raddleit“ og nefna leitarfyrirspurnina.

Spila vídeó

Þegar þú hefur fundið vídeó sem þú vilt spila skaltu ýta tvisvar til að spila vídeóið; það mun þá sjálfkrafa fylla skjáinn. Ef þú ýtir aftur tvisvar minnkarðu vídeóið við spilun.

  • Sleppa auglýsingu: Ýttu tvisvar á hnappinn „sleppa auglýsingu“ til að sleppa auglýsingunni á undan vídeóinu.
  • Gera hlé: Ýttu tvisvar á hnappinn „gera hlé“ til að gera hlé á spilun.
  • Næsta vídeó: Ýttu tvisvar á hnappinn „næsta vídeó“ til að spila næsta tengda vídeó.

Fyrir neðan vídeóið finnurðu tengd vídeó sem hægt er að spila þegar vídeóið hefur verið spilað.

Spila vídeó sjálfkrafa

Þegar kveikt er á sjálfvirkri spilun spilast annað tengt vídeó sjálfkrafa þegar spilun á vídeói lýkur. Slökkt er á þessari stillingu sjálfgefið.

Til að kveikja á sjálfvirkri spilun:

  1. Farðu á áhorfssíðu vídeós í YouTube Kids.
  2. Ýttu tvisvar á hnappinn „fleiri aðgerðir“ til að fletta að valmyndinni vídeóvalkostir.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „Sjálfvirk spilun“ til að kveikja á sjálfvirkri spilun. Ýttu aftur tvisvar á hnappinn „Sjálfvirk spilun“ til að slökkva á sjálfvirkri spilun.
Tímamælir stilltur

Tímamælir stilltur:

  1. Ýttu tvisvar á hnappinn „barnalæsing“. Hann er neðst í horninu til hægri á öllum síðum.
  2. Í valmyndinni „Foreldrar eingöngu“ sem opnast skaltu slá inn umbeðin númer og síðan ýta á hnappinn „SENDA“.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „Tímamælir“.
  4. Ýttu tvisvar á hnappinn „minnka um eina mínútu“ eða hnappinn „auka um eina mínútu“ til að stilla tímamörk.
  5. Ýttu tvisvar á hnappinn „Ræsa tímamæli“.
Senda ábendingu

Senda ábendingu um forritið:

  1. Ýttu tvisvar á hnappinn „barnalæsing“.
  2. Í valmyndinni „Foreldrar eingöngu“ sem opnast skaltu slá inn umbeðin númer og síðan ýta á hnappinn „SENDA“.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „Ábending“.
  4. Ýttu tvisvar á annaðhvort „ÁNÆGÐ(UR)“ eða „ÓÁNÆGÐ(UR)“.
  5. Ýttu tvisvar á hnappinn „ÁBENDING“ og sláðu síðan inn ábendinguna.
  6. Ýttu tvisvar á „Skjámynd“ til að senda hana með ábendingunni.
  7. Ýttu tvisvar á hnappinn „senda“.
Óviðeigandi vídeó tilkynnt

Tilkynna óviðeigandi vídeó:

  1. Farðu að vídeóinu sem þú vilt tilkynna.
  2. Ýttu tvisvar á hnappinn „fleiri aðgerðir“.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „TILKYNNA“.
  4. Ýttu tvisvar á hnappinn „Óviðeigandi hljóð“, hnappinn „Óviðeigandi myndefni“ eða hnappinn „Annað“.
  5. Ýttu tvisvar á „TILKYNNA“.
Hreinsun á áhorfs- og leitarferli

Til að hreinsa áhorfs- og leitarferil og fjarlægja vídeó úr Mælt með og Horfa aftur:

  1. Ýttu tvisvar á hnappinn „barnalæsing“.
  2. Í valmyndinni „Foreldrar eingöngu“ sem opnast skaltu slá inn umbeðin númer og síðan ýta á hnappinn „SENDA“.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „stillingar“.
  4. Ýttu tvisvar á prófíltákn barnsins sem þú vilt uppfæra stillingar fyrir.
  5. Ýttu tvisvar á „HREINSA FERIL“.
  6. Ýttu tvisvar á hnappinn „Í LAGI“.
Hljóðstillingar

Til að slökkva á hljóði í forritinu:

  1. Ýttu tvisvar á prófíltákn barnsins efst í horninu til vinstri á skjánum.
  2. Ýttu tvisvar á hnappinn „BREYTA“ til að breyta stillingum fyrir valinn prófíl.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „stillingar“.
  4. Ýttu tvisvar á „Forritstónlist“ og „Hljóðbrellur“ til að kveikja eða slökkva á eiginleikunum.
Leitarstillingar

Til að slökkva á Leit:

  1. Ýttu tvisvar á hnappinn „barnalæsing“.
  2. Í valmyndinni „Foreldrar eingöngu“ sem opnast skaltu slá inn umbeðin númer og síðan ýta á hnappinn „SENDA“.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „stillingar“.
  4. Ýttu tvisvar á prófíltákn barnsins sem þú vilt breyta stillingum fyrir.
  5. Ýttu tvisvar á rofann „Leyfa leit“.
Hlé gert á skráningu áhorfs- og leitarferils

Ef þú gerir hlé á skráningu áhorfs- og leitarferils mun nýtt áhorf á vídeó og nýjar leitarfyrirspurnir ekki hafa áhrif á það hvaða efni mælt er með. Til að gera hlé á skráningu áhorfs- og leitarferils:

  1. Ýttu tvisvar á hnappinn „barnalæsing“.
  2. Í valmyndinni „Foreldrar eingöngu“ sem opnast skaltu slá inn umbeðin númer og síðan ýta á hnappinn „SENDA“.
  3. Ýttu tvisvar á hnappinn „stillingar“.
  4. Ýttu tvisvar á prófíltákn barnsins sem þú vilt breyta stillingum fyrir.
  5. Ýttu tvisvar á rofana „Gera hlé á áhorfsferli“ og „Gera hlé á leitarferli“.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9206228154683868623
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
false
false