Búa til beinstreymi í farsíma

Til að beinstreyma úr snjalltæki þarftu:

Ef þú hefur fleiri en 50 og færri en 1.000 áskrifendur

Til að hjálpa til við að gera YouTube að öruggu samfélagi fyrir alla gætum við takmarkað fjölda áhorfenda á beinstreymi úr snjalltæki. Eins verður geymt beinstreymi sjálfgefið stillt á lokað. Það gæti tekið nokkrar vikur að endurspegla þessar breytingar vegna vinnslu.

Hvers vegna eru takmarkanir á fjölda áhorfenda á beinstreymi úr snjalltæki?

Til að aðstoða höfunda sem eru á uppleið en vernda samfélagið um leið höfum við búið til ýmsa vernd sem takmarkar útbreiðslu efnis sem mögulega er skaðlegt.

Hvað gerist eftir að ég næ 1,000 áskrifendum?

Eftir að þú nærð 1.000 áskrifendum gætu liðið nokkrar vikur áður en takmarkanir fjölda áhorfenda á beinstreymi úr snjalltæki eru fjarlægðar. Ef fjöldi áskrifenda minnkar hjá þér á þessum tíma þá gæti þetta tekið lengri tíma.

Ef rásin þín fer undir 1.000 áskrifendur muntu hafa sömu áhorfenda takmarkanir og þegar áskrifendur voru færri en 1.000. Þú missir ekki aðgang að beinstreymi úr snjalltæki nema rásin þín fari undir 50 áskrifendur.

Búa til og skipuleggja beinstreymi í farsíma

  1. Opnaðu YouTube forritið í síma eða spjaldtölvu.
  2. Neðst skaltu ýta á Búa til og svo Bein útsending.
    • Fyrsta beinstreymið úr snjalltæki: Það getur tekið allt að sólarhring að byrja fyrsta beinstreymið. Þegar það er virkjað geturðu beinstreymt strax.
  3. Fylgdu leiðbeiningunum til að búa til beinstreymi.
    • Fyrir notendur á aldrinum 13 til 17 á YouTube er sjálfgefin birtingarstilling fyrir beinstreymi á farsíma stillt á óskráð. Ef þú ert 18 ára eða eldri er sjálfgefna birtingarstillingin fyrir beinstreymi á farsíma stillt á opinbert. Þú getur breytt þessari stillingu til að gera breinstreymið opinbert, lokað eða óskráð.
    • Til að setja síðar á dagskrá skaltu ýta á Fleiri valkostir.
    • Til að stilla valkosti fyrir spjall í beinni, aldurstakmarkanir, tekjuöflun og fleira skaltu ýta á Fleiri valkostir og svo Sýna meira. Ýttu svo á Áfram.
    • Til að streyma af skjánum á símanum skaltu ýta á Búa til rás og svo Deila skjá .
  4. Ýttu á Bein útsending.
  5. Ýttu á Ljúka til að ljúka straumnum. Geymsluafrit af beinstreyminu verður búið til fyrir rásina þína. Þú getur breytt persónuverndarstillingunum eða eytt geymslunni hvenær sem er.

Byrja tímasett beinstreymi

  1. Opnaðu YouTube forritið í síma eða spjaldtölvu.
  2. Ýttu á Búa til  og svo Bein útsending.
  3. Ýttu á Dagatal og svo Veldu beinstreymið þitt.
    Athugaðu: Þú getur eytt tímasettum beinstreymum með því að ýta á hnappinn eyða.
  4. Ýttu á Bein útsending.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
1695223209230187234
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false