Kynnstu YouTube áhorfendahópnum þínum

Flipinn Áhorfendur í YouTube-greiningu sýnir þér yfirlit um það hverjir eru að horfa á vídeóin þín og veitir þér lýðfræðilegar upplýsingar. Spjaldið með helstu mæligildum sýnir eldri og nýja áhorfendur, staka áhorfendur og áskrifendur.

Athugið: Sum gögn svo sem landafræði, umferð eða kyn geta verið takmörkuð takmörkuð í YouTube greiningu.

Skoðaðu YouTube áhorfendaskýrslurnar þínar

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Greining í vinstri valmyndinni.
  3. Veldu Áhorfendur úr efstu valmyndinni.

Vídeó sem stækka áhorfendahópinn

Þessi skýrsla sýnir hvaða vídeó hafa fjölgað áhorfendunum þínum síðustu 90 daga. Þú getur notað hana til að hjálpa þér að skilja nýja fjölgun áhorfenda.

Hvenær áhorfendurnir þínir eru á YouTube

Þessi skýrsla sýnir þér hvenær áhorfendurnir þínir eru á netinu hvar sem er á YouTube undanfarna 28 daga. Þú getur notað hana til að hjálpa þér að byggja upp samfélagið þitt, skilja hvenær þú átt að setja frumsýningu á dagskrá eða skipuleggja næsta beinstreymi.

Bjöllutilkynningar áskrifenda

Þessi skýrsla sýnir þér prósentuhlutfall áskrifenda sem fær bjöllutilkynningar frá rásinni þinni. Nánar um tilkynningar til áskrifenda.

Áhorfstími áskrifenda

Þessi skýrsla sýnir þér hlutfall áhorfstíma frá áskrifendum og áhorfendum sem ekki eru áskrifendur.

Efni sem áhorfendurnir þínir horfa á

Þessi skýrsla sýnir þér hvaða önnur vídeó, Shorts, beinstreymi og hlaðvörp áhorfendur þínir hafa horft á utan rásarinnar þinnar síðustu sjö daga. Þú getur notað hana til að finna umfjöllunarefni fyrir ný vídeó og titla. Þú getur líka notað upplýsingarnar fyrir smámyndahugmyndir og samstarfstækifæri. Ef þú ert með opinbera flytjandarás sérðu ekki vídeó þar sem þú ert aðalflytjandinn, jafnvel þótt vídeóið sé utan opinberu flytjandarásarinnar þinnar.

Rásir sem áhorfendurnir þínir horfa á

Þessi skýrsla sýnir þér hvaða aðrar rásir áhorfendurnir þínir hafa horft á reglulega utan rásarinnar þinnar síðustu 28 daga. Þú getur notað hana til að komast að því hvaða rásum áhorfendur þínir hafa áhuga á og fyrir samstarfstækifæri.

Nýir og eldri notendur

Þessi skýrsla sýnir fjölda nýrri og eldri áhorfenda á rásinni eftir sniði. Þú getur notað hana til að skilja hvaða snið laðar að flesta nýja áhorfendur. Þú getur líka notað hana til að sjá hvaða snið fær áhorfendur oftast til að koma aftur á rásina.

Staðsetningu

Þessi skýrsla sýnir hvaða landsvæði eru með mestan áhorfstíma á rásina þína.

Aldur og kyn

Þessi skýrsla sýnir þér hvaða aldursbil bæta mestu við áhorfstíma og kynjadreifingu áhorfenda.

Vinsælustu tungumál skjátexta

Þessi skýrsla sýnir þér áhorfendur rásarinnar þinnar eftir tungumáli skjátexta.

Fáðu ábendingar sem hjálpa þér að sjá hverjir áhorfendurnir eru og hvað þeir horfa á.

Lykilmæligildi

Eldri áhorfendur Fjöldi áhorfenda sem hafa nú þegar horft á rásina þína og komu aftur til að horfa á völdu tímabili.
Nýir áhorfendur Fjöldi áhorfenda sem horfðu á rásina þína í fyrsta sinn á völdu tímabili. Áhorfendur sem horfa með óskráðum vafra, eyddu áhorfssögu sinni eða hafa ekki horft á rásina þína í meira en ár teljast nýir áhorfendur.
Stakir áhorfendur Áætlaður fjöldi þeirra sem horfðu á efni frá þér á völdu tímabili.
Áskrifendur Fjöldi áhorfenda sem hafa gerst áskrifendur að rásinni þinni.
Áhorfstími (klst) Hversu lengi áhorfendur hafa horft á vídeóið þitt.
Áhorf Fjöldi réttmæts áhorfs fyrir rásirnar þínar eða vídeó.
Meðaláhorf á hvern áhorfanda Meðalfjöldi skipta sem áhorfandi horfði á þetta ákveðna vídeó á þessu tímabili.
Meðaláhorfshlutfall Meðalhlutfall vídeós sem áhorfendur þínir horfa á í hvert skipti.
Meðallengd áhorfs Áætluð meðallengd áhorfs í mínútum fyrir valið vídeó og tímabil.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11907027640168267298
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false