Mælingar á helstu augnablikum fyrir áhorfendaheldni

Skýrslan yfir helstu augnablik fyrir áhorfendaheldni útskýrir hversu vel ólík augnablik í vídeóinu héldu athygli áhorfenda. Þessi skýrsla veitir innsýn í þá hluta vídeósins sem virka vel og hvar er hægt að gera betur. Athugaðu að yfirleitt tekur úrvinnsla gagna um áhorfendaheldni 1–2 daga.

Athugaðu: Skýrslan um áhorfendaheldni er eingöngu tiltæk fyrir vídeó í YouTube-greiningu.

Sjá helstu augnablik fyrir áhorfendaheldni

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á vídeótitil eða smámynd.
  4. Veldu Greining úr vinstri valmyndinni.
  5. Veldu flipann Yfirlit eða Virkni og leitaðu að skýrslunni um áhorfendaheldni. Þú getur smellt á SJÁ MEIRA til að sjá vídeóið þitt í samanburði við öll YouTube vídeó af svipaðri lengd.

Skilningur á helstu augnablikum fyrir áhorfendaheldni

Það eru 4 gerðir augnablika sem gætu verið merkt í helstu augnablikum í skýrslunni um áhorfendaheldni. Þú getur líka notað dæmigerða heldni til að bera saman 10 seinustu vídeóin þín af svipaðri lengd.

Upphaf

Upphaf segir þér hvaða hlutfall áhorfendanna horfði enn á vídeóið eftir fyrstu 30 sekúndurnar

Hátt hlutfall í upphafi gæti þýtt að:

  • Fyrstu 30 sekúndurnar af efninu uppfylltu væntingar áhorfandans um smámynd og titil vídeósins.
  • Efnið hélt athygli áhorfenda.

Tillögur til að bæta upphafshlutfallið:

  • Íhugaðu að breyta vídeósmámyndinni og titlinum til að þau endurspegli betur efnið í vídeóinu.
  • Breyttu fyrstu 30 sekúndunum í vídeóinu og prófaðu ólíka stíla til að finna þann sem heldur athygli áhorfenda.

Helstu augnablik

Helstu augnablikin eru þau augnablik í vídeóinu þar sem næstum enginn hætti að horfa.
Tillögur til að bæta helstu augnablik:
  • Ef helstu augnablikin eiga sér stað seint í vídeóinu skaltu íhuga að kynna áhugaverðasta efnið fyrr í vídeóinu -  áhorfendafjöldinn minnkar yfirleitt eftir því sem lengra líður á vídeóið.
  • Íhugaðu að búa til nýrra efni með því að fjalla nánar um efnið frá helstu augnablikunum.

Toppar

Toppar eru augnablik í vídeóinu sem var horft á aftur eða deilt.
Toppar geta þýtt að:
  • Áhorfendur horfðu á meira á þann hluta en fyrri hluta.
  • Efnið er ekki skýrt og áhorfendur þurftu að horfa aftur á hluta.

Þú getur skoðað toppana til að skilja betur ástæðurnar fyrir aukinni heldni.

Dýfur

Dýfur sýna augnablik í vídeóinu sem var sleppt eða augnablik þar sem áhorfendur hættu alveg að horfa á vídeóið.
Dýfur geta þýtt að áhorfendur horfðu minna á þann hluta en fyrri hluta. Við mælum með að þú skoðir dýfur til að skilja betur hvers vegna áhorfendur misstu áhugann á ákveðnum hluta.

Athugaðu: Vídeóið þitt er ekki endilega með öll þessi augnablik, þau eru eingöngu merkt ef þau greinast í vídeói. Vídeóið ætti líka að vera að minnsta kosti 60 sekúndna langt og vera með að minnsta kosti 100 áhorf.

Lögun línuritsins fyrir áhorfendaheldni getur sagt þér hvaða hlutar í vídeói eru áhugaverðastir og minnst áhugaverðir fyrir áhorfendur.

Þegar línan í myndritinu er flöt þýðir það að áhorfendur horfa á þann hluta vídeósins frá byrjun til enda.
Hæg minnkun þýðir að áhugi áhorfenda minnkar með tímanum. Áhorf á vídeó á YouTube lækkar yfirleitt smám saman með spilunartímanum.
Toppar myndast þegar fleiri horfa, horfa aftur eða deila hlutum af vídeóinu.
Dýfur þýða að áhorfendur hætta að horfa eða sleppa ákveðnum hluta af vídeóinu.

Skoða áhorfendaheldni eftir tegund búta

Athugaðu: Þú gætir þurft að virkja Ítarlegar stillingar til að fá aðgang að vissum upplýsingum. Kynntu þér hvernig þú opnar á ítareiginleika.

Skýrslan yfir mismunandi hluta áhorfendaheldni gera þér kleift að sjá hvernig mismunandi áhorfendur bregðast við vídeóunum þínum. Þú getur borið saman nýja og eldri áhorfendur, áskrifendur og þá sem ekki eru með aðild, og ef þú birtir auglýsingar geturðu sundurliðað áhorfendur sem bregðast við efninu þínu eftir því hvort þeir koma frá venjulegri eða greiddri umferð. Þú getur líka séð umferð frá vídeóauglýsingum sem hægt er að sleppa og umferð frá myndrænum auglýsingum.

Venjuleg og greidd umferð

Venjuleg umferð

Þetta er viljandi áhorf notanda. Umferð telst til dæmis vera venjuleg ef áhorfandi gerir eitthvað, til dæmis leitar að vídeói, smellir á tillögu að vídeói eða skoðar rás.

Greidd umferð

Þetta er áhorf sem kemur frá kostaðri kynningu.

  • Vídeóauglýsing sem hægt er að sleppa: Áhorf frá auglýsingum sem eru spilaðar sjálfkrafa fyrir vídeó og sem áhorfendur geta sleppt eftir fimm sekúndur.
  • Myndrænar auglýsingar: Áhorf sem kom til vegna þess að áhorfandi smellti á myndræna auglýsingu, þar á meðal auglýsingar sem birtast í leitarniðurstöðum eða á öðrum áhorfssíðum.

Frekari upplýsingar um snið vídeóauglýsinga í Google Ads fyrir vídeó.

Nýir og eldri áhorfendur

Nýir áhorfendur

Nýir áhorfendur eru áhorfendur sem horfðu á eitthvað á rásinni þinni í fyrsta skipti á völdu tímabili.

Eldri áhorfendur

Eldri áhorfendur gætu verið áhorfendur sem hafa horft á eitthvað á rásinni þinni áður og sneru aftur til að horfa á meira.

Nánar um gögn um nýja og eldri áhorfendur.

Áskrifendur og áhorfendur sem ekki eru með aðild 

Áskrifendur

Áhorfendur með áskrift að rásinni þinni. Þú getur skoðað fjölda áskrifenda í rauntíma og vöxtinn hjá þér með tímanum.

Áhorfendur sem ekki eru með aðild

Áhorfendur sem horfa á vídeóin þín án þess að vera með áskrift að rásinni þinni.

Nánar um grunnatriði YouTube-greiningar.

Skoða ítarlega virkni fyrir áhorfendaheldni

Hægt er að nálgast skýrslu yfir ítarlega virkni fyrir áhorfendaheldni sem sýnir heildarfjölda áhorfa á mismunandi hluta vídeós. Þú getur líka notað þessa skýrslu til að sjá hversu margir áhorfendur byrjuðu að horfa og á hvaða tímapunkti þeir hættu að horfa.

Upplýsingarnar um það hvenær áhorfendur byrja og hætta að horfa geturðu síðan nýtt þér til að bæta efni og halda áhuga áhorfenda.

Athugaðu: Heildarfjöldi áhorfa á hluta vídeós er líklegur til að vera stundum meiri en heildarfjöldi áhorfs á vídeóið í heild. Þetta stafar af því að sami áhorfandi gæti horft á hluta vídeósins aftur og aftur.

Mæligildi sem gott er að þekkja

Meðallengd áhorfs Áætluð meðallengd áhorfs í mínútum fyrir valið vídeó og tímabil.
Áhorfstími (klst) Hversu lengi áhorfendur hafa horft á vídeóið þitt.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8437658736236035241
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false